Aðalskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.
Málsnúmer 201707065
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
VERKÍS, f.h. Fiskeldis Austfjarða, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Hugmynd að aðalskipulagsbreytingu felur í sér að breyta hluta athafnasvæðis syðst á Röndinni í iðnaðarsvæði þar sem gert sé ráð fyrir uppbyggingu fiskeldis. Tillaga að deiliskipulagi mun svo miða að uppbyggingu laxeldisstöðvar fyrir um 2.000 tonnum af laxfiskum á landi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni sé líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri og það sé vel. Nefndin telur tillögu að skipulagslýsingu skýra og leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og óskað umsagnar um hana til þeirra umsagnaraðila sem tilgreindir eru.
Byggðarráð Norðurþings - 221. fundur - 25.07.2017
Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni sé líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri og það sé vel. Nefndin telur tillögu að skipulagslýsingu skýra og leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og óskað umsagnar um hana til þeirra umsagnaraðila sem tilgreindir eru."
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni sé líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri og það sé vel. Nefndin telur tillögu að skipulagslýsingu skýra og leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og óskað umsagnar um hana til þeirra umsagnaraðila sem tilgreindir eru."
Byggðarráð samþykkir breytinguna eins og hún var kynnt.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 21. fundur - 17.10.2017
Nú er liðinn athugasemdafrestur við skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerðar nýs deiliskipulags vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Athugasemdir og ábendingar bárust frá eftirtöldum aðilum:
a) Veðurstofu Íslands dags. 5/10. Í bréfi sínu minnir veðurstofan á hættu af stórviðrum og á sjávarflóðum. Farið er yfir helstu þekktu sjávarflóð í kjölfar ofviðra á Norðurlandi. Einnig er komið inn á jarðskjálftaáhrif.
b) Minjastofnun Íslands dags. 22/9. Minjastofnun minnir á að skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 þarf að skrá menningarminjar á vettvangi skv. stöðlum Minjastofnunar Íslands áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi.
c) Lögfræðiþjónusta Sigurðar Sigurjónssonar f.h. eigenda Brekku, dags. 13/9. Eigendur Brekku óttast að vatnstaka til stöðvarinnar gæti þurrkað upp svæði og þar með spillt votlendi. Sérstaklega þurfi að huga að því við vatnstökuna að spilla ekki votlendi. Einnig kemur fram að eigendur Brekku óttast mengun frá fráveitu fiskeldis muni skaða umhverfi, þ.m.t. kunni fráveita að skila sér inn í höfnina.
d) Samgöngustofa dags. 6/9. Samgöngustofa óskar eftir því ekki verði skyggt á leiðarmerki frá sjó og að þess verði gætt að ekki verði sett upp ljós eða önnur merki sem villt geta um fyrir sjófarendum. Haft verði samráð við Vegagerðina sé leiðarmerkjum breytt eða ný sett upp.
e) Orkustofnun, tölvupóstur dags. 14/9: Orkustofnun bendir á að vatnsöflun, borholusjór fyrir umrædda fiskeldisstöð, er eftir atvikum leyfisskyld með vísan til ákvæða laga um rannsóknir og nýtingum á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
f) Vegagerðin, tölvupóstur dags. 2/10: Vegagerðin telur að athuga þurfi hvort hætta sé á uppsöfnun úrgangs í höfninni vegna fráveitu.
a) Veðurstofu Íslands dags. 5/10. Í bréfi sínu minnir veðurstofan á hættu af stórviðrum og á sjávarflóðum. Farið er yfir helstu þekktu sjávarflóð í kjölfar ofviðra á Norðurlandi. Einnig er komið inn á jarðskjálftaáhrif.
b) Minjastofnun Íslands dags. 22/9. Minjastofnun minnir á að skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 þarf að skrá menningarminjar á vettvangi skv. stöðlum Minjastofnunar Íslands áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi.
c) Lögfræðiþjónusta Sigurðar Sigurjónssonar f.h. eigenda Brekku, dags. 13/9. Eigendur Brekku óttast að vatnstaka til stöðvarinnar gæti þurrkað upp svæði og þar með spillt votlendi. Sérstaklega þurfi að huga að því við vatnstökuna að spilla ekki votlendi. Einnig kemur fram að eigendur Brekku óttast mengun frá fráveitu fiskeldis muni skaða umhverfi, þ.m.t. kunni fráveita að skila sér inn í höfnina.
d) Samgöngustofa dags. 6/9. Samgöngustofa óskar eftir því ekki verði skyggt á leiðarmerki frá sjó og að þess verði gætt að ekki verði sett upp ljós eða önnur merki sem villt geta um fyrir sjófarendum. Haft verði samráð við Vegagerðina sé leiðarmerkjum breytt eða ný sett upp.
e) Orkustofnun, tölvupóstur dags. 14/9: Orkustofnun bendir á að vatnsöflun, borholusjór fyrir umrædda fiskeldisstöð, er eftir atvikum leyfisskyld með vísan til ákvæða laga um rannsóknir og nýtingum á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
f) Vegagerðin, tölvupóstur dags. 2/10: Vegagerðin telur að athuga þurfi hvort hætta sé á uppsöfnun úrgangs í höfninni vegna fráveitu.
g) Skipulagsstofnun dags. 7/9. Skipulagsstofnun bendir á að í deiliskipulagstillögu og í umhverfismati þarf að fjalla um öflun á fersku vatni, staðsetningu borhola og lagna, staðsetningu á útrás frárennslis, hreinsun frárennslis og hvernig afhendingu fiska í brunnbát verði háttað. Stofnunin telur að tilgreina eigi að svæðið falli undir C-hluta náttúruminjaskrár sem "aðrar mikilvægar náttúruminjar". Framkvæmdin falli undir lið 10.24 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur tilefni til að skoða hvaða athafnastarfsemi geti mögulega komið til álita á svæðinu og hvaða önnur staðsetning eða útfærsla á fiskeldinu geti komið til greina og því velt upp hvort hluti starfseminnar gæti verið á svæði A2. Að mati Skipulagsstofnunar ætti í umhverfismati að fjalla um áhrif skipulagstillagna á náttúruminjar og gera grein fyrir því hvernig komið verði í veg fyrir rask á jökulminjum á svæðinu. Koma þarf skýrt fram í umhverfismati skipulagstillagna hvaða viðmið eru lögð til grundvallar mati á áhrifum. Skilgreina þarf hvaða vægiseinkunnir verða notaðar í umhverfismati.
h) Umhverfisstofnun dags. 8/9. Að mati umhverfisstofnunar er mikilvægt að gera ráð fyrir förgun úrgangs, vöktun viðtaka, samgönguleiðum og öllu álagi á umhverfið við áætlun fiskeldis. Einnig er mikilvægt að taka tillit til svæðis á náttúruminjaskrá eins og kostur er og raska ekki að óþörfu sjávarseti á svæðinu.
I) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dags. 27/9. Bent er á ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, gr. 5.3.2.14 varðandi umferðarrétt almennings.
Umsagnarbeiðnir voru einnig sendar á Náttúrfræðistofnun Íslands, Fiskistofu og Hitaveitu Öxarfjarðar, en þær stofnanir sendu ekki inn umsagnir.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Tekið verði tillit til þeirra við vinnslu skipulagstillagna.
h) Umhverfisstofnun dags. 8/9. Að mati umhverfisstofnunar er mikilvægt að gera ráð fyrir förgun úrgangs, vöktun viðtaka, samgönguleiðum og öllu álagi á umhverfið við áætlun fiskeldis. Einnig er mikilvægt að taka tillit til svæðis á náttúruminjaskrá eins og kostur er og raska ekki að óþörfu sjávarseti á svæðinu.
I) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dags. 27/9. Bent er á ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, gr. 5.3.2.14 varðandi umferðarrétt almennings.
Umsagnarbeiðnir voru einnig sendar á Náttúrfræðistofnun Íslands, Fiskistofu og Hitaveitu Öxarfjarðar, en þær stofnanir sendu ekki inn umsagnir.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Tekið verði tillit til þeirra við vinnslu skipulagstillagna.