Deiliskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.
Málsnúmer 201707066
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
VERKÍS, f.h. Fiskeldis Austfjarða, hefur lagt fram tillögu að sameiginlegri matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags fyrir fiskeldisstöð syðst á Röndinni á Kópaskeri eins og nánar er farið yfir hér að ofan.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram.
Byggðarráð Norðurþings - 221. fundur - 25.07.2017
Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram."
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram."
Byggðarráð samþykkir breytinguna eins og hún var kynnt.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 21. fundur - 17.10.2017
Nú er liðinn athugasemdafrestur við skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerðar nýs deiliskipulags vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Athugasemdir og ábendingar voru allar bókaðar í tengslum við aðalskipulagsbreytingu hér að ofan.
Tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga við vinnslu skipulagstillagna.