Sveitarstjórn Norðurþings
1.Gjaldskrá hafna 2017
Málsnúmer 201611088Vakta málsnúmer
"Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2017. Almennt er miðað við vísitöluhækkun auk þess sem verða til nýir gjaldflokkar s.s. varðandi meðhöndlun úrgangs að kröfu Umhverfisstofnunar og geymslugjöld á hafnarsvæðinu. Hafnanefnd fór yfir gjaldskrána og samþykkir með áorðnum breytingum."
Gjaldskráin er lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
2.Byggðarráð Norðurþings - 202
Málsnúmer 1701010Vakta málsnúmer
3.Fræðslunefnd - 10
Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer
4.Félagsmálanefnd - 9
Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
5.Byggðarráð Norðurþings - 201
Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer
6.Orkuveita Húsavíkur ohf - 157
Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
7.Framkvæmdanefnd - 12
Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
8.Hafnanefnd - 10
Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 12
Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
10.Æskulýðs- og menningarnefnd - 7
Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer
11.Byggðarráð Norðurþings - 200
Málsnúmer 1701001Vakta málsnúmer
Gunnlaugur lagði fram eftirfarandi tillögu undir þessum lið.
"Sveitarstjórn samþykkir að skipaður verði vinnuhópur sem hefur það hlutverk að móta stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu ljósleiðarkerfis í öllu sveitarfélaginu.
Vinnuhópnum er ætlað að gera tillögu til sveitarstjórnar um hvernig best sé að byggja upp ljósleiðarakerfi og tryggja þannig öllum íbúum sveitarfélagsins aðgang að háhraða ljósleiðaratengingu á sínu heimili. Einnig öllum fyrirtækjum í sveitarfélaginu svo þau standi jafn vel og önnur fyrirtæki í landinu hvað varðar internettengingar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að tilnefna þriggja manna vinnuhóp og skal hópurinn skila skýrslu sinni til sveitarstjórnar ekki seinna en 25. apríl 2017. Vinnuhópurinn hefur heimild til að ráða ráðgjafa til verksins og mun byggðarráð tryggja fjármagn til starfa vinnuhópsins.
Skýrslan skal innihalda lýsingu á verkefninu í heild sinni, áætluðum kostnaði, mögulegri fjármögnum og verkáætlun þar sem tímarammi framkvæmda er skilgreindur. Einnig skal gerð tillaga um það hvernig verkefninu verði sinnt innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Greinargerð:
Það liggur fyrir að þessu mikilvæga verkefni hefur ekki verið sinnt sem skildi hjá sveitarfélaginu á liðnum árum. Ekki hafa verið nýtt þau tækifæri sem eru möguleg í samstarfi við ríkið í uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu. Ekki er sótt um styrki í sjóði sem ætlaðir eru til að styðja við þessa uppbyggingu. Undirbúningsvinna verkefnisins hefur ekki verið unnin hjá sveitarfélaginu og óljóst með öllu hvaða nefnd eða starfsmenn eiga að sinna þessu mikilvæga verkefni.
Í nútíma samfélagi er nauðsynlegt að íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu hafi sama aðgang og möguleika á að tengjast háhraða ljósleiðarakerfi með sama hætti og best gerist í landinu hverju sinni. Búsetugæði svæða og samkeppnishæfni þeirra byggist ekki síst á aðgengi að öflugu ljósleiðarakerfi."
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Kjartan lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Ég legg til að ofangreindri tillögu verði vísað til framkvæmdanefndar."
Tillaga Kjartans samþykkt með atkvæðum: Ernu, Kolbrúnar Ödu, Sifjar, Kjartans og Jónasar. Á móti voru: Olga, Örlygur, Gunnlaugur og Soffía.
Fundargerðin er lögð fram.
12.Fræðslunefnd - 9
Málsnúmer 1612002Vakta málsnúmer
13.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
14.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Óskað tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík
Málsnúmer 201701081Vakta málsnúmer
"Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík til næstu fjögurra ára. Þess er farið á leit að Norðurþing skipi tvo aðalfulltrúa og tvo til vara. Sérstaklega er óskað eftir að skipaðir verði tveir karlar og tvær konur. Það er gert með skírskotun til ákvæðis 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar verðir tilnefndir í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík: Aðalmenn: Þór Stefánsson Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Varamenn: Hjálmar Bogi Hafliðason Aðalsteinn J. Halldórsson."
Erna lagði fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa í skólanefnd:
Aðalmenn: Þór Stefánsson og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn: Hjálmar Bogi Hafliðason og Jóhanna S. Kristjánsdóttir
Gunnlaugur lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu Ernu:
Aðalmenn: Hjálmar Bogi Hafliðason og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn: Þór Stefánsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir
Tillaga Gunnlaugs var samþykkt með atkvæðum Soffíu, Gunnlaugs, Jónasar og Kjartans. Erna greiddi atkvæði á móti tillögunni og aðrir sátu hjá.
Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir sem fulltrúar í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.
Aðalmenn: Hjálmar Bogi Hafliðason og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn: Þór Stefánsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir
15.Skipun í fulltrúaráð Eyþings
Málsnúmer 201701036Vakta málsnúmer
"Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Þar er farið fram á að aðildarsveitarfélög Eyþings skipi fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings skv. grein 5.2. í lögum Eyþings.
Byggðarráð samþykkir að Sif Jóhannesdóttir og Olga Gísladóttir verði fulltrúar Norðurþings í fulltrúaráði Eyþings."
16.Ungmennaráð Norðurþings 2016
Málsnúmer 201609118Vakta málsnúmer
"Til umfjöllunar og staðfestingar var fundargerð ungmennaráðs frá 6.desember 2016. Einnig voru lagðar fram breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs.
Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á breytingartillögur ungmennaráðs á erindisbréfi þess. Æskulýðs- og menningarnefnd vísar breyttu erindisbréfi til staðfestingar í sveitarstjórn."
17.Reglur um afslátt á fasteignaskatti
Málsnúmer 201612166Vakta málsnúmer
"Fyrir byggðarráði liggur tillaga að reglum um afslátt á fasteignagjöldum sem gilda frá 1. janúar 2017.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar"
18.Álagning gjalda 2017
Málsnúmer 201611118Vakta málsnúmer
"Fyrir byggðarráði liggur tillaga um sérstakan fasteignaskatt árið 2017: Sérstakur fasteignaskattur er lagður á eignir í A-flokki sem bjóða gistiaðstöðu. Nýting allt að 100% ..........1.65%.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu."
19.Deiliskipulag við heimskautsgerði
Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer
"Tillaga að deiliskipulagi heimskautsgerðis við Raufarhöfn var tekin fyrir á fundi nefndarinnar 13. desember s.l. Kynning skipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga fór fram 4. janúar s.l.
Skipulagstillagan liggur fyrir óbreytt frá síðasta fundi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga."
20.Breyting deiliskipulags Holtahverfis
Málsnúmer 201612059Vakta málsnúmer
"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðal- og deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þær stofnanir gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagsbreytingu sem felst f.o.f. í því að breyta 13 einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir á byggingarsvæði E. Ennfremur er íbúðum fjölgað á tveimur óbyggðum raðhúsalóðum á svæði D við Lyngholt. Sérstaklega voru til umræðu hugmyndir að nýtingarhlutfalli parhúsalóðanna. Ákveðið var að horft yrði til nýtingarhlutfalls 0,3 á einbýlishúsalóðir, 0,35 á parhúsalóðir, 0,4 á raðhúsalóðir og 0,6 á fjölbýlishúsalóðir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingu."
Sif lagði fram eftirfarandi breytingu á tillögu skipulags- og umhverfisnefndar við byggingarskilmála:
"Botnplata allra húsa skal vera steinsteypt."
Samþykkt með eftirfarandi atkvæðum:
Ernu, Kolbrúnar Ödu, Olgu, Sifjar, Örlygs, Kjartans, Jónasar og Soffíu. Gunnlaugur greiðir ekki atkvæði.
21.Breyting aðalskipulags Holtahverfis
Málsnúmer 201612058Vakta málsnúmer
"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðal-og deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þær stofnanir gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að aðalskipulagsbreytingu þar sem mörkum íbúðarsvæðis er breytt til samræmis við deiliskipulag og gerð grein fyrir fyrirhugaðri fjölgun íbúða á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði auglýst til samræmis við ákvæði skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."
22.Gjaldskrá heimaþjónustu 2017
Málsnúmer 201701072Vakta málsnúmer
"Samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu Norðurþings á að uppfæra gjaldskrána um áramót til samræmis við launaflokk 126 hjá STH. Lagt fram til staðfestingar.
Félagsmálanefnd staðfestir framlagða gjaldskrá um félagslega heimaþjónustu og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn."
23.Reglur um félagslegar leiguíbúðir
Málsnúmer 201701067Vakta málsnúmer
"Með gildistöku laga nr. 75/2016, um húsnæðisstuðning breytast reglur Norðurþings um félagslegar leiguíbúðir til samræmis við þau lög. Reglur Norðurþings um félagslegar leiguíbúðir hafa því verið uppfærðar til samræmis við lög um húsnæðisstuðning. Helsta breytingin er að eigna og tekjumörkum hefur verið breytt, þau hækkuð.
Félagsmálanefnd samþykkir framlagðar reglur um félagslegar leiguíbúðir hjá Norðurþingi vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar."
24.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 201701065Vakta málsnúmer
"Hinn 16. júní sl. samþykkti Alþingi lög nr. 75/2016, um húsnæðisstuðning. Gildistökudagur laganna var þann 1. janúar sl. og leysa þau eldri lög um húsaleigubætur af hólmi. Með 32. gr. hinna nýju laga um húsnæðisstuðning varð gerð breyting á 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, og eftirfarandi þremur málsgreinum bætt inn í þá lagagrein: Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur. Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar. Í þessari viðbót felst sú breyting frá eldra fyrirkomulagi opinbers húsnæðisstuðnings (valkvæðar sérstakar húsaleigubætur sveitarfélaga) að öllum sveitarfélögum var frá og með 1. janúar sl. skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning. Jafnframt er það nýmæli í lögunum að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning.
Félagsmálanefnd staðfestir framlagðar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar."
25.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Málsnúmer 201612060Vakta málsnúmer
"Lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 tóku gildi á Alþingi þann 15. júní sl. í 1. gr. laganna segir: Markmið laga þessara er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignarmörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Með gildistöku laga um almennar íbúðir verða ekki lengur sérlausnir í málaflokki fatlaðs fólks. Þann 7. des sl. sendi Þroskahjálp erindi til bæjarstjórnar þar sem þeir hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gerðar eru áætlanir í húsnæðismálum. Vísað er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt.
Félagsmálanefnd leggur til við sveitastjórn að félagsmálastjóra verði falið að skipa starfshóp sem fer yfir búsetuþörf og kostnaðargreinir mismunandi möguleika á framtíðar búsetu fyrir einstaklinga með þroskahömlun og fatlað fólk. Óskað er eftir að fyrstu drög verði lögð fyrir nefndina í maí 2017."
Fundi slitið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnanefndar.