Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

18. fundur 18. júlí 2017 kl. 13:00 - 17:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um breytingu á byggingarleyfi Stakkholti 12

Málsnúmer 201707085Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykkti fyrir breyttum teikningum að Stakkholti 12 þar sem þakformi og útveggjagerð er breytt frá áður samþykktum teikningum. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna fyrir breytingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur, í samráði við slökkiliðsstjóra, samþykkt breytingarnar með skilyrðum um tilteknar eldvarnir.
Guðmundur vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lágholti 10-12.

Málsnúmer 201707108Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lágholti 9-11.

Málsnúmer 201707106Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lágholti 6-8.

Málsnúmer 201707104Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti. Húsið verður með hefðbundu risþaki. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lágholti 5-7.

Málsnúmer 201707103Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti. Húsið verður með hefðbundu risþaki. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lágholti 2-4.

Málsnúmer 201707102Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lághólti 1-3.

Málsnúmer 201707101Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti. Húsið verður með hefðbundu risþaki. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Hraunholti 18-20.

Málsnúmer 201707100Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti. Húsið verður með hefðbundu risþaki. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Hraunholti 14-16.

Málsnúmer 201707099Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Hraunholti 10-12

Málsnúmer 201707098Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Hraunholti 6-8.

Málsnúmer 201707097Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Hraunholti 2-4

Málsnúmer 201707096Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti auk þess sem 17 m² milliloft fylgir hvorri eign. Þak er einhalla. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

13.Kemâl Erbas sækir um fyrir hönd Landsvirkjunar, að fá að setja niður búnað til þyngdarmælinga.

Málsnúmer 201707087Vakta málsnúmer

Kemâl Erbas óskar eftir því fyrir hönd Landsvirkjunar að fá að reisa búnað til þyngdarmælinga á skíðasvæðinu við Reiðarárhnúk. Áætlað er að búnaðurinn standi til loka október 2018. Búnaðurinn samanstendur af litlum gám (2,4x4,9 m²) auk nokkurs ytri búnaðar eins og nánar er sýnt í gögnum. Meðfylgjandi umsókn er lýsing af búnaði ásamt ljósmyndum og afstöðumynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu búnaðarins.

14.Byggingarfélagið Sandfell ehf. óskar eftir að setja niður fjóra gáma fyrir verkfærageymslu, skrifstofu, kaffistofu, salerni og önnur aðstaða fyrir starfsmenn, til 1. nóvember 2017 eða út verktímann.

Málsnúmer 201707086Vakta málsnúmer

Byggingarfélagið Sandfell óskar eftir afnotum af lóðunum að Hraunholti 1 og 3 til að reisa vinnuaðstöðu vegna uppbyggingar 11 parhúsa. Afnot lóðanna yrðu tímabundin út verktíma við uppbyggingu parhúsanna sem áætlað er að ljúki á yfirstandandi ári.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir afnot lóðanna til áramóta og þær vinnubúðir sem tilgreindar eru í umsókn. Nefndin áréttar að ekki er heimil búseta í vinnubúðum á svæðinu.

15.Heimsókn skipulags- og umhverfisnefndar, að Bakkavegi 2.

Málsnúmer 201707061Vakta málsnúmer

Fundur hófst með heimsókn skipulags- og umhverfisnefndar á skrifstofu PCC BakkiSilicon við Dvergabakka. Þar gerði Erlendur Örn Fjeldsted, byggingarstjóri, grein fyrir stöðu framkvæmda innan lóðar PCC að Bakkavegi 2. Farið var yfir þau byggingarleyfi sem veitt hafa verið innan lóðarinnar. Búið er að veita byggingarleyfi fyrir flestum mannvirkjum sem til stendur að reisa, en þó er ekki komið byggingarleyfi fyrir nokkrum minni mannvirkjum þar sem hönnun er ekki að fullu lokið.
Í kjölfar kynningar á skrifstofu fór nefndin í fylgd byggingarstjóra um lóðina og skoðaði framkvæmdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynningu á stöðu framkvæmda. Nefndin telur að veitt byggingarleyfi séu í samræmi við ákvæði deiliskipulags og gerir ekki athugasemdir við framgang leyfisveitinga.

16.Hugleiðingar og spurningar um ágengar jurtir í Norðurþingi.

