Fara í efni

Raufarhöfn og framtíðin óskar eftir að setja skilti og bautasteina niður á Raufarhöfn.

Málsnúmer 201710085

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 21. fundur - 17.10.2017

Óskað er eftir samþykkti til að setja niður þrjú skilti hugsuð til upplýsinga fyrir ferðamenn. Eitt skiltanna yrði við tjaldsvæði, annað við Breiðablik og það þriðja niður við sjó skammt frá hóteli. Fyrir liggur hönnun á skiltunum.

Ennfremur er óskað samþykkist fyrir uppsetningu tveggja bautasteina við aðkomuna að Raufarhöfn úr suðri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu skiltanna. Nefndin samþykkir einnig fyrir sitt leiti uppsetningu bautasteinanna, en áréttar að afla þarf samþykkis Vegagerðarinnar fyrir þeim.