Fara í efni

Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 7. fundur - 17.10.2016

Tillaga að breyttu deiliskipulagi á Norðurhafnarsvæði.
Hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leiti nýja lóð á svæði H3 við Naustagarð 6 á hafnarsvæðinu á Húsavík.

Nefndin leggst gegn því að skilgreindur verði viðlegukantur í skipulagi að þessu sinni enda liggi ekki fyrir hver lóðarhafi verði og ekki liggi fyrir samþykki Vegagerðarinnar fyrir umræddum viðlegukanti.

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 7. fundi hafnanefndar Norðurþings.
"Hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leiti nýja lóð á svæði H3 við Naustagarð 6 á hafnarsvæðinu á Húsavík. Nefndin leggst gegn því að skilgreindur verði viðlegukantur í skipulagi að þessu sinni enda liggi ekki fyrir hver lóðarhafi verði og ekki liggi fyrir samþykki Vegagerðarinnar fyrir umræddum viðlegukanti."
Forseti lagði til að dagskárliðir 4 og 5 verði teknir saman til umræðu. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Sif.

Sif lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar.
Á fundi sínum þann 17. október s.l. lagði hafnanefnd til að fyrirhugaður viðlegukantur við Naustagarð 6 yrði felldur út úr deiliskipulagstillögunni. Það er í mótsögn við þann möguleika sem horft var til við skipulagsvinnuna að tengja lóðina Slippnum. Ég legg því til að í stað bryggju og göngubrúar innan lóða Naustagarðs 6 verði gert ráð fyrir að lóðin mjókki um 4 m. frá fyrri hugmynd skipulagsnefndar og á því svæði heimiluð gerð viðlegukants og göngubrúar inni á svæði hafnarinnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna með framangreindum breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 12. fundur - 17.01.2017

Nú er lokið kynningu deiliskipulagsbreytingar norðurhafnarsvæðis. Tillaga að skipulagsbreytingu miðar að því að útbúa og skilgreina byggingarrétt fyrir nýja lóð að Naustagarði 6.

Athugasemdir bárust frá 10 eigendum báta við höfnina sem mótmæla harðlega að athafnasvæði bátaeigenda á Naustagarði verði skert verulega með lóð og húsbyggingu. Athugasemdir bátaeigendanna er dagsett 16. desember 2016 og undirritað af Sigurði Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Óðni Sigurðssyni, Braga Sigurðssyni. Ingólfi Árnasyni, Oddi Örvari Magnússyni, Guðmundi A. Jónssyni, Rúnari Birgissyni, Hreiðari Jósteinssyni og Arnari Sigurðssyni.

Ólafur Ármann Sigurðsson, f.h. Ugga Fiskverkunar ehf, hafnar stofnun lóðarinnar að Naustagarði 6 sem muni þrengja að húseign hans að Naustagarði 4. Í því samhengi minnir hann á ósk sína um stækkun lóðarinnar að Naustagarði 4. Ólafur hafnar einnig að hafnarsvæði nái að NV stafni húss hans að Naustagarði 4 og óskar stækkunar sinnar lóðar í línu við NV-mörk lóðar að Naustagarði 2. Loks hafnar Ólafur vegtengingu milli Naustagarðs 4 og 6 að hafnarsvæði NV Naustagarðs 4.

Aðrar athugasemdir bárust ekki við skipulagskynninguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu athugasemda til næsta fundar.

Hafnanefnd - 11. fundur - 16.02.2017

Breytingar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.
Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.

2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni.

Hafnanefnd samþykkir ekki að nýtingarhlutfall verði aukið til samræmis við núverandi hús.

2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka.
2.8. Lagt er til að byggingarreitir við hafnarstétt 1, 9, 13, og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits.

Hafnanefnd samþykkir ekki að lóðamörk að Hafnastétt 13 verði rýmkuð, né að byggingareitir verði færðir til, til samræmis við staðsetningu á núverandi húsnæði heldur skuli vera til samræmis við kynnta tillögu.

Hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna að öðru leiti.

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Á 11. fundi hafnanefndar var eftirfarandi bókað:

"Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.
2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni. Hafnanefnd samþykkir ekki að nýtingarhlutfall verði aukið til samræmis við núverandi hús.

2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka. 2.8. Lagt er til að byggingarreitir við hafnarstétt 1, 9, 13, og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits. Hafnanefnd samþykkir ekki að lóðamörk að Hafnastétt 13 verði rýmkuð, né að byggingareitir verði færðir til, til samræmis við staðsetningu á núverandi húsnæði heldur skuli vera til samræmis við kynnta tillögu.

Hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna að öðru leiti."
Forseti bar upp tillögu um að liður 7 og liður 8 yrðu ræddir og bornir upp samhlíða. Tillaga forseta var samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 14. fundur - 14.03.2017

Breytingar á deiliskipulagi norðurhafnar voru auglýstar til almennrar kynningar á síðasta ári. Nokkrar athugasemdir bárust og var afgreiðslu skipulagsins frestað á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 17. janúar s.l.

Á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að felld verði inn í deiliskipulög breytt vegtenging milli hafnarsvæðis og Höfða, þannig að tengingin verði austan athafnasvæðis Eimskips.

Ennfremur hefur Faglausn ehf, f.h. Eignasjóðs Norðurþings, óskað eftir fráviki frá gildandi deiliskipulagi vegna hönnunar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5. Lóðarhafi að Naustagarði 2 hefur óskað eftir auknum byggingarrétti á þeirri lóð þannig að heimiluð verði viðbygging til norðausturs frá núverandi húsi, leyft verði 2ja hæða hús með mænishæð allt að 7,5 m og nýtingarhlutfall verði 0,3.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að eftirfarandi breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis:

1. Minnka lóð, og þar með byggingarrétt, að Naustagarði 6 frá áður kynntri tillögu.
2. Færa inn í skipulagstillöguna breytta vegtengingu milli hafnarsvæðis og Höfða skv. tillögu Mannvits.
3. Fella út byggingarlóðina að Norðurgarði 3 og breyta lóðarmörkum og byggingarskilmálum Norðurgarðs 5 til samræmis við hugmyndir Faglausnar.
4. Skilgreina byggingarrétt vegna mögulegrar viðbyggingar að Naustagarði 2.

Hafnanefnd - 13. fundur - 29.03.2017

Á 14. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Breytingar á deiliskipulagi norðurhafnar voru auglýstar til almennrar kynningar á síðasta ári. Nokkrar athugasemdir bárust og var afgreiðslu skipulagsins frestað á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 17. janúar s.l.

Á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að felld verði inn í deiliskipulög breytt vegtenging milli hafnarsvæðis og Höfða, þannig að tengingin verði austan athafnasvæðis Eimskips.

Ennfremur hefur Faglausn ehf, f.h. Eignasjóðs Norðurþings, óskað eftir fráviki frá gildandi deiliskipulagi vegna hönnunar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5. Lóðarhafi að Naustagarði 2 hefur óskað eftir auknum byggingarrétti á þeirri lóð þannig að heimiluð verði viðbygging til norðausturs frá núverandi húsi, leyft verði 2ja hæða hús með mænishæð allt að 7,5 m og nýtingarhlutfall verði 0,3.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að eftirfarandi breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis:

1. Minnka lóð, og þar með byggingarrétt, að Naustagarði 6 frá áður kynntri tillögu.
2. Færa inn í skipulagstillöguna breytta vegtengingu milli hafnarsvæðis og Höfða skv. tillögu Mannvits.
3. Fella út byggingarlóðina að Norðurgarði 3 og breyta lóðarmörkum og byggingarskilmálum Norðurgarðs 5 til samræmis við hugmyndir Faglausnar.
4. Skilgreina byggingarrétt vegna mögulegrar viðbyggingar að Naustagarði 2."
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skipulagi Norðurhafnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 15. fundur - 04.04.2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum deiliskipulags Norðurhafnar. Skipulagsbreytingin er sett fram sem uppdráttur og sjálfstæð greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingar á skipulagsuppdrætti og greinargerð áður en breytingartillagan verður sett í kynningu.

Hafnanefnd - 14. fundur - 26.04.2017

Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi. - 201610076

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum deiliskipulags Norðurhafnar. Skipulagsbreytingin er sett fram sem uppdráttur og sjálfstæð greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingar á skipulagsuppdrætti og greinargerð áður en breytingartillagan verður sett í kynningu.
Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 16. fundur - 09.05.2017

Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags norðurhafnarsvæðis til samræmis við umræður á fyrri fundum. Breytingin felur f.o.f. í sér:

1. Skilgreiningu nýrrar lóðar að Naustagarði 6 og skilgreining byggingarréttar fyrir lóðina.
2. Breyting byggingarréttar að Naustagarði 2.
3. Niðurfelling lítillar lóðar að Norðurgarði 3.
4. Breytingar lóðarmarka og byggingarréttar á lóðum Norðurgarði nr. 5-7. Ennfremur færast lóðarnúmer niður um eitt þrep vegna niðurfellingar einnar lóðar.
5. Breytt vegtenging frá hafnarsvæði í Laugarbrekku.
6. Skilgreining lóðar undir nýja hafnarvog við Bökugarð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 69. fundur - 16.05.2017

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:


"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017

Nú er lokið kynningu breytinga deiliskipulags Norðurhafnar en athugasemdafresti lauk 14. júlí s.l. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og byggðaráð að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Byggðarráð Norðurþings - 221. fundur - 25.07.2017

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og byggðaráð að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt eins og hún var kynnt."
Byggðarráð samþykkir breytinguna eins og hún var kynnt.

Hafnanefnd - 17. fundur - 06.09.2017

Nú er lokið kynningu breytinga deiliskipulags Norðurhafnar en athugasemdafresti lauk 14. júlí s.l. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar.

Eftirfarandi var bókað á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og byggðaráð að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Hafnanefnd samþykkir breytingu á deiliskipulaginu eins og hún var kynnt og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 72. fundur - 19.09.2017

Á 17. fundi hafnanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Hafnanefnd samþykkir breytingu á deiliskipulaginu eins og hún var kynnt og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók; Soffía.

Breytingin á deiliskipulagi er samþykkt samhljóða.