Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Breyting aðalskipulags Holtahverfis
Málsnúmer 201612058Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðal- og deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þær stofnanir gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
2.Breyting deiliskipulags Holtahverfis
Málsnúmer 201612059Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðal- og deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þær stofnanir gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
Skipulagshugmyndir á svæðinu voru kynntar á opnum fundi 4. janúar s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagsbreytingu sem felst f.o.f. í því að breyta 13 einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir á byggingarsvæði E. Ennfremur er íbúðum fjölgað á tveimur óbyggðum raðhúsalóðum á svæði D við Lyngholt.
Sérstaklega voru til umræðu hugmyndir að nýtingarhlutfalli parhúsalóðanna. Ákveðið var að horft yrði til nýtingarhlutfalls 0,3 á einbýlishúsalóðir, 0,35 á parhúsalóðir, 0,4 á raðhúsalóðir og 0,6 á fjölbýlishúsalóðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingu.
Sérstaklega voru til umræðu hugmyndir að nýtingarhlutfalli parhúsalóðanna. Ákveðið var að horft yrði til nýtingarhlutfalls 0,3 á einbýlishúsalóðir, 0,35 á parhúsalóðir, 0,4 á raðhúsalóðir og 0,6 á fjölbýlishúsalóðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingu.
3.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu deiliskipulagsbreytingar norðurhafnarsvæðis. Tillaga að skipulagsbreytingu miðar að því að útbúa og skilgreina byggingarrétt fyrir nýja lóð að Naustagarði 6.
Athugasemdir bárust frá 10 eigendum báta við höfnina sem mótmæla harðlega að athafnasvæði bátaeigenda á Naustagarði verði skert verulega með lóð og húsbyggingu. Athugasemdir bátaeigendanna er dagsett 16. desember 2016 og undirritað af Sigurði Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Óðni Sigurðssyni, Braga Sigurðssyni. Ingólfi Árnasyni, Oddi Örvari Magnússyni, Guðmundi A. Jónssyni, Rúnari Birgissyni, Hreiðari Jósteinssyni og Arnari Sigurðssyni.
Ólafur Ármann Sigurðsson, f.h. Ugga Fiskverkunar ehf, hafnar stofnun lóðarinnar að Naustagarði 6 sem muni þrengja að húseign hans að Naustagarði 4. Í því samhengi minnir hann á ósk sína um stækkun lóðarinnar að Naustagarði 4. Ólafur hafnar einnig að hafnarsvæði nái að NV stafni húss hans að Naustagarði 4 og óskar stækkunar sinnar lóðar í línu við NV-mörk lóðar að Naustagarði 2. Loks hafnar Ólafur vegtengingu milli Naustagarðs 4 og 6 að hafnarsvæði NV Naustagarðs 4.
Aðrar athugasemdir bárust ekki við skipulagskynninguna.
Athugasemdir bárust frá 10 eigendum báta við höfnina sem mótmæla harðlega að athafnasvæði bátaeigenda á Naustagarði verði skert verulega með lóð og húsbyggingu. Athugasemdir bátaeigendanna er dagsett 16. desember 2016 og undirritað af Sigurði Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Óðni Sigurðssyni, Braga Sigurðssyni. Ingólfi Árnasyni, Oddi Örvari Magnússyni, Guðmundi A. Jónssyni, Rúnari Birgissyni, Hreiðari Jósteinssyni og Arnari Sigurðssyni.
Ólafur Ármann Sigurðsson, f.h. Ugga Fiskverkunar ehf, hafnar stofnun lóðarinnar að Naustagarði 6 sem muni þrengja að húseign hans að Naustagarði 4. Í því samhengi minnir hann á ósk sína um stækkun lóðarinnar að Naustagarði 4. Ólafur hafnar einnig að hafnarsvæði nái að NV stafni húss hans að Naustagarði 4 og óskar stækkunar sinnar lóðar í línu við NV-mörk lóðar að Naustagarði 2. Loks hafnar Ólafur vegtengingu milli Naustagarðs 4 og 6 að hafnarsvæði NV Naustagarðs 4.
Aðrar athugasemdir bárust ekki við skipulagskynninguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu athugasemda til næsta fundar.
4.Deiliskipulag við heimskautsgerði
Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi heimskautsgerðis við Raufarhöfn var tekið fyrir á fundi nefndarinnar 13. desember s.l.
Kynning skipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga fór fram 4. janúar s.l.
