Umsókn um skilgreiningu lóðar umhverfis lóðarlaust hús, Sviðastöðina að Bakkagötu 7, Kópaskeri
Málsnúmer 201611092
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 9. fundur - 15.11.2016
Óskað er eftir því að skilgreind verði lóð umhverfis Sviðastöðina að Bakkagötu 7. Húsið er lóðarlaust. Fyrirhugað er að byggja skála umhverfis Sviðastöðina sem talin er elsta hús á Kópaskeri. Ætlunin er að varðveita sem best upphaflegu bygginguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir sig reiðubúna að skilgreina lóð utan um húsið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að hnitsettri lóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018
Jón Kristján Ólason óskar eftir skilgreiningu lóðar umhverfis Sviðastöðina að Bakkagötu 7 á Kópaskeri. Erindið var áður tekið fyrir á fundi í nóvember 2016. Nú liggur fyrir tillaga að hnitsettum uppdrætti fyrir lóðina.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli lóðaruppdráttar. Lóðin verði látin heita Bakkagata 5.
Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018
Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli lóðaruppdráttar. Lóðin verði látin heita Bakkagata 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli lóðaruppdráttar. Lóðin verði látin heita Bakkagata 5.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.