Byggingarfélagið Sandfell ehf. óskar eftir að setja niður fjóra gáma fyrir verkfærageymslu, skrifstofu, kaffistofu, salerni og önnur aðstaða fyrir starfsmenn, til 1. nóvember 2017 eða út verktímann.
Málsnúmer 201707086
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
Byggingarfélagið Sandfell óskar eftir afnotum af lóðunum að Hraunholti 1 og 3 til að reisa vinnuaðstöðu vegna uppbyggingar 11 parhúsa. Afnot lóðanna yrðu tímabundin út verktíma við uppbyggingu parhúsanna sem áætlað er að ljúki á yfirstandandi ári.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir afnot lóðanna til áramóta og þær vinnubúðir sem tilgreindar eru í umsókn. Nefndin áréttar að ekki er heimil búseta í vinnubúðum á svæðinu.