Umsókn um byggingarleyfi í Hólsseli fyrir sjö gistiherbergi og að breyta vélageymslu í matsal.
Málsnúmer 201707057
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir sjö herbergja gistihúsi sem þegar hefur verið reist í Hólsseli. Fyrir liggur teikning unnin af Árna G Kristjánssyni hjá Eflu Verkfræðistofu. Alls er birt flatarmál hússins 175,7 m² og rúmmál 570,8 m3. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur skoðað mannvirkið og breytingar sem gerðar hafa verið á eldri byggingum í Hólsseli þar sem vélageymslu hefur verið breytt í matsal og íbúðarhúsi verið breytt í gistiheimili.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar að framkvæmdir hafi verið komnar svo langt án byggingarleyfis. Nefndin fellst þó á byggingarleyfi fyrir gistihúsinu með fyrirvara um að tvö herbergi verði innréttuð með þarfir hreyfihamlaðra í huga sbr. ákvæði greinar 6.10.3 í byggingarreglugerð.