Flugklasaverkefnið Air 66N
Málsnúmer 201503004
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 133. fundur - 05.03.2015
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá flugklasaverkefninu Air 66N sem rekið er af Markaðsskrifstofu Norðurlands.
Eins og fram kemur í erindinu þá er óskað eftir beinu fjárframlagi til verkefnisins sem nemur 300 krónum á hvern íbúa á ári í 3 ár. Þessir fjármunir verði nýttir til þeirra verkefna sem framundan eru hjá Flugklasanum Air 66N og lýst er í yfirliti sem fylgir erindinu.
Eins og fram kemur í erindinu þá er óskað eftir beinu fjárframlagi til verkefnisins sem nemur 300 krónum á hvern íbúa á ári í 3 ár. Þessir fjármunir verði nýttir til þeirra verkefna sem framundan eru hjá Flugklasanum Air 66N og lýst er í yfirliti sem fylgir erindinu.
Sveitarfélagið Norðurþing setur nú þegar umtalsverða fjármuni í atvinnu- og þróunarmál á svæðinu og telur sér í því ljósi ekki fært að styrkja verkefnið Air 66N sérstaklega.
Byggðarráð Norðurþings - 177. fundur - 26.05.2016
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá verkefnastjóra flugklasa Air66N um stuðning við verkefnið
Byggðarráð sér sér ekki fært að styðja verkefnið fjárhagslega
Byggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla flugklasans Air 66N, sem og erindi til sveitarstjórnar Norðurþings þess efnis að klasinn óskar eftir stuðningframlagi sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 2 ár (2018-2019), til að fjármagna starf verkefnastjóra.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017
Í lok mars 2017 var sveitarstjórn Norðurþings sent erindi frá flugklasanum Air 66N og Markaðsstofu Norðurlands, þar sem farið var fram á fjármögnun frá sveitarfélaginu í flugklasann Air 66N. Erindinu var hafnað á þeim tíma. Flugklasinn hvetur sveitarstjórn til að endurskoða afstöðu sína til málsins og taka erindið fyrir aftur. í rökstuðningi kemur m.a. fram að það sé mjög mikilvægt, og mikið í umræðunni, að ná betri dreifingu ferðamanna um landið allt. Til þess þurfi að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík. Þau hvetji sveitarstjórn til að berjast með þeim fyrir að jafna samkeppnishæfni Akureyrarflugvallar með þeim leiðum sem eru færar. Þeim mun fleiri sem taka málið upp, þeim mun meiri þrýstingur næst á yfirvöld og því meiri líkur eru á að ná þessu máli í gegn.
Til máls tóku: Óli og Örlygur.
Bókun: Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir mikilvægi þess að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík. Betri dreifing ferðamanna um landið er mikið hagsmunamál fyrir byggðir landsins. Sveitarstjórn Norðurþings telur þó ekki rétt að sveitarfélög á einstökum svæðum fjármagni þessa vinnu sérstaklega umfram það sem sveitarfélögin fjármagna nú þegar í stoðkerfi atvinnulífs og samstarfi um markaðsmál á svæðinu. Bent er á að tekjur ríkisins af Keflavíkurflugvelli eru miklar, sem skapar góðar forsendur til að fjármagna þróunarstarf og uppbyggingu alþjóðaflugs á öðrum svæðum, þ.m.t. á Akureyrarflugvelli.
Bókunin er samþykkt samhljóða og sveitarstjórn hafnar erindinu.
Bókun: Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir mikilvægi þess að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík. Betri dreifing ferðamanna um landið er mikið hagsmunamál fyrir byggðir landsins. Sveitarstjórn Norðurþings telur þó ekki rétt að sveitarfélög á einstökum svæðum fjármagni þessa vinnu sérstaklega umfram það sem sveitarfélögin fjármagna nú þegar í stoðkerfi atvinnulífs og samstarfi um markaðsmál á svæðinu. Bent er á að tekjur ríkisins af Keflavíkurflugvelli eru miklar, sem skapar góðar forsendur til að fjármagna þróunarstarf og uppbyggingu alþjóðaflugs á öðrum svæðum, þ.m.t. á Akureyrarflugvelli.
Bókunin er samþykkt samhljóða og sveitarstjórn hafnar erindinu.