Kynning skipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga fór fram 4. janúar s.l.
Skipulagstillagan liggur fyrir óbreytt frá síðasta fundi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
5.Skipulag "Skansins/ports"
Málsnúmer 201612168Vakta málsnúmer
Valdimar Halldórsson, f.h. Hvalasafnsins á Húsavík, hvetur með bréfi dags. 23. desember Norðurþing til að endurhanna og bæta portið sunnan Hvalasafnsins m.t.t. aukningar í ferðamannafjölda.
Umrætt port er skilgreint sem mögulegt torgsölusvæði í deiliskipulagi svæðisins. Nefndin leggur til við framkvæmdanefnd að frágangur svæðisins verði hannaður með tilliti til þeirrar notkunar.
6.Faglausn ehf tilkynnir framkvæmdir fyrir hönd Gb5 ehf. Lyfja fer á 1. hæð austanvert.
Málsnúmer 201612067Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti framlögð gögn vegna breytinga að Garðarsbraut 5.
Lagt fram.
7.Eigendur Framnes í Kelduhverfi sækja um að rífa núverandi eldri viðbyggingu og reisa nýja sömu stærðar
Málsnúmer 201612075Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að rífa eldri útihús áföst íbúðarhúsi að Framnesi og byggja nýja sömu stærðar í hennar stað. Teikningar eru unnar af Atla Jóhanni Guðbjörnssyni hjá TAG teiknistofu.
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir samskiptum sínum við næstu nágranna.
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir samskiptum sínum við næstu nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á byggingu hússins og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
8.Faglausn sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Töff ehf vegna breytinga á 2. hæð við Vallholtsveg 8
Málsnúmer 201701028Vakta málsnúmer
Óskað er leyfis til breytinga á efri hæð Vallholtsvegar 8 þar sem húsnæðinu yrði breytt í heilsuræktarstöð. Fyrir fundi liggur teikning unnin af Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytta nýtingu húsnæðisins og felur byggingarfulltrúa að gefa leyfi fyrir framkvæmdunum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
9.Óskað er eftir því að fasteign 216-07164 að Víkurbraut á Raufarhöfn verði skráð sem geymsluhúsnæði
Málsnúmer 201701035Vakta málsnúmer
Óskað er eftir því að fasteign 216-07164 að Víkurbraut á Raufarhöfn, áður lögreglustöð, verði skráð sem geymsluhúsnæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á breytta skráningu húsnæðisins og felur byggingarfulltrúa að annast breytingu í fasteignaskrá.
10.Ósk um viðræður vegna lóðar og athafnasvæðis sláturhúss Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut
Málsnúmer 201701044Vakta málsnúmer
Óskað er viðræða um lóðarstækkun og aukinn byggingarrétt á og við athafnasvæðis félagsins við Þingeyjarsýslubraut.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar áformum Norðlenska um uppbyggingu við Þingeyjarsýslubraut og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á viðræðum milli aðila.
11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar á Víðihól, Kópaskeri
Málsnúmer 201701001Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn um endurnýjun rekstrarleyfi til sölu gistingar að Víðihóli á Kópaskeri.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.
12.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5
Málsnúmer 201701018Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5.
Auk erindis sýslumanns liggur fyrir bréf frá GPG Seafood ehf þar sem gerð er nánari grein fyrir mögulegri gistisölu í fimm herbergjum á neðri hæð. Í bréfinu er sérstaklega óskað eftir fráviki frá fyrri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar að veita ekki jákvæða umsögn um gistihúsarekstur í íbúðarhverfum.
Auk erindis sýslumanns liggur fyrir bréf frá GPG Seafood ehf þar sem gerð er nánari grein fyrir mögulegri gistisölu í fimm herbergjum á neðri hæð. Í bréfinu er sérstaklega óskað eftir fráviki frá fyrri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar að veita ekki jákvæða umsögn um gistihúsarekstur í íbúðarhverfum.
Skipulags- og umhverfisnefnd sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um rekstur nýs gistiheimilis á íbúðarhúsalóð á þessu stigi.
13.Helgi Þór Kárason sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Skógahlíð
Málsnúmer 201701084Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að flytja einbýlishús frá Eyjafirði að Skógahlíð í Reykjahverfi. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af húsinu unnar af Ívari Ragnarssyni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti húsbygginguna og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað til sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði auglýst til samræmis við ákvæði skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.