Umskókn um staðsetningu 25 m2 miðasöluhúss á þaki verbúðar.
Málsnúmer 201609290
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 7. fundur - 17.10.2016
Húsavík Adventures sækir um stöðuleyfi fyrir 25 m2 söluhúsi á þaki verbúðar.
Hafnanefnd hafnar erindinu enda ekki gert ráð fyrir söluhúsi á þaki verbúðanna í skipulagi sveitarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 9. fundur - 15.11.2016
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti erindi Húsavík Adventures ehf sem óska eftir leyfi til að reisa 25 m² hús á þaki verbúða að Hafnarstétt 17. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi Hafnanefndar þann 18. október sem hafnaði erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur nýlega endurskoðað deiliskipulag miðhafnarsvæðis þar sem sú afstaða var tekin, að heimila ekki uppbyggingu ofan á þaki verbúða hafnasjóðs. Nefndin er á þessu stigi ekki reiðbúin að breyta þeirri stefnu sem þá var mótuð.