Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

16. fundur 09. maí 2017 kl. 12:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 6-8

Málsnúmer 201704113Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lágholti 6-8 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

2.Umsókn um byggingarleyfi Meiðavellir

Málsnúmer 201703155Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir þremur ferðaþjónustuhúsum við Meiðavelli skv. meðfylgjandi teikningum og afstöðumynd. Hvert hús um sig er 25,7 m². Fyrir liggur samþykki Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsunum þegar honum hafa borist fullnægjandi gögn.

3.Heimöx, beiðni um að staðsetja torgsöluhús í Ásbyrgi.

Málsnúmer 201705071Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að flytja söluhús Heimaxar frá versluninni Ásbyrgi og staðsetja nær Gljúfrastofu. Fyrir liggur samþykki Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita stöðuleyfi þegar fullnægjandi gögn varðandi staðsetningu húss hafa borist.

4.Umsókn um stækkun á bílastæði við Vallholtsveg 5.

Málsnúmer 201702035Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykkti fyrir stækkun bílastæða á lóðinni. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðu fyrirkomulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun bílastæðisins.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Ketilsbraut 11

Málsnúmer 201610055Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við Ketilsbraut 11. Húsið er 68,2 m² að grunnfleti. Teikningar eru unnar af Önnu Margréti Hauksdóttur arkitekt. Fyrir liggur skriflegt samþykki næstu nágranna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

6.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 18-20

Málsnúmer 201704120Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 18-20 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

7.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 14-16

Málsnúmer 201704119Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 14-16 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

8.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 10-12

Málsnúmer 201704118Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 10-12 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

9.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 6-8

Málsnúmer 201704117Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 6-8 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

10.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 2-4

Málsnúmer 201704116Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 2-4 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

11.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 10-12

Málsnúmer 201704115Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lágholti 10-12 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

12.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 9-11

Málsnúmer 201704114Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lágholti 9-11 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

13.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut.
Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum stofnunum.
Skipulagsstofnun gerir með bréfi dags. 22. mars athugasemdir við skipulagstillöguna. Stofnunin telur að gera þurfi nánari grein fyrir helstu forsendum skipulagsgerðar sem tengjast fjölgun ferðamanna og þjónustuþörf. Setja þarf skipulagsáformin í samhengi við núverandi stöðu s.s. gistanáttanýtingu og fjölda gististaða og gistirúma sem þegar eru til staðar eða fyrirhuguð. Ennfremur telur stofnunin að setja þurfi fram stefnu um umfang og yfirbragð mannvirkja og starfsemi til nánari útfærslu í deiliskipulagi.
Minjastofnun tilkynnti með bréfi dags. 10. mars að stofnunin gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 7. apríl að ekki væri gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir með bréfi dags. 10. apríl athugasemd við form fyrirhugaðrar byggingar og mögulega skerðingu útsýnis á gatnamótum Héðinsbrautar og Laugarbrekku.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar umsagnir og athugasemdir.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar telur nefndin rétt að gera eftirfarandi breytingar á aðalskipulagstillögunni:
1. Gera grein fyrir núverandi stöðu varðandi fjölda gististaða og gistirýma á Húsavík. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir sínum athugunum þar að lútandi.
2. Skilgreina í greinargerð aðalskipulags að innan lóðarinnar að Héðinsbraut 13 megi að hámarki byggja 1.200 m² með þakhæð allt að 8 m eins og fram kemur í deiliskipulagstillögunni sem kynnt var samhliða aðalskipulagstillögunni.
Vegna athugasemdar Heilbrigðiseftirlits er vísað í umfjöllun um deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með ofangreindum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.

14.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 5-7

Málsnúmer 201704112Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lágholti 5-7 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

15.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 2-4

Málsnúmer 201704111Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lágholti 2-4 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

16.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 1-3

Málsnúmer 201704110Vakta málsnúmer

PCC Seaview Residences ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lágholti 1-3 til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins.

17.Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sækir um stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð.

Málsnúmer 201704109Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð af gerðinni Amomatic SM120, árgerð 2004 á lóð Steinsteypis við Haukamýri. Stöðin mun geta afkastað allt að 120 tonnum á klukkustund. Stöðin er um 50 m á lengd og 50 m á breidd. Mesta hæð er um 12 m. Áætlað er að hávaði í stöðinni geti farið í allt að 65 dB í 100 m fjarlægð. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af stöðinni og starfsleyfi hennar.
Fyrir liggur samningur milli Steinsteypis og Hlaðbær-Colas hf um afnot af lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar fyrir sitt leyti tímabundið stöðuleyfi fyrir malbikunarstöðinni til ársloka 2018.

18.Frágangur úthlutaðra lóða

Málsnúmer 201305024Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðræður sínar við lóðarhafa þeirra tveggja lóða sem gerðar voru sérstakar athugasemdir við á fundi nefndarinnar í mars.

Horft er til þess að hefja framkvæmdir við frágang lóðarinnar að Laugarbrekku 23 í næstu viku. Einnig er horft til þess að hefja framkvæmdir við Stakkholt 2 í maí.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áform um endurbætur lóðanna. Horft er til þess að skoða stöðu frágangs lóðanna á fundi nefndarinnar í júní.

19.Sýslumaður óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Hreiðrið, The Nest, Raufarhöfn

Málsnúmer 201704091Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um leyfi til sölu gistingar í Hreiðrinu að Aðalbraut 16 á Raufarhöfn.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfi í Hreiðrinu.

20.Val ehf. f.h. Fjaran, Húsavík, óskar eftir að setja rennihurð í stað glugga á suðurstafni Fjörunnar.

Málsnúmer 201704108Vakta málsnúmer

Óskað var eftir leyfi til að setja rennihurð í stað glugga á suðurstafni Naustagarðs 2.

Erindið var móttekið og samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 27. apríl 2017.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þessa afgreiðslu byggingarfulltrúa.

21.Umsókn Olíudreifingar ehf. um olíubirgðastöð á Húsavík (Norðurþingi)

Málsnúmer 201704015Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun óskar umsagnar Norðurþings um starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar að Höfða 10 á Húsavík
Í gildi er deiliskipulag af svæðinu þar sem verið hefur olíubirgðastöð um áratugaskeið. Lóð Olíudreifingar var skert með deiliskipulagsbreytingu sem gerð var vegna jarðgangagerðar í Húsavíkurhöfða. Unnið er að breytingu deiliskipulags þar sem horft er til þess að auka að nýju athafnarými Olíudreifingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um rekstur olíubirgðastöðvar á athafnasvæði Olíudreifingar.

22.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags norðurhafnarsvæðis til samræmis við umræður á fyrri fundum. Breytingin felur f.o.f. í sér:

1. Skilgreiningu nýrrar lóðar að Naustagarði 6 og skilgreining byggingarréttar fyrir lóðina.
2. Breyting byggingarréttar að Naustagarði 2.
3. Niðurfelling lítillar lóðar að Norðurgarði 3.
4. Breytingar lóðarmarka og byggingarréttar á lóðum Norðurgarði nr. 5-7. Ennfremur færast lóðarnúmer niður um eitt þrep vegna niðurfellingar einnar lóðar.
5. Breytt vegtenging frá hafnarsvæði í Laugarbrekku.
6. Skilgreining lóðar undir nýja hafnarvog við Bökugarð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

23.Breyting deiliskipulags Höfðavegar

Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags Höfðavegar.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum:
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir athugasemdir með bréfi dags. 10. apríl.
1.1: HNE telur að svo löng bygging væri í andstöðu við eldri byggingar og valdi þannig neikvæðum sjónrænum áhrifum.
1.2: Einnig telur HNE að hætta gæti skapast í umferð vegna skerðingar útsýnis við Héðinsbraut og Laugarbrekku.

Sigurgeir Stefánsson og Ásdís Jónsdóttir gera með bréfi dags. 12. apríl eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna:
2.1: Andmælt er stækkun lóðar að Höfðavegi 6.
2.2: Því er andmælt að sett sé fjölbýlishús og gistiheimili inn í gamalt gróið hverfi þar sem fyrir eru aðeins einbýlis- og parhús.
2.3: Gerð er athugasemd við að skipulagstillaga sýni hugmynd að húsi sem sé 2-3 m lægra en heimilt er að byggja skv. skipulagstillögunni.
2.4: Skipulagstillaga þjóni aðeins þörfum framkvæmdaðila vegna gistiheimilis að Héðinsbraut 13 og Höfðavegar 6.
2.5: Óskað er skýringar á því hversvegna opnað er á að leyfa annað en einstaklingsíbúðir að Höfðavegi 6.
2.6: Þess er óskað að deiliskipulagi verði breytt þannig að aðeins verði byggð einbýlishús eða tvíbýlishús sem lágmarki röskun í gamalgrónu hverfi.
Minjastofnun tilkynnti með bréfi dags. 9. mars að ekki væru gerðar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 7. apríl að ekki væru gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir.
1.1: Til að bregðast við mögulegum neikvæðum áhrifum vegna lengdar byggingar að Héðinsbraut 13 er sérstaklega tiltekin krafa í deiliskipulagstillögunni um uppbrot útveggjar sem snýr að Héðinsbraut. Skipulagstillagan heimilar einnig að byggð verði tvö aðskilin hús á lóðinni. Þannig telur nefndin að unnt sé að koma í veg fyrir langan einsleitan útvegg. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta deiliskipulagi vegna athugasemdarinnar.
1.2: Byggingarreitur húss að Héðinsbraut 13 er teiknaður 7,5 m frá Héðinsbraut og 8 m frá Laugarbrekku. Nefndin telur því ekki að hús á lóðinni muni skyggja verulega á útsýni á gatnamótunum. Nefndin telur rétt að færa inn í greinargerð deiliskipulags að miða skuli frágang lóðar á gatnamótum Laugarbrekku og Héðinsbrautar við að ekki skerði umtalsvert útsýni á gatnamótunum.
2.1: Lóðin að Höfðavegi 6 er stækkuð með því að fella bílastæði inn í lóðina ásamt tilfærslu á götu. Lóðinni er einnig hliðrað þannig að opið svæði milli lóða Laugarbrekku og Höfðavegar stækkar frá núgildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfalli lóðar er haldið óbreyttu og þannig heimilar deiliskipulagið aukið byggingarmagn á lóðinni. Nefndin telur þó að nýtingarhlutfall upp á 0,4 fyrir fjölbýlishús á einni hæð teljist hóflegt. Nefndin telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
2.2: Núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni að Höfðavegi 6 og því ekki um breytingu að ræða. Héðinsbraut 13 stendur á verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi og fellur gistiheimili innan þeirrar landnotkunar. Nefndin telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
2.3: Nefndin telur að skýringarmynd á deiliskipulagsuppdrætti sem sýnir "mögulegt form nýrrar byggingar" geta varla talist verulega villandi. Henni er ætlað að sýna útlínur tveggja hæða hús, um 6,5 m hátt, sem væntanlegur lóðarhafi hefur áhuga á að byggja á lóðinni. Nefndin telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
2.4: Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar því að skipulagstillagan þjóni aðeins þörfum framkvæmdaðila að Héðinsbraut 13 og Höfðavegi 6. Frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Höfðaveg 6 eru ekki veruleg. Skipulagsbreyting að Héðinsbraut 13 miðar að því að sameina tvær lóðir til að unnt sé að byggja stærra þjónustuhúsnæði við aðalgötu bæjarins.
2.5: Lóðin að Höfðavegi 6 er stækkuð um 29% án þess að nýtingarhlutfalli sé breytt. Það þýðir að byggja megi allt að 495 m² húsnæði fyrir sex íbúðir á einni hæð á lóðinni. Hver íbúð gæti því orðið ríflega 80 m². Nefndin telur ekki rétt að skilgreina þær íbúðir sem heimilað verður að byggja á lóðinni sem "einstaklingsíbúðir".
2.6: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að tillaga að deiliskipulagi sem hér er til umfjöllunar sé skynsamleg. Breytingin felur vissulega í sér aukið byggingarmagn á afmörkuðu svæði, en nefndin telur einmitt þéttingu byggðarinnar skynsamlega. Ennfremur er það í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að stuðla að uppbyggingu lítilla íbúða á Húsavík. Nefndin er því ekki reiðubúin að falla frá áformum sem felast í skipulagstillögunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar samsvarandi breyting aðalskipulags hefur öðlast gildi.

Fundi slitið - kl. 14:45.