Fara í efni

Breyting aðalskipulags Holtahverfis

Málsnúmer 201612058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 11. fundur - 13.12.2016

Til stendur að breyta deiliskipulagi Holtahverfis. Breytingin fælist í því að fjölga íbúðum á óbyggðu s.k. E-svæði með því að breyta hluta einbýlishúsalóða í parhúsalóðir. Ennfremur yrði tveimur óbyggðum raðhúsalóðum breytt úr fjögurra íbúða lóðum í sex íbúða lóðir. Þannig myndi íbúðum fjölga um nálega 17 við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu. Í ljós hefur komið að misræmi er í afmörkun íbúðarsvæðis Í13 í aðalskipulagi og gildandi deiliskipulags Holtahverfis. Nefndin telur því nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi á svæðinu, bæði afmörkun íbúðarsvæðis og fjölda íbúða.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgafa að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og deiliskipulags Holtahverfis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Ennfremur verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndir skv. 3. mgr. 30. gr.

Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Ennfremur verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndir skv. 3. mgr. 30. gr."
Til máls tóku: Kjartan, Jónas, Sif, Óli og Gunnlaugur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 12. fundur - 17.01.2017

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðal- og deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þær stofnanir gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að aðalskipulagsbreytingu þar sem mörkum íbúðarsvæðis er breytt til samræmis við deiliskipulag og gerð grein fyrir fyrirhugaðri fjölgun íbúða á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði auglýst til samræmis við ákvæði skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 12. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðal-og deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þær stofnanir gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að aðalskipulagsbreytingu þar sem mörkum íbúðarsvæðis er breytt til samræmis við deiliskipulag og gerð grein fyrir fyrirhugaðri fjölgun íbúða á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði auglýst til samræmis við ákvæði skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 15. fundur - 04.04.2017

Nú er lokið kynningu breytingar aðal- og deiliskipulags Holtahverfis. Engar formlegar athugasemdir bárust við aðalskipulagsbreytinguna. Á hinn bóginn voru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytingarnar sem í raun eiga að hluta til við um breytingu aðalskipulagsins. Athugasemdir við deiliskipulagstillöguna og viðbrögð við þeim eru bókuð í næsta lið fundargerðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að þær athugasemdir sem bárust við deiliskipulagsbreytingu gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags og byggingarfulltrúa falið senda tillöguna til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun.

Sveitarstjórn Norðurþings - 67. fundur - 11.04.2017

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að þær athugasemdir sem bárust við deiliskipulagsbreytingu gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags og byggingarfulltrúa falið senda tillöguna til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun."
Samþykkt samhljóða.