Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sækir um stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð.
Málsnúmer 201704109
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 16. fundur - 09.05.2017
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð af gerðinni Amomatic SM120, árgerð 2004 á lóð Steinsteypis við Haukamýri. Stöðin mun geta afkastað allt að 120 tonnum á klukkustund. Stöðin er um 50 m á lengd og 50 m á breidd. Mesta hæð er um 12 m. Áætlað er að hávaði í stöðinni geti farið í allt að 65 dB í 100 m fjarlægð. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af stöðinni og starfsleyfi hennar.
Fyrir liggur samningur milli Steinsteypis og Hlaðbær-Colas hf um afnot af lóðinni.
Fyrir liggur samningur milli Steinsteypis og Hlaðbær-Colas hf um afnot af lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar fyrir sitt leyti tímabundið stöðuleyfi fyrir malbikunarstöðinni til ársloka 2018.