Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Aðalskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.
Málsnúmer 201707065Vakta málsnúmer
Nú er liðinn athugasemdafrestur við skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerðar nýs deiliskipulags vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Athugasemdir og ábendingar bárust frá eftirtöldum aðilum:
a) Veðurstofu Íslands dags. 5/10. Í bréfi sínu minnir veðurstofan á hættu af stórviðrum og á sjávarflóðum. Farið er yfir helstu þekktu sjávarflóð í kjölfar ofviðra á Norðurlandi. Einnig er komið inn á jarðskjálftaáhrif.
b) Minjastofnun Íslands dags. 22/9. Minjastofnun minnir á að skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 þarf að skrá menningarminjar á vettvangi skv. stöðlum Minjastofnunar Íslands áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi.
c) Lögfræðiþjónusta Sigurðar Sigurjónssonar f.h. eigenda Brekku, dags. 13/9. Eigendur Brekku óttast að vatnstaka til stöðvarinnar gæti þurrkað upp svæði og þar með spillt votlendi. Sérstaklega þurfi að huga að því við vatnstökuna að spilla ekki votlendi. Einnig kemur fram að eigendur Brekku óttast mengun frá fráveitu fiskeldis muni skaða umhverfi, þ.m.t. kunni fráveita að skila sér inn í höfnina.
d) Samgöngustofa dags. 6/9. Samgöngustofa óskar eftir því ekki verði skyggt á leiðarmerki frá sjó og að þess verði gætt að ekki verði sett upp ljós eða önnur merki sem villt geta um fyrir sjófarendum. Haft verði samráð við Vegagerðina sé leiðarmerkjum breytt eða ný sett upp.
e) Orkustofnun, tölvupóstur dags. 14/9: Orkustofnun bendir á að vatnsöflun, borholusjór fyrir umrædda fiskeldisstöð, er eftir atvikum leyfisskyld með vísan til ákvæða laga um rannsóknir og nýtingum á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
f) Vegagerðin, tölvupóstur dags. 2/10: Vegagerðin telur að athuga þurfi hvort hætta sé á uppsöfnun úrgangs í höfninni vegna fráveitu.
a) Veðurstofu Íslands dags. 5/10. Í bréfi sínu minnir veðurstofan á hættu af stórviðrum og á sjávarflóðum. Farið er yfir helstu þekktu sjávarflóð í kjölfar ofviðra á Norðurlandi. Einnig er komið inn á jarðskjálftaáhrif.
b) Minjastofnun Íslands dags. 22/9. Minjastofnun minnir á að skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 þarf að skrá menningarminjar á vettvangi skv. stöðlum Minjastofnunar Íslands áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi.
c) Lögfræðiþjónusta Sigurðar Sigurjónssonar f.h. eigenda Brekku, dags. 13/9. Eigendur Brekku óttast að vatnstaka til stöðvarinnar gæti þurrkað upp svæði og þar með spillt votlendi. Sérstaklega þurfi að huga að því við vatnstökuna að spilla ekki votlendi. Einnig kemur fram að eigendur Brekku óttast mengun frá fráveitu fiskeldis muni skaða umhverfi, þ.m.t. kunni fráveita að skila sér inn í höfnina.
d) Samgöngustofa dags. 6/9. Samgöngustofa óskar eftir því ekki verði skyggt á leiðarmerki frá sjó og að þess verði gætt að ekki verði sett upp ljós eða önnur merki sem villt geta um fyrir sjófarendum. Haft verði samráð við Vegagerðina sé leiðarmerkjum breytt eða ný sett upp.
e) Orkustofnun, tölvupóstur dags. 14/9: Orkustofnun bendir á að vatnsöflun, borholusjór fyrir umrædda fiskeldisstöð, er eftir atvikum leyfisskyld með vísan til ákvæða laga um rannsóknir og nýtingum á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
f) Vegagerðin, tölvupóstur dags. 2/10: Vegagerðin telur að athuga þurfi hvort hætta sé á uppsöfnun úrgangs í höfninni vegna fráveitu.
2.Deiliskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.
Málsnúmer 201707066Vakta málsnúmer
Nú er liðinn athugasemdafrestur við skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerðar nýs deiliskipulags vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Athugasemdir og ábendingar voru allar bókaðar í tengslum við aðalskipulagsbreytingu hér að ofan.
Tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga við vinnslu skipulagstillagna.
3.Kristinn J. Ásgrímsson sækir um lóðina að Stakkholti 5.
Málsnúmer 201709096Vakta málsnúmer
Kristinn J. Ásgrímsson óskar eftir lóðinni að Stakkholti 5 til uppbyggingar einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Kristni verði úthlutað lóðinni.
4.Júlíus Jónasson óskar eftir að byggja tunnulaga geymsluhús, tengt svölum, við hús sitt að Höfðavegi 18.
Málsnúmer 201709147Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að setja upp lítið tunnulaga geymsluhús og hringstiga við svalir að Höfðavegi 18. Fyrir liggja rissmyndir af mannvirkjunum sem og undirskrifað samþykki helstu nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á fyrirhuguð mannvirki.
5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi, Saltvík ehf.
Málsnúmer 201710024Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir "minna gistiheimili" til sölu gistingar í allt að 35 rúmum í Saltvík.
Óljóst er í umsókn í hvaða húsum ætlunin er að koma fyrir 35 gistiplássum. Ekki verður séð að 35 manns geti gist í "minna gistiheimili" skv. reglugerð nr. 1277/2016. Skipulags- og umhverfisnefnd fer því fram á ítarlegri upplýsingar frá umsækjanda um þá aðstöðu sem fyrirhugað er að leigja út áður en afstaða er tekin til erindisins.
6.Sýslumaðurinn á Norðulandi eystra óskar eftir umsögn um rekstarleyfi, Verslunin Ásbyrgi ehf.
Málsnúmer 201710027Vakta málsnúmer
Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu veitinga í versluninni Ásbyrgi í Kelduhverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.
7.Bjarni Þór Björgvinsson sækir um lóðina að Hraunholti 32
Málsnúmer 201710029Vakta málsnúmer
Bjarni Þór Björgvinsson óskar eftir að fá lóðinni að Hraunholti 32 úthlutað til uppbyggingar einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Bjarna Þór verði úthlutað lóðinni.
8.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar
Málsnúmer 201610043Vakta málsnúmer
Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi nefndarinnar.
Gerðar voru nokkrar lagfæringar á tillögu að erindibréfi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt með áorðnum breytingum.
9.Fjárhagsáætlun 2018 Skipulags- og byggingarmál
Málsnúmer 201709073Vakta málsnúmer
Skipulags- og Byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun ársins 2018 fyrir bókhaldslykil 09 um skipulags- og byggingarmál.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að tillaga byggingar- og skipulagsfulltrúa verði afgreidd eins og hún var lögð fram.
10.Raufarhöfn og framtíðin óskar eftir að setja skilti og bautasteina niður á Raufarhöfn.
Málsnúmer 201710085Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykkti til að setja niður þrjú skilti hugsuð til upplýsinga fyrir ferðamenn. Eitt skiltanna yrði við tjaldsvæði, annað við Breiðablik og það þriðja niður við sjó skammt frá hóteli. Fyrir liggur hönnun á skiltunum.
Ennfremur er óskað samþykkist fyrir uppsetningu tveggja bautasteina við aðkomuna að Raufarhöfn úr suðri.
Ennfremur er óskað samþykkist fyrir uppsetningu tveggja bautasteina við aðkomuna að Raufarhöfn úr suðri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu skiltanna. Nefndin samþykkir einnig fyrir sitt leiti uppsetningu bautasteinanna, en áréttar að afla þarf samþykkis Vegagerðarinnar fyrir þeim.
11.Trésmiðjan Rein sækir um framlengingu á lóðaúthlutun á lóð að Höfðavegi 6
Málsnúmer 201710115Vakta málsnúmer
Trésmiðjan Rein Óskar eftir endurúthlutun lóðarinnar að Höfðavegi 6 til uppbyggingar lítils fjölbýlishúss til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði endurúthlutað lóðinni að Höfðavegi 6.
12.Trésmiðjan Rein sækir um lóðina að Lyngholti 42-52
Málsnúmer 201710120Vakta málsnúmer
Trésmiðjan Rein Óskar eftir endurúthlutun raðhúsalóðarinnar að Lyngholti 42-52.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.
13.Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna borholu í Ásbyrgi.
Málsnúmer 201710118Vakta málsnúmer
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna borunar kaldavatnsholu í Ásbyrgi. Holunni er ætlað að tryggja framboð neysluvatns á svæðinu. Staðsetning holu var unnin í samráði við ÍSOR og fyrir liggur afstöðumynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti borholuna.
14.Frímann Sveinsson sækir um leyfi til að breyta gluggum að Sólbrekku 7.
Málsnúmer 201709050Vakta málsnúmer
Óskað var eftir leyfi til breytinga glugga á vesturhlið Sólbrekku 7. Fyrir liggur rissmynd af gluggasetningu. Erindið var samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 8. september s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.
15.Val ehf. f.h. eigenda að Baughóli 11, óska eftir að einangra og klæða húsið að utan og skipta um glugga og hurðir.
Málsnúmer 201709077Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að einangra og klæða húsið að Baughóli 11 með láréttu bárustáli. Einnig verði skipt um glugga og hurðir. Erindið var samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 14. september 2017.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.
16.Val ehf. f.h. eigenda að Túngötu 19, óskar eftir að einangra og klæða húsið að utan og skipta um glugga og hurðir.
Málsnúmer 201709076Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að einangra og klæða húsið að Túngötu 19 með múrkerfi. Einnig verði skipt um glugga og hurðir. Erindið var samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 14. september 2017.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 18:00.
h) Umhverfisstofnun dags. 8/9. Að mati umhverfisstofnunar er mikilvægt að gera ráð fyrir förgun úrgangs, vöktun viðtaka, samgönguleiðum og öllu álagi á umhverfið við áætlun fiskeldis. Einnig er mikilvægt að taka tillit til svæðis á náttúruminjaskrá eins og kostur er og raska ekki að óþörfu sjávarseti á svæðinu.
I) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dags. 27/9. Bent er á ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, gr. 5.3.2.14 varðandi umferðarrétt almennings.
Umsagnarbeiðnir voru einnig sendar á Náttúrfræðistofnun Íslands, Fiskistofu og Hitaveitu Öxarfjarðar, en þær stofnanir sendu ekki inn umsagnir.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Tekið verði tillit til þeirra við vinnslu skipulagstillagna.