Málsnúmer 201707058Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur borist bréf frá Halldóri Valdimarssyni þar sem óskað er umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar um ágengar jurtir í sveitarfélaginu. Spurt er hvort sveitarfélagið hafi mótað sér stefnu varðandi ágengar jurtir. Stendur til að hefta með einhverju móti framrás lúpínu yfir gróið land? Hefur sveitarfélagið mótað stefnu varðandi útbreiðslu skógarkerfils.

Til fundarins mætti undir þessum lið garðyrkjustjóri Norðurþings, Smári Jónas Lúðvíksson.
Sveitarfélagið lagði talsverða vinnu í það á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar að dreifa lúpínu um illa gróið land umhverfis Húsavík auk þess sem trjám var plantað umhverfis þéttbýlið. Alaskalúpína hefur reynst afar skilvirk við uppgræðslu illa farins lands. Framkvæmd uppgræðslunnar við Húsavík tókst vel og nú er nánasta umhverfi Húsavíkur að mestu fullgróið. Þar með hefur verið bundinn endi á frekara rof þess lands og moldrok hætti að mestu utan framkvæmdasvæða. Náttúrufræðistofnun kortlagði útbreiðslu lúpínu við Húsavík út frá gervituglamynd frá 2011 og taldi að heildarflötur lúpínubreiða á þeim tímapunkti væri um 4,0 km² og ljóst er að útbreiðsla hennar hefur vaxið töluvert síðan. Útbreiðsla alaskalúpínu við Húsavík er orðin þvílík að óskynsamlegt verður að teljast að reyna að hefta allan framgang hennar í bæjarlandinu. Á hinn bóginn er ljóst að lúpínan er allvíða að sækja inn í gamalgróin berjalönd og ætti að vera hægt að hefta framgang hennar á afmörkuðum svæðum með samstilltu átaki.

Útbreiðsla skógarkerfils og spánarkerfils hefur vaxið hröðum skrefum í nágrenni Húsavíkur á undanförnum áratug. Á fundi nefndarinnar þann 14. júní 2016 lagði skipulags- og umhverfisnefnd það til við framkvæmdanefnd að unnið yrði að útrýmingu kerfils við gróðurstöð sveitarfélagsins við Ásgarðsveg og jafnframt yrði útbreiðsla kerfils á og við Húsavík kortlögð árið 2016. Síðan þá hefur kerfillinn ítrekað verið sleginn við gróðurhúsin en kortlagningu útbreiðslu hans er ekki lokið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að reynt verði að takmarka útbreiðslu kerfilstegundanna tveggja í landi Norðurþings sem kostur er með það að langtíma markmiði að útrýma þeim úr bæjarlandinu. Til að svo megi verða þarf að áætla árlega fjármuni til verksins. Jafnframt leggur nefndin til að íbúar Norðurþings verði hvattir til að uppræta kerfil í sínu nágrenni og bjóða þeim lán á verkfærum til sláttar á kerfli. Ennfremur verði íbúar hvattir til að hindra framgang lúpínu þar sem hún stefnir í að leggja undir sig berjalönd eða annað mikilvægt gróðurlendi.


17.Umsókn um byggingarleyfi í Hólsseli fyrir sjö gistiherbergi og að breyta vélageymslu í matsal.

Málsnúmer 201707057Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir sjö herbergja gistihúsi sem þegar hefur verið reist í Hólsseli. Fyrir liggur teikning unnin af Árna G Kristjánssyni hjá Eflu Verkfræðistofu. Alls er birt flatarmál hússins 175,7 m² og rúmmál 570,8 m3. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur skoðað mannvirkið og breytingar sem gerðar hafa verið á eldri byggingum í Hólsseli þar sem vélageymslu hefur verið breytt í matsal og íbúðarhúsi verið breytt í gistiheimili.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar að framkvæmdir hafi verið komnar svo langt án byggingarleyfis. Nefndin fellst þó á byggingarleyfi fyrir gistihúsinu með fyrirvara um að tvö herbergi verði innréttuð með þarfir hreyfihamlaðra í huga sbr. ákvæði greinar 6.10.3 í byggingarreglugerð.

18.Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2018

Málsnúmer 201707002Vakta málsnúmer

Fljótsdalshérað leggur fram til kynningar skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem frístundabyggðarsvæði að Davíðsstöðum er minnkað verulega.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings telur ekki tilefni til að koma á framfæri sjónarmiðum vegna skipulagslýsingarinnar.

19.Óska eftir stækkun lóðar á Uppsalavegi 13

Málsnúmer 201703050Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stækkun lóðar að Uppsalavegi 13. Erindi var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 14. mars s.l. og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa tillögu að breyttu lóðarblaði. Nú liggur fyrir tillaga að hnitsettu lóðarblaði sem skilgreinir 915 m² lóð umhverfis húsið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að umsækjendum verið veitt lóðarstækkun eins og fyrirliggjandi lóðarteikning sýnir.

20.Sýslumaður óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Vökuholt, veiðihús.

Málsnúmer 201706192Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn vegna veitingar rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki IV í Vökuholti.
Skipulags- og umhverfisnefnd, f.h. Norðurþings, veitir jákvæða umsögn um erindið.

21.Vinnuvélar Eyþórs ehf. sækir um lóð að Höfða 14.

Málsnúmer 201706133Vakta málsnúmer

Vinnuvélar Eyþórs ehf óska eftir að fá byggingarlóðinni að Höfða 14 úthlutað til uppbyggingar skemmu hliðstæðrar þeirri sem fyrirtækið á að Höfða 12.
Sem stendur er lóðin að Höfða 14 frátekin vegna vinnubúða verktaka við vega- og hafnargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að Vinnuvélum Eyþórs verði úthlutað lóðinni þegar vinnubúðir hafa verið fjarlægðar af lóðinni.

22.Klifshagi I ehf. óskar eftir breytingu á skráningu úr einbýlishúsi til eigin nota í gististað í flokki II, að hluta til.

Málsnúmer 201706075Vakta málsnúmer

Óskað er eftir breyttri skráningu einbýlishússins að Klifshaga I í gistihús.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til athugasemdafrestur er liðinn í grenndarkynningu sem tilgreind er hér að ofan.

23.Fannar Helgi Þorvaldsson, f.h. Rifós hf., sækir um byggingarleyfi fyrir fjögur stykki eldisker á lóð fyrirtækisins að Lóni í Kelduhverfi.

Málsnúmer 201706082Vakta málsnúmer

Óskað er byggingarleyfis fyrir fjögur eldisker á lóð fyrirtækisins SA af Seiðastöð. Fyrir liggja afstöðumynd unnin af Þorvaldi Vestmann Magnússyni auk burðvirkisteikninga frá Mannviti.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur kerin til samræmis við ákvæði deiliskipulags og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir kerjunum.

24.Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi, Klifshaga 1.

Málsnúmer 201706176Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Klifshaga 1 í Öxarfirði. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sem hann hefur sent á nágranna að Klifshaga 2 til grenndarkynningar. Þar er óskað eftir að nágrannar komi sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri fyrir 26. júlí n.k. áður en skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings tekur afstöðu til erindis sýslumanns.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og frestar afgreiðslu erindis þar til athugasemdafrestur grenndarkynningar er liðinn.

25.Umhverfisstefna Norðurþings.

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Umtalsverð vinna hefur verið unnin við mótun umhverfisstefnu fyrir Norðurþing á síðustu árum, án þess að stefna hafi formlega verið staðfest. Síðan síðast var unnið að mótun umhverfisstefnu hafa orðið verulegar mannabreytingar á umhverfistengdum nefndum sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því upp með að móta einfalda en skýra stefnu.
Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar þess að garðyrkjustjóri ásamt formanni umhverfisnefndar útbúi fyrstu drög að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið til skoðunar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í september.

26.Deiliskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.

Málsnúmer 201707066Vakta málsnúmer

VERKÍS, f.h. Fiskeldis Austfjarða, hefur lagt fram tillögu að sameiginlegri matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags fyrir fiskeldisstöð syðst á Röndinni á Kópaskeri eins og nánar er farið yfir hér að ofan.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram.

27.Aðalskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.

Málsnúmer 201707065Vakta málsnúmer

VERKÍS, f.h. Fiskeldis Austfjarða, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Hugmynd að aðalskipulagsbreytingu felur í sér að breyta hluta athafnasvæðis syðst á Röndinni í iðnaðarsvæði þar sem gert sé ráð fyrir uppbyggingu fiskeldis. Tillaga að deiliskipulagi mun svo miða að uppbyggingu laxeldisstöðvar fyrir um 2.000 tonnum af laxfiskum á landi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni sé líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri og það sé vel. Nefndin telur tillögu að skipulagslýsingu skýra og leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og óskað umsagnar um hana til þeirra umsagnaraðila sem tilgreindir eru.

28.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytinga deiliskipulags Norðurhafnar en athugasemdafresti lauk 14. júlí s.l. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og byggðaráð að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:15.