Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhús að Lágholti 6-8.
Málsnúmer 201707104
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Húsið er 152,8 m² að grunnfleti. Húsið verður með hefðbundu risþaki. Byggingarefni er timbur á steyptum grunni og húsið verður klætt standandi aluzinc báru. Aðalteikningar eru gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt hjá Studio F arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur byggingaráformin í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.