Fara í efni

Breyting deiliskipulags Höfðavegar

Málsnúmer 201611081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 9. fundur - 15.11.2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og breytingu deiliskipulags fyrir Höfðaveg. Ennfremur kynnti hann drög að breytingum deiliskipulags Höfðavegar sem unnin voru af Landslagi. Breytingartillagan gerir ráð fyrir tengingu Höfðavegar við Laugarbrekku, niðurrif Héðinsbrautar 15, tilfærslu lóðarmarka og byggingarreits að Höfðavegi 7 og sameiningu lóða við Héðinsbraut. Skipulagstillögunni fylgir þrívíddarmynd til skýringar af mögulegri breyttri götumynd við Héðinsbraut.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að deiliskipulagsbreytingu á opnum fundi skv. ákvæðum skipulagslaga.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa.

Sveitarstjórn Norðurþings - 62. fundur - 22.11.2016

Á 9. fundi skipulags- og umhverfisnefndar kynnti skipulags- og byggingafulltrúi sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og breytingu deiliskipulags fyrir Höfðaveg. Ennfremur kynnti hann drög að breytingum deiliskipulags Höfðavegar sem unnin voru af Landslagi. Breytingartillagan gerir ráð fyrir tengingu Höfðavegar við Laugarbrekku, niðurrif Héðinsbrautar 15, tilfærslu lóðarmarka og byggingarreits að Höfðavegi 7 og sameiningu lóða við Héðinsbraut. Skipulagstillögunni fylgir þrívíddarmynd til skýringar af mögulegri breyttri götumynd við Héðinsbraut.
Eftirfarandi var bókun nefndarainnar:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að deiliskipulagsbreytingu á opnum fundi skv. ákvæðum skipulagslaga.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa."
Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.

Til máls tóku: Jónas og Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 11. fundur - 13.12.2016

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og deiliskipulags við Höfðaveg og Héðinsbraut. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Skipulagsstofnun, bréf dags. 2. desember: Ástæða er til að huga að húsvernd á svæðinu og fjalla nánar um fyrirætlanir um niðurrif og viðbyggingar eldri húsa í skipulagstillögunum.
2. Minjastofnun, bréf dags. 2. desember: Minnt er á að tillaga að breytingu deiliskipulags muni fjalla um mögulegar breytingar á friðuðu húsi að Héðinsbraut 3 (Hlöðufelli). Fyrirhuguð viðbygging við Héðinsbraut 3 þarf að falla að hinu friðaða húsi m.t.t. hlutfalla og útlits og ekki bera það ofurliði. Breytingar á Héðinsbraut 3 eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands. Tillaga að breytingu deiliskipulags þarf að koma til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands.
3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dags. 5. desember: Það er mat Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að svo löng hótelbygging eins og kynnt er í gögnum á sameinaðri lóð við Héðinsbraut sé í andstöðu við eldri byggingar og valda neikvæðum sjónrænum áhrifum.
4. Umhverfisstofnun, bréf dags. 7. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.
5. Vegagerðin, tölvupóstur 8. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.
6. Bjarni Þór Björgvinsson, Höfðavegi 7c, tölvupóstur 28. nóvember: Bjarna lýst illa á að búa til óþarfa umferð um Höfðaveg eins og hann telur deiliskipulagshugmynd bera með sér.
7. Guðmundur Þráinn Kristjánsson, Höfðavegi 8, tölvupóstur 28. nóvember: Guðmundur lýsir yfir áhyggjum af aukinni umferð um Höfðaveg vegna uppbyggingar gistiheimilis við Héðinsbraut.


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir opnum almennum fundi þann 29. nóvember þar sem skipulagshugmyndir voru kynntar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar þær athugasemdir sem bárust.
Nefndin telur að þær breytingar sem lagðar eru til á deiliskipulagi muni í eðli sínu frekar draga úr umferð um Höfðaveg.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda að nokkru leyti. Skipulagstillagan felur í sér að aðkoma að lóð gistiheimilis verður frá Héðinsbraut en ekki Laugabrekku til að draga úr umferð framhjá Laugarbrekku 1. Ennfremur verður ný gata frá Laugarbrekku að Höfðavegi færð fjær Laugarbrekku 1.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3 Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12 skipulagstillöguna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar þær athugasemdir sem bárust. Nefndin telur að þær breytingar sem lagðar eru til á deiliskipulagi muni í eðli sínu frekar draga úr umferð um Höfðaveg. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda að nokkru leyti. Skipulagstillagan felur í sér að aðkoma að lóð gistiheimilis verður frá Héðinsbraut en ekki Laugabrekku til að draga úr umferð framhjá Laugarbrekku 1. Ennfremur verður ný gata frá Laugarbrekku að Höfðavegi færð fjær Laugarbrekku 1. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3 Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12 skipulagstillöguna."
Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 13. fundur - 14.02.2017

Á fundi sínum þann 13. desember s.l. samþykkti sveitarstjórn að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Höfðavegar. Í ljósi þess að Skipulagsstofnun taldi að laga þyrfti samsvarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún yrði auglýst hefur dregist að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nú hafa verið unnar nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni sem f.o.f. snúa að því að brjóta upp útlit fyrirhugaðs húss að Héðinsbraut 13. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir að breytingu deiliskipulagstillögunnar til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði þannig auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna skipulagstillöguna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3, Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12.
Örlygur vék af fundi við þessa umfjöllun.

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sínum þann 13. desember s.l. samþykkti sveitarstjórn að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Höfðavegar. Í ljósi þess að Skipulagsstofnun taldi að laga þyrfti samsvarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún yrði auglýst hefur dregist að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nú hafa verið unnar nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni sem f.o.f. snúa að því að brjóta upp útlit fyrirhugaðs húss að Héðinsbraut 13. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir að breytingu deiliskipulagstillögunnar til auglýsingar."
Ennfremur bókaði nefndin:
"Skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði þannig auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna skipulagstillöguna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3, Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12. Örlygur vék af fundi við þessa umfjöllun."
Örlygur vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku: Gunnlaugur og Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 16. fundur - 09.05.2017

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags Höfðavegar.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum:
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir athugasemdir með bréfi dags. 10. apríl.
1.1: HNE telur að svo löng bygging væri í andstöðu við eldri byggingar og valdi þannig neikvæðum sjónrænum áhrifum.
1.2: Einnig telur HNE að hætta gæti skapast í umferð vegna skerðingar útsýnis við Héðinsbraut og Laugarbrekku.

Sigurgeir Stefánsson og Ásdís Jónsdóttir gera með bréfi dags. 12. apríl eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna:
2.1: Andmælt er stækkun lóðar að Höfðavegi 6.
2.2: Því er andmælt að sett sé fjölbýlishús og gistiheimili inn í gamalt gróið hverfi þar sem fyrir eru aðeins einbýlis- og parhús.
2.3: Gerð er athugasemd við að skipulagstillaga sýni hugmynd að húsi sem sé 2-3 m lægra en heimilt er að byggja skv. skipulagstillögunni.
2.4: Skipulagstillaga þjóni aðeins þörfum framkvæmdaðila vegna gistiheimilis að Héðinsbraut 13 og Höfðavegar 6.
2.5: Óskað er skýringar á því hversvegna opnað er á að leyfa annað en einstaklingsíbúðir að Höfðavegi 6.
2.6: Þess er óskað að deiliskipulagi verði breytt þannig að aðeins verði byggð einbýlishús eða tvíbýlishús sem lágmarki röskun í gamalgrónu hverfi.
Minjastofnun tilkynnti með bréfi dags. 9. mars að ekki væru gerðar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 7. apríl að ekki væru gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir.
1.1: Til að bregðast við mögulegum neikvæðum áhrifum vegna lengdar byggingar að Héðinsbraut 13 er sérstaklega tiltekin krafa í deiliskipulagstillögunni um uppbrot útveggjar sem snýr að Héðinsbraut. Skipulagstillagan heimilar einnig að byggð verði tvö aðskilin hús á lóðinni. Þannig telur nefndin að unnt sé að koma í veg fyrir langan einsleitan útvegg. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta deiliskipulagi vegna athugasemdarinnar.
1.2: Byggingarreitur húss að Héðinsbraut 13 er teiknaður 7,5 m frá Héðinsbraut og 8 m frá Laugarbrekku. Nefndin telur því ekki að hús á lóðinni muni skyggja verulega á útsýni á gatnamótunum. Nefndin telur rétt að færa inn í greinargerð deiliskipulags að miða skuli frágang lóðar á gatnamótum Laugarbrekku og Héðinsbrautar við að ekki skerði umtalsvert útsýni á gatnamótunum.
2.1: Lóðin að Höfðavegi 6 er stækkuð með því að fella bílastæði inn í lóðina ásamt tilfærslu á götu. Lóðinni er einnig hliðrað þannig að opið svæði milli lóða Laugarbrekku og Höfðavegar stækkar frá núgildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfalli lóðar er haldið óbreyttu og þannig heimilar deiliskipulagið aukið byggingarmagn á lóðinni. Nefndin telur þó að nýtingarhlutfall upp á 0,4 fyrir fjölbýlishús á einni hæð teljist hóflegt. Nefndin telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
2.2: Núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni að Höfðavegi 6 og því ekki um breytingu að ræða. Héðinsbraut 13 stendur á verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi og fellur gistiheimili innan þeirrar landnotkunar. Nefndin telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
2.3: Nefndin telur að skýringarmynd á deiliskipulagsuppdrætti sem sýnir "mögulegt form nýrrar byggingar" geta varla talist verulega villandi. Henni er ætlað að sýna útlínur tveggja hæða hús, um 6,5 m hátt, sem væntanlegur lóðarhafi hefur áhuga á að byggja á lóðinni. Nefndin telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
2.4: Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar því að skipulagstillagan þjóni aðeins þörfum framkvæmdaðila að Héðinsbraut 13 og Höfðavegi 6. Frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Höfðaveg 6 eru ekki veruleg. Skipulagsbreyting að Héðinsbraut 13 miðar að því að sameina tvær lóðir til að unnt sé að byggja stærra þjónustuhúsnæði við aðalgötu bæjarins.
2.5: Lóðin að Höfðavegi 6 er stækkuð um 29% án þess að nýtingarhlutfalli sé breytt. Það þýðir að byggja megi allt að 495 m² húsnæði fyrir sex íbúðir á einni hæð á lóðinni. Hver íbúð gæti því orðið ríflega 80 m². Nefndin telur ekki rétt að skilgreina þær íbúðir sem heimilað verður að byggja á lóðinni sem "einstaklingsíbúðir".
2.6: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að tillaga að deiliskipulagi sem hér er til umfjöllunar sé skynsamleg. Breytingin felur vissulega í sér aukið byggingarmagn á afmörkuðu svæði, en nefndin telur einmitt þéttingu byggðarinnar skynsamlega. Ennfremur er það í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að stuðla að uppbyggingu lítilla íbúða á Húsavík. Nefndin er því ekki reiðubúin að falla frá áformum sem felast í skipulagstillögunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar samsvarandi breyting aðalskipulags hefur öðlast gildi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 69. fundur - 16.05.2017

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:


"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar samsvarandi breyting aðalskipulags hefur öðlast gildi."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.