Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 122. fundur - 18.11.2014
Rætt var um gildandi deiliskipulag miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Skipulags- og byggingarnefnd telur tilefni til að endurskoða nokkur atriði í gildandi deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur á komandi ári ef fjárveitingar fást til skipulagsvinnunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 125. fundur - 10.02.2015
Formaður kynnti hugmyndir að endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Þó skammt sé um liðið síðan gengið var frá vönduðu deiliskipulagi svæðisins eru nú uppi hugmyndir um að endurskoða tiltekna þætti skipulagsins til að bregðast við þróun síðustu ára.
Horft er til þess að útbúa lista yfir breytingar til að ræða á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Horft er til þess að útbúa lista yfir breytingar til að ræða á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126. fundur - 10.03.2015
Ræddar voru hugmyndir að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis.
Stefnt er að sameiginlegum fundi framkvæmda- og hafnanefndar og skipulags- og byggingarnefndar í apríl til að ákveða þær breytingar sem gerðar verða á skipulaginu.
Stefnt er að sameiginlegum fundi framkvæmda- og hafnanefndar og skipulags- og byggingarnefndar í apríl til að ákveða þær breytingar sem gerðar verða á skipulaginu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015
Rætt var mögulegar breytingar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna kostnað við byggingu samhæfðra þjónustuhúsa á torgsölureitum á hafnarsvæðinu á Húsavík. Jafnframt er stefnt að sameiginlegum fundi Framkvæmda- og hafnarnefndar og Skipulags- og byggingarnefndar í næsta mánuði.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015
Til fundarins mættu fulltrúar framkvæmda- og hafnanefndar til sameiginlegra umræðna.
Skipulagsfulltrúi kynnti bréf frá Norðlenska ehf sem lóðarhafa að Hafnarstétt 25-31 og 33. Óskað er eftir að skilgreindur verði í deiliskipulag miðhafnarsvæðis byggingarréttur fyrir tveggja hæða húsi milli Hafnarstéttar 31 og 33 sem yrði allt að 250 m² að grunnfleti.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:
1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.
Skipulagsfulltrúi kynnti bréf frá Norðlenska ehf sem lóðarhafa að Hafnarstétt 25-31 og 33. Óskað er eftir að skilgreindur verði í deiliskipulag miðhafnarsvæðis byggingarréttur fyrir tveggja hæða húsi milli Hafnarstéttar 31 og 33 sem yrði allt að 250 m² að grunnfleti.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:
1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015
Fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík voru síðast til umfjöllunnar í nefndinni 14. apríl s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:
1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.
7. Gert verði ráð fyrir að byggja megi allt að 45 m² lyftu- og þjónustuhús upp úr norðurhluta þaks verbúða hafnarsjóðs (Hafnarstétt 17) og einnig allt að 10 m² lyftuhús upp úr þaki Hafnarstéttar 11.
Soffía og Röðull taka undir liði 1-6. Ekki er ljóst hvað meirihlutinn ætlar sér með verbúðir hafnarsjóðs, hvort þær fari í söluferli. Starfsemi og nýsköpun listafólks og menningarviðburðir þeirra gætu lent í uppnámi vegna aðstöðuleysis, ásamt aðstöðu sjómanna. Brýn þörf er á lyftu á þetta svæði og taka Soffía og Röðull undir þau sjónarmið en sitja hjá við 7. lið.
Breytingartillögunni er vísað til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:
1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.
7. Gert verði ráð fyrir að byggja megi allt að 45 m² lyftu- og þjónustuhús upp úr norðurhluta þaks verbúða hafnarsjóðs (Hafnarstétt 17) og einnig allt að 10 m² lyftuhús upp úr þaki Hafnarstéttar 11.
Soffía og Röðull taka undir liði 1-6. Ekki er ljóst hvað meirihlutinn ætlar sér með verbúðir hafnarsjóðs, hvort þær fari í söluferli. Starfsemi og nýsköpun listafólks og menningarviðburðir þeirra gætu lent í uppnámi vegna aðstöðuleysis, ásamt aðstöðu sjómanna. Brýn þörf er á lyftu á þetta svæði og taka Soffía og Röðull undir þau sjónarmið en sitja hjá við 7. lið.
Breytingartillögunni er vísað til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 133. fundur - 13.10.2015
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63. fundur - 14.10.2015
Drög að deiliskipulagi á miðhafnarsvæði á Húsavík til kynningar.
Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að auglýsingu um nýtt miðhafnarskipulag verði frestað. Nefndin óskar eftir sameiginlegum fundi með skipulags- og byggingarