Heimsókn skipulags- og umhverfisnefndar, að Bakkavegi 2.
Málsnúmer 201707061
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
Fundur hófst með heimsókn skipulags- og umhverfisnefndar á skrifstofu PCC BakkiSilicon við Dvergabakka. Þar gerði Erlendur Örn Fjeldsted, byggingarstjóri, grein fyrir stöðu framkvæmda innan lóðar PCC að Bakkavegi 2. Farið var yfir þau byggingarleyfi sem veitt hafa verið innan lóðarinnar. Búið er að veita byggingarleyfi fyrir flestum mannvirkjum sem til stendur að reisa, en þó er ekki komið byggingarleyfi fyrir nokkrum minni mannvirkjum þar sem hönnun er ekki að fullu lokið.
Í kjölfar kynningar á skrifstofu fór nefndin í fylgd byggingarstjóra um lóðina og skoðaði framkvæmdir.
Í kjölfar kynningar á skrifstofu fór nefndin í fylgd byggingarstjóra um lóðina og skoðaði framkvæmdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynningu á stöðu framkvæmda. Nefndin telur að veitt byggingarleyfi séu í samræmi við ákvæði deiliskipulags og gerir ekki athugasemdir við framgang leyfisveitinga.