Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi, Klifshaga 1.
Málsnúmer 201706176
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Klifshaga 1 í Öxarfirði. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sem hann hefur sent á nágranna að Klifshaga 2 til grenndarkynningar. Þar er óskað eftir að nágrannar komi sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri fyrir 26. júlí n.k. áður en skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings tekur afstöðu til erindis sýslumanns.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og frestar afgreiðslu erindis þar til athugasemdafrestur grenndarkynningar er liðinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017
Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Klifshaga 1. Erindið var grenndarkynnt af skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsögn nágranna í Klifshaga 2 liggur nú fyrir og leggjast nágrannar gegn nýtingu hússins til ferðaþjónustu enda muni breytt notkun valda ónæði við búskap að Klifshaga 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst gegn rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu vegna nálægðar við Klifshaga 2. Nefndin telur líkur á að starfsemin gæti truflað búskap nágranna eins og fram kemur í athugasemdum þeirra.