Fara í efni

Reglur um afslátt á fasteignaskatti

Málsnúmer 201612166

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 200. fundur - 05.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að reglum um afslátt á fasteignagjöldum sem gilda frá 1. janúar 2017.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 200. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

"Fyrir byggðarráði liggur tillaga að reglum um afslátt á fasteignagjöldum sem gilda frá 1. janúar 2017.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar"
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 278. fundur - 17.01.2019

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá formanni byggðarráðs Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur um breytingu á reglum vegna afsláttar á fasteignasköttum sem gilda frá 1. janúar 2019. Samkvæmt tillögunni hækka tekjuviðmið í reglunum um 23% sem er svipuð hækkun og hefur verið á fasteignagjöldum síðustu tvö ár.

Benóný Valur Jakobsson mætti á fundinn kl. 8:46.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Á 278. fundi byggðarráðs voru uppfærðar reglur og uppfærð tekjuviðmið reglnanna um afslátt á fasteignaskatti samþykktar. Málið liggur því til staðfestingar í sveitarstjórn, sakmvæmt reglugerð nr. 1160 frá 2005 þar sem kveður á um að sveitarstjórn ákveði reglur um afslátt á fasteignaskatti.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um afslátt á fasteignaskatti.