Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut
Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir sínum samskiptum við Skipulagsstofnun og kynnti hugmynd Alta ehf að skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar þjónustusvæðis við Héðinsbraut.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu skv. ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
2.Breyting deiliskipulags Höfðavegar
Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og breytingu deiliskipulags fyrir Höfðaveg. Ennfremur kynnti hann drög að breytingum deiliskipulags Höfðavegar sem unnin voru af Landslagi. Breytingartillagan gerir ráð fyrir tengingu Höfðavegar við Laugarbrekku, niðurrif Héðinsbrautar 15, tilfærslu lóðarmarka og byggingarreits að Höfðavegi 7 og sameiningu lóða við Héðinsbraut. Skipulagstillögunni fylgir þrívíddarmynd til skýringar af mögulegri breyttri götumynd við Héðinsbraut.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að deiliskipulagsbreytingu á opnum fundi skv. ákvæðum skipulagslaga.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa.
3.Umskókn um staðsetningu 25 m2 miðasöluhúss á þaki verbúðar.
Málsnúmer 201609290Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti erindi Húsavík Adventures ehf sem óska eftir leyfi til að reisa 25 m² hús á þaki verbúða að Hafnarstétt 17. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi Hafnanefndar þann 18. október sem hafnaði erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur nýlega endurskoðað deiliskipulag miðhafnarsvæðis þar sem sú afstaða var tekin, að heimila ekki uppbyggingu ofan á þaki verbúða hafnasjóðs. Nefndin er á þessu stigi ekki reiðbúin að breyta þeirri stefnu sem þá var mótuð.
4.Hóll ehf sækir um stækkun athafnarlóðar við Höfða 11
Málsnúmer 201610244Vakta málsnúmer
Óskað er eftir 1.398 m² stækkun lóðarinnar að Höfða 11, inn á geymslusvæði milli Höfða 7 og Höfða 11. Meðfylgjandi umsókn er skýringarmynd. Svæðið sem um ræðir er nú notað sem geymslusvæði á vegum sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti afstöðu framkvæmdadeildar sveitarfélagsins sem leggst gegn því að geymslusvæði sveitarfélagsins verði skert til stækkunar lóðarinnar að Höfða 7.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á lóðarstækkun að Höfða 7 til samræmis við umsókn, í ljósi þess að umrætt svæði er í notkun hjá öðrum aðila.
5.Íbúðir fyrir starfsmenn PCC í Holtahverfi - Framlengd beiðni
Málsnúmer 201611016Vakta málsnúmer
PCC Seaview Residences ehf óska eftir að svæði E í deiliskipulagi Holtahverfis verði áfram tekið frá vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar fyrirtækisins. Óskað er eftir að fyrri lóðarráðstöfun verði framlengd um sex mánuði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrri samningur við PCC Seaview Residences um svæði E í Holtahverfi verði framlengdur til loka febrúar 2017.
6.Norðurþing plastpokalaust samfélag
Málsnúmer 201609312Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 29. september s.l. skora nokkrir einstaklingar á sveitarstjórn Norðurþings að gera Norðurþing að plastpokalausu samfélagi frá og með 1. janúar 2017. Á fundi sínum þann 18. október s.l. fjallaði sveitarstjórn um málið og vísaði því til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipaður verði þriggja manna starfshópur um verkefnið. Nefndin leggur til að hann verði skipaður Sif Jóhannesdóttur formanni skipulags- og umhverfisnefndar, Smára Lúðvíkssyni garðyrkjustjóra Norðurþings ,auk eins fulltrúa íbúa. Starfshópurinn kalli svo eftir þörfum til aðra hagsmunaaðila.
7.Örlygur Hnefill sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Gistiheimili Húsavíkur
Málsnúmer 201610053Vakta málsnúmer
Óskað er umsagnar um endurnýjun leyfis til reksturs hótels að Höfða 24b
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um rekstur hótels að Höfða 24b.
8.Útgáfa landsskipulagsstefnu 2015-2026
Málsnúmer 201610079Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti útgáfu Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.
9.Óskað er eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur við Hvalasafnið á Húsavík SES að Hafnarstétt 1
Málsnúmer 201611084Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 9. nóvember 2016 óskar Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík, eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur um Hafnarstétt 1 til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarleigusamningur um Hafnarstétt 1 til samræmis við ákvæði gildandi deiliskipulags.
10.Hildur Óladóttir sækir um lóðastækkun að Bakkagötu 3 Kópaskeri
Málsnúmer 201611091Vakta málsnúmer
Óskað er eftir stækkun lóðar við Bakkagötu 5, Mela, um 15 m til suðurs og 6 m til vesturs eins og nánar er sýnt á teikningum. Jafnframt yrði aðgengi að lóðinni frá Bakkagötu en ekki Klifagötu eins og er í dag.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmynd að lóðarstækkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að hnitsettri lóðarmynd.
11.Umsókn um skilgreiningu lóðar umhverfis lóðarlaust hús, Sviðastöðina að Bakkagötu 7, Kópaskeri
Málsnúmer 201611092Vakta málsnúmer
Óskað er eftir því að skilgreind verði lóð umhverfis Sviðastöðina að Bakkagötu 7. Húsið er lóðarlaust. Fyrirhugað er að byggja skála umhverfis Sviðastöðina sem talin er elsta hús á Kópaskeri. Ætlunin er að varðveita sem best upphaflegu bygginguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir sig reiðubúna að skilgreina lóð utan um húsið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að hnitsettri lóð.
12.Umsókn um óbyggða lóð að Bakkagötu 5, Kópaskeri undir baðaðstöðu.
Málsnúmer 201611093Vakta málsnúmer
Óskað er eftir að fá lóðinni að Bakkagötu 5, þar sem áður stóð Bakki, úthlutað til að koma þar upp baðaðstöðu.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á fram komna hugmynd um nýtingu Bakkagötu 5 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum um fyrirhugaða uppbyggingu.
Fundi slitið - kl. 16:00.