Málefni nýbúa og margbreytileiki samfélagsins
Málsnúmer 201710200
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017
Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir leggja fram eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar:
Að flytja inn í nýtt samfélag er ákveðin raun. Þeirri raun á samfélagið að mæta og styðja bæði fjárhags- og menningarlega við þá einstkalinga sem kjósa að festa búsetu sína í Norðurþingi. Á Húsavík gæti fjölgað um 450 manns á fáum árum. Við fögnum fjölbreytileikanum.
Lagt er til að málefni nýrra íbúa, með sérstaka áherslu á fólk af erlendum uppruna verði gefið aukið vægi í stjórnsýslu Norðurþings. Unnin verði áætlun í samstarfi stofnana Norðurþings er málið varðar, s.s. skóla og félagsþjónustu sem og stéttarfélaga og opinberra aðila eins og heilsugæslu, lögreglu og framhaldsskóla. Sveitarfélagið þarf að draga þennan vagn og leggja fjármuni í málið.
Þetta er gert til að það fólk sem velur að flytja í Norðurþing upplifi sig velkomið, því sé veitt ákveðið heimboð með skýrum og markvissum hætti.
Sveitarstjóra falið að koma á kynningarfundi og samtali við nýja íbúa Norðurþings.
Að flytja inn í nýtt samfélag er ákveðin raun. Þeirri raun á samfélagið að mæta og styðja bæði fjárhags- og menningarlega við þá einstkalinga sem kjósa að festa búsetu sína í Norðurþingi. Á Húsavík gæti fjölgað um 450 manns á fáum árum. Við fögnum fjölbreytileikanum.
Lagt er til að málefni nýrra íbúa, með sérstaka áherslu á fólk af erlendum uppruna verði gefið aukið vægi í stjórnsýslu Norðurþings. Unnin verði áætlun í samstarfi stofnana Norðurþings er málið varðar, s.s. skóla og félagsþjónustu sem og stéttarfélaga og opinberra aðila eins og heilsugæslu, lögreglu og framhaldsskóla. Sveitarfélagið þarf að draga þennan vagn og leggja fjármuni í málið.
Þetta er gert til að það fólk sem velur að flytja í Norðurþing upplifi sig velkomið, því sé veitt ákveðið heimboð með skýrum og markvissum hætti.
Sveitarstjóra falið að koma á kynningarfundi og samtali við nýja íbúa Norðurþings.
Tillagan er samþykkt samhljóða.