Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Kópaskershöfn - þarfir vegna viðhaldsdýpktunar
Málsnúmer 201605065Vakta málsnúmer
Á 3. fundir hafnarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála og þá vinnu sem farið hefur fram varðandi stöðu Kópaskershafnar. Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna hafa í samvinnu við siglingasvið vegagerðarinnar farið yfir stöðu Kópaskershafnar og hvaða möguleikar eru uppi varðandi dýpkun í höfninni. Ekki er svigrúm fyrir dýpkunarframkvæmdum í Kópaskershöfn á þessu fjárhagsári og óskar því hafnanefnd eftir aukafjárveitingu frá sveitarstjórn til framkvæmdarinnar. Hafnanefnd telur brýnt að rekstur Kópaskershafnar sé tryggður eftir bestu getu og farið verði í dýpkun hafnarinnar eins fljótt og auðið er. Í framhaldi verði unnið að úttekt og greiningu á starfsemi og rekstrarumhverfi hafnarinnar og reynt verði að tryggja reglubundna viðhaldsddýpkun eftir þörfum. Hafnanefnd felur rekstrastjóra hafna að vinna áfram að málinu fáist til þess fjármagn. Unnið verði að því að finna farsæla lausn og tryggja að rekstrarumhverfi hafnarinnar sé með sem bestum hætti."
"Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála og þá vinnu sem farið hefur fram varðandi stöðu Kópaskershafnar. Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna hafa í samvinnu við siglingasvið vegagerðarinnar farið yfir stöðu Kópaskershafnar og hvaða möguleikar eru uppi varðandi dýpkun í höfninni. Ekki er svigrúm fyrir dýpkunarframkvæmdum í Kópaskershöfn á þessu fjárhagsári og óskar því hafnanefnd eftir aukafjárveitingu frá sveitarstjórn til framkvæmdarinnar. Hafnanefnd telur brýnt að rekstur Kópaskershafnar sé tryggður eftir bestu getu og farið verði í dýpkun hafnarinnar eins fljótt og auðið er. Í framhaldi verði unnið að úttekt og greiningu á starfsemi og rekstrarumhverfi hafnarinnar og reynt verði að tryggja reglubundna viðhaldsddýpkun eftir þörfum. Hafnanefnd felur rekstrastjóra hafna að vinna áfram að málinu fáist til þess fjármagn. Unnið verði að því að finna farsæla lausn og tryggja að rekstrarumhverfi hafnarinnar sé með sem bestum hætti."
2.Byggðarráð Norðurþings - 176
Málsnúmer 1605008Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 176. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram
3.Hafnanefnd - 3
Málsnúmer 1605007Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 3. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram
4.Framkvæmdanefnd - 4
Málsnúmer 1605006Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 4. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram
5.Æskulýðs- og menningarnefnd - 2
Málsnúmer 1605005Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram
6.Félagsmálanefnd - 3
Málsnúmer 1605004Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 3. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun" : Örlygur
Fundargerðin er lögð fram
Fundargerðin er lögð fram
7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 3
Málsnúmer 1605003Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 3. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Framandi og ágengar plöntur í landi Norðurþings": Óli, Sif og Gunnlaugur
Til máls tóku undir lið 1 "Húsnæðismál í Norðurþingi": Óli, Gunnlaugur, Kristján, Kjartan og Soffía
Til máls tóku undir lið 7 "Umsjónarmaður fasteigna Norðurþigs sækir um fyrir hönd framkvæmdanefndar heimild til niðurrifs mjölskemmu á Raufarhöfn": Soffía, Óli, Sif og Örlygur
Soffía leggur fram tillögu um að sveitarstjórn taki undir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og sendi umsóknina til umsagnar hverfisráðs Raufarhafnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er lögð fram
Til máls tóku undir lið 1 "Húsnæðismál í Norðurþingi": Óli, Gunnlaugur, Kristján, Kjartan og Soffía
Til máls tóku undir lið 7 "Umsjónarmaður fasteigna Norðurþigs sækir um fyrir hönd framkvæmdanefndar heimild til niðurrifs mjölskemmu á Raufarhöfn": Soffía, Óli, Sif og Örlygur
Soffía leggur fram tillögu um að sveitarstjórn taki undir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og sendi umsóknina til umsagnar hverfisráðs Raufarhafnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er lögð fram
8.Fræðslunefnd - 3
Málsnúmer 1605002Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram
9.Byggðarráð Norðurþings - 175
Málsnúmer 1605001Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 175. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram
10.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Til máls tók: Kristján
11.Fjárhagsuppgjör 2015
Málsnúmer 201604118Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsuppgjör sveitarfélagsins til síðari umræðu, auk endurskoðunarskýrslu.
Til máls tóku: Kristján, Jónas, Óli, Gunnlaugur, Sif, Soffía, Erna og Kjartan
Minnihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða ársreikninga fyrir rekstrarárið 2015 hjá sveitarfélaginu veldur miklum vonbrigðum. Veltufé frá rekstri í A-hluta sveitarsjóðs er einungis um 18,5 milljónir en upphafleg áætlun hljóðar upp á að það yrði um 336 milljónir. Frávik upp á um 320 milljónir.
Gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið, að samstæða A og B hluta skilaði 536 milljónum í veltufé frá rekstri en niðurstaðan er 148 milljónir. Frávik upp á 390 milljónir. Niðurstaðan sýnir að áætlanagerð meirihluta V-lista og Sjálfstæðisflokks hefur brugðist algjörlega.
Það er ljóst að rekstur sveitarfélagsins býr ekki til það fé í rekstri sem þarf til að viðhalda sjálfbærni. Þessar niðurstöður valda miklum áhyggjum og kallar á markvissar aðgerðir og aðhald hjá sveitarstjórn Norðurþings, eins og minnihlutinn hefur marg oft bent á.
Jónas Einarsson, Gunnlaugur Stefánsson, Kjartan Páll Þórarinsson, Soffía Helgadóttir.
Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Norðurþings sýnir glögglega krefjandi rekstrarumhverfi Norðurþings. Háar skuldir frá liðnum árum þarf að fóðra inn í framtíðina með takmörkuðum rekstrartekjum. Á árunum frá 2006-2013 var samanlagður taprekstur sveitarsjóðs rúmur milljarður króna. 8 ár af síðustu 10 hefur verið hallarekstur á sveitarsjóði (A-hluta), og samfelldur taprekstur frá árinu 2008. Ársreikningur 2015 sýnir áframhaldandi hallarekstur. Farið hefur verið í ýmsar hagræðingaraðgerðir á árinu 2015 en ljóst að þær skila sér ekki í uppgjöri ársins 2015. Skuldahlutfall Norðurþings lækkar þó frá árinu 2014 úr 160% í 153%. Frávik frá fjárhagsáætlun ársins er nokkurt en skýrist að verulegu leyti af eftirfarandi þáttum: 200 m.kr. voru tekjufærðar í rekstri í áætluninni sem gatnagerðargjöld en eru færðar til lækkunar á eignum í uppgjöri, kjarasamningsbundnar launahækkanir voru 140 m.kr. umfram áætlun. Þá voru 50 m.kr. af útsvartekjum ársins bakfærðar vegna leiðréttinga fjársýslu ríkisins.
Á árinu 2015 voru gerðar nokkrar stórar breytingar á fjárhagsuppgjöri sveitarfélagsins Norðurþings eftir athugasemdir endurskoðanda við þá tilhögun sem viðhöfð hefur verið undanfarin ár. Þetta felst aðallega í því að nú hefur Dvalarheimilið Hvammur verið tekið inn í samstæðuuppgjör Norðurþings og ennfremur ekki lengur millifærsla fjármuna frá Orkuveitu til aðalsjóðs. Hvort tveggja gefur gleggri mynd af fjárhagsstöðu og rekstri.
Ljóst er að rekstraraðstæður sveitarfélaga eru almennt erfiðar sem sést á hallarekstri margra sveitarfélaga á landinu um þessar mundir, þ.á.m. fjölmennari sveitarfélaga á þeim svæðum landsins sem hafa verið í vexti. Í Norðurþingi eru hins vegar miklir möguleikar til framtíðar. Batnandi rekstrarhorfur víða í samstæðunni vegna aukinna umsvifa í samfélagi og atvinnulífi. Nú þegar hafa komið fram vísbendingar um auknar tekjur og jákvæðari íbúaþróun.
Sif Jóhannesdóttir, Erna Björnsdóttir, Olga Gísladóttir, Örlygur Hnefill Örlygsson, Óli Halldórsson.
Ársreikningur er samþykktur með atkvæðum Ernu, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Hjá sitja Gunnlaugur, Kjartan, Jónas og Soffía
Minnihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða ársreikninga fyrir rekstrarárið 2015 hjá sveitarfélaginu veldur miklum vonbrigðum. Veltufé frá rekstri í A-hluta sveitarsjóðs er einungis um 18,5 milljónir en upphafleg áætlun hljóðar upp á að það yrði um 336 milljónir. Frávik upp á um 320 milljónir.
Gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið, að samstæða A og B hluta skilaði 536 milljónum í veltufé frá rekstri en niðurstaðan er 148 milljónir. Frávik upp á 390 milljónir. Niðurstaðan sýnir að áætlanagerð meirihluta V-lista og Sjálfstæðisflokks hefur brugðist algjörlega.
Það er ljóst að rekstur sveitarfélagsins býr ekki til það fé í rekstri sem þarf til að viðhalda sjálfbærni. Þessar niðurstöður valda miklum áhyggjum og kallar á markvissar aðgerðir og aðhald hjá sveitarstjórn Norðurþings, eins og minnihlutinn hefur marg oft bent á.
Jónas Einarsson, Gunnlaugur Stefánsson, Kjartan Páll Þórarinsson, Soffía Helgadóttir.
Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Norðurþings sýnir glögglega krefjandi rekstrarumhverfi Norðurþings. Háar skuldir frá liðnum árum þarf að fóðra inn í framtíðina með takmörkuðum rekstrartekjum. Á árunum frá 2006-2013 var samanlagður taprekstur sveitarsjóðs rúmur milljarður króna. 8 ár af síðustu 10 hefur verið hallarekstur á sveitarsjóði (A-hluta), og samfelldur taprekstur frá árinu 2008. Ársreikningur 2015 sýnir áframhaldandi hallarekstur. Farið hefur verið í ýmsar hagræðingaraðgerðir á árinu 2015 en ljóst að þær skila sér ekki í uppgjöri ársins 2015. Skuldahlutfall Norðurþings lækkar þó frá árinu 2014 úr 160% í 153%. Frávik frá fjárhagsáætlun ársins er nokkurt en skýrist að verulegu leyti af eftirfarandi þáttum: 200 m.kr. voru tekjufærðar í rekstri í áætluninni sem gatnagerðargjöld en eru færðar til lækkunar á eignum í uppgjöri, kjarasamningsbundnar launahækkanir voru 140 m.kr. umfram áætlun. Þá voru 50 m.kr. af útsvartekjum ársins bakfærðar vegna leiðréttinga fjársýslu ríkisins.
Á árinu 2015 voru gerðar nokkrar stórar breytingar á fjárhagsuppgjöri sveitarfélagsins Norðurþings eftir athugasemdir endurskoðanda við þá tilhögun sem viðhöfð hefur verið undanfarin ár. Þetta felst aðallega í því að nú hefur Dvalarheimilið Hvammur verið tekið inn í samstæðuuppgjör Norðurþings og ennfremur ekki lengur millifærsla fjármuna frá Orkuveitu til aðalsjóðs. Hvort tveggja gefur gleggri mynd af fjárhagsstöðu og rekstri.
Ljóst er að rekstraraðstæður sveitarfélaga eru almennt erfiðar sem sést á hallarekstri margra sveitarfélaga á landinu um þessar mundir, þ.á.m. fjölmennari sveitarfélaga á þeim svæðum landsins sem hafa verið í vexti. Í Norðurþingi eru hins vegar miklir möguleikar til framtíðar. Batnandi rekstrarhorfur víða í samstæðunni vegna aukinna umsvifa í samfélagi og atvinnulífi. Nú þegar hafa komið fram vísbendingar um auknar tekjur og jákvæðari íbúaþróun.
Sif Jóhannesdóttir, Erna Björnsdóttir, Olga Gísladóttir, Örlygur Hnefill Örlygsson, Óli Halldórsson.
Ársreikningur er samþykktur með atkvæðum Ernu, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Hjá sitja Gunnlaugur, Kjartan, Jónas og Soffía
12.Halldór G. Halldórsson f.h. Björns Halldórssonar sækir um stofnun lóðar að Valþjófstöðum 2 Ln. 154228
Málsnúmer 201605055Vakta málsnúmer
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins. Á hinn bóginn þarf að skila inn til sveitarfélagsins skráningartöflum til endurskráningar íbúðarhússins og útbúa ný skjöl varðandi eignarhald lóðarinnar eða lóðarleigusamning."
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins. Á hinn bóginn þarf að skila inn til sveitarfélagsins skráningartöflum til endurskráningar íbúðarhússins og útbúa ný skjöl varðandi eignarhald lóðarinnar eða lóðarleigusamning."
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
13.Þórir Örn Gunnarsson f.h. Hafnarsjóðs Norðurþings sækir um lóðina Höfði 4
Málsnúmer 201605062Vakta málsnúmer
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Óskað er eftir heimild til að nýta lóðina að Höfða 4 til að geyma ýmis verðmæti tengdum rekstri hafnarinnar. Inni á lóðinni eru fyrir tankur og lítið hús.
Lóðin að Höfða 4 er byggingarlóð skv. deiliskipulagi. Nefndin telur því ekki rétt að ráðstafa henni varanlega sem geymslusvæði. Nefndin leggur þó til við sveitarstjórn að Hafnarsjóður fái afnot að lóðinni til fimm ára gegn því að umgengni um lóðina verði snyrtileg og húsi innan lóðar viðhaldið."
"Óskað er eftir heimild til að nýta lóðina að Höfða 4 til að geyma ýmis verðmæti tengdum rekstri hafnarinnar. Inni á lóðinni eru fyrir tankur og lítið hús.
Lóðin að Höfða 4 er byggingarlóð skv. deiliskipulagi. Nefndin telur því ekki rétt að ráðstafa henni varanlega sem geymslusvæði. Nefndin leggur þó til við sveitarstjórn að Hafnarsjóður fái afnot að lóðinni til fimm ára gegn því að umgengni um lóðina verði snyrtileg og húsi innan lóðar viðhaldið."
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
14.Nanna Steina Höskuldsdóttir fyrir hönd veiðifélags Deildará sækir um afmörkun á lóð fyrir veiðihús
Málsnúmer 201605038Vakta málsnúmer
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt en minnir á að formlegt samþykki vantar frá landeiganda."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt en minnir á að formlegt samþykki vantar frá landeiganda."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
15.Erindisbréf félagsmálanefndar 2016
Málsnúmer 201603036Vakta málsnúmer
Erindisbréf Félagsmálanefndar Norðurþings liggur fyrir sveitarstjórn til staðfestingar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf félagsmálanefndar Norðurþings
16.Þeistareykjalína 1 - umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 201603119Vakta málsnúmer
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030. Nefndin telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir henni í framlögðum gögnum. Fyrirhuguð framkvæmd uppfyllir skv. áliti Skipulagsstofnunar frá 29. nóvember 2010 skilyrði 1. mgr. 14. gr. skipulagslaga um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda vegna sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka, Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Húsavík. Skipulags- og umhverfisnefnd felst einnig á drög að samningi milli Umhverfisstofnunar og Landsnets um eftirlit með framkvæmdinni. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1 innan Norðurþings verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012."
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030. Nefndin telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir henni í framlögðum gögnum. Fyrirhuguð framkvæmd uppfyllir skv. áliti Skipulagsstofnunar frá 29. nóvember 2010 skilyrði 1. mgr. 14. gr. skipulagslaga um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda vegna sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka, Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Húsavík. Skipulags- og umhverfisnefnd felst einnig á drög að samningi milli Umhverfisstofnunar og Landsnets um eftirlit með framkvæmdinni. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1 innan Norðurþings verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012."
Til máls tók: Sif
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
17.Deiliskipulag Haukamýri
Málsnúmer 201605059Vakta málsnúmer
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Í apríl 2015 úthlutaði bæjarstjórn Norðurþings lóð á Haukamýri til uppbyggingar steypustöðvar Steinsteypis ehf. Bæjarstjórn taldi sig hafa tekið þá ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi því með uppbyggingu steypustöðvarinnar á deiliskipulagðri lóð við Bakka hefði þýtt verulega óþarfa efnisflutninga í gegn um bæinn. Haukamýrarsvæðið hefur í rúm 40 ár verið ætlað undir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Það hefur hinsvegar aldrei verið deiliskipulagt þrátt fyrir að hafa að talsverðu leiti byggst upp. Ákvörðun um úthlutun lóðarinnar varð að taka með nokkrum hraði enda Steinsteypir kominn með veruleg verkefni við uppsteypu Þeistareykjavirkjunar. Með samkomulagi milli Steinsteypis og sveitarfélagsins fólst að Steinsteypi yrði heimilað að hefja uppbyggingu steypustöðvar enda yrði fullnægjandi hönnunargögnum skilað til bæjarins áður en byggt yrði upp.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar að hnökrar séu á stjórnsýsluákvörðunum vegna þessarar uppbyggingar Steinsteypis. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að strax verði hafist handa við deiliskipulagningu athafnasvæðis á Haukamýri."
"Í apríl 2015 úthlutaði bæjarstjórn Norðurþings lóð á Haukamýri til uppbyggingar steypustöðvar Steinsteypis ehf. Bæjarstjórn taldi sig hafa tekið þá ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi því með uppbyggingu steypustöðvarinnar á deiliskipulagðri lóð við Bakka hefði þýtt verulega óþarfa efnisflutninga í gegn um bæinn. Haukamýrarsvæðið hefur í rúm 40 ár verið ætlað undir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Það hefur hinsvegar aldrei verið deiliskipulagt þrátt fyrir að hafa að talsverðu leiti byggst upp. Ákvörðun um úthlutun lóðarinnar varð að taka með nokkrum hraði enda Steinsteypir kominn með veruleg verkefni við uppsteypu Þeistareykjavirkjunar. Með samkomulagi milli Steinsteypis og sveitarfélagsins fólst að Steinsteypi yrði heimilað að hefja uppbyggingu steypustöðvar enda yrði fullnægjandi hönnunargögnum skilað til bæjarins áður en byggt yrði upp.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar að hnökrar séu á stjórnsýsluákvörðunum vegna þessarar uppbyggingar Steinsteypis. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að strax verði hafist handa við deiliskipulagningu athafnasvæðis á Haukamýri."
Til máls tóku: Sif og Gunnlaugur
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
18.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Við yfirferð athugasemda vegna tillögu að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis láðist að taka inn umfjöllun um athugasemd sem barst innan athugasemdafrests frá eigendum Barðahúss að Hafnarstétt 23. Í athugasemdinni er óskað eftir útvíkkun byggingarreits á þaki Barðahúss þannig að þar mætti reisa allt at 170 m² byggingu. Hugmynd að útfærslu þar að lútandi var sýnd á teikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst ekki á það byggingarmagn sem óskað er eftir. Uppbygging skv. hugmyndum lóðarhafa myndi hindra útsýn til hafnarsvæðis yfir þak hússins af Garðarsbraut. Nefndin er hinsvegar reiðubúin að koma til móts við óskir lóðarhafa með því að auka byggingarrétt á þakinu í 100 m² sem allur verði á suðurhelmingi þaksins. Vegghæð verði að hámarki 2,80 m og þakhæð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Skipulagsráðgjafa verði falið að breyta skipulagstillögunni til samræmis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar með þeim breytingum sem felast í ofangreindri bókun sem og bókun nefndarinnar frá 12. apríl s.l. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku breytinganna.
Ennfremur var eftirfarandi bókað á 3. fundi hafnanefndar Norðurþings:
"Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með þeim breytingum sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til með bókunum á fundum nefndarinnar þann 12. apríl 2016 og 10. maí 2016."
Við yfirferð athugasemda vegna tillögu að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis láðist að taka inn umfjöllun um athugasemd sem barst innan athugasemdafrests frá eigendum Barðahúss að Hafnarstétt 23. Í athugasemdinni er óskað eftir útvíkkun byggingarreits á þaki Barðahúss þannig að þar mætti reisa allt at 170 m² byggingu. Hugmynd að útfærslu þar að lútandi var sýnd á teikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst ekki á það byggingarmagn sem óskað er eftir. Uppbygging skv. hugmyndum lóðarhafa myndi hindra útsýn til hafnarsvæðis yfir þak hússins af Garðarsbraut. Nefndin er hinsvegar reiðubúin að koma til móts við óskir lóðarhafa með því að auka byggingarrétt á þakinu í 100 m² sem allur verði á suðurhelmingi þaksins. Vegghæð verði að hámarki 2,80 m og þakhæð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Skipulagsráðgjafa verði falið að breyta skipulagstillögunni til samræmis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar með þeim breytingum sem felast í ofangreindri bókun sem og bókun nefndarinnar frá 12. apríl s.l. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku breytinganna.
Ennfremur var eftirfarandi bókað á 3. fundi hafnanefndar Norðurþings:
"Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með þeim breytingum sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til með bókunum á fundum nefndarinnar þann 12. apríl 2016 og 10. maí 2016."
Til máls tóku: Sif og Óli
Sveitarstjón samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
Sveitarstjón samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
19.Ungmennaráð Norðurþings
Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer
Á 2. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:
Á febrúarfundi tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings voru drög af erindisbréfi ungmennaráðs. Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Á febrúarfundi tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings voru drög af erindisbréfi ungmennaráðs. Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir ungmennaráð Norðurþings.
20.Rekstur tjaldsvæðis Húsavík 2016
Málsnúmer 201604080Vakta málsnúmer
Á 2. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Æskulýðs - og menningarnefnd telur brýnt að leysa málefni tjaldsvæðisins sem fyrst. Tjaldsvæðið er mikilvægur liður í vaxandi ferðamannaþjónustu í sveitarfélaginu. Einnig hefur nefndin hug á því að kannaður verði möguleiki á gjaldskyldu húsbílastæði við íþróttahöllina á Húsavík. Nefndin felur íþrótta - og tómstundafulltrúa að vinna að úrlausn mála með það fyrir augum að æskulýðs og menningarsvið taki yfir rekstur tjaldsvæðisins út árið 2016.
Nefndin samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2016:
Fullorðinn (fyrsta nóttin): 1.400 kr,
Næstu nætur: 1.000 kr / nóttin,
Ellilífeyrisþegar / Örorkuþegar: 1.000 kr,
Börn 0-15 ára: Frítt,
Rafmagn: 700 kr,
Þvottavél: 500 kr,
Tjaldsvæðið verður opið frá 15.maí - 30.september.
Æskulýðs - og menningarnefnd telur brýnt að leysa málefni tjaldsvæðisins sem fyrst. Tjaldsvæðið er mikilvægur liður í vaxandi ferðamannaþjónustu í sveitarfélaginu. Einnig hefur nefndin hug á því að kannaður verði möguleiki á gjaldskyldu húsbílastæði við íþróttahöllina á Húsavík. Nefndin felur íþrótta - og tómstundafulltrúa að vinna að úrlausn mála með það fyrir augum að æskulýðs og menningarsvið taki yfir rekstur tjaldsvæðisins út árið 2016.
Nefndin samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2016:
Fullorðinn (fyrsta nóttin): 1.400 kr,
Næstu nætur: 1.000 kr / nóttin,
Ellilífeyrisþegar / Örorkuþegar: 1.000 kr,
Börn 0-15 ára: Frítt,
Rafmagn: 700 kr,
Þvottavél: 500 kr,
Tjaldsvæðið verður opið frá 15.maí - 30.september.
Til máls tóku: Erna, Örlygur og Olga
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu æskulýðs- og menningarnefndar að gjaldskrá tjaldstæðis Norðurþings á Húsavík.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu æskulýðs- og menningarnefndar að gjaldskrá tjaldstæðis Norðurþings á Húsavík.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja í verkefnið allt að 5 milljónir króna og fjármagna það með áætluðum auknum tekjum hafnasjóðs. Sveitarstjóra er falið að skila viðauka við áætlun þar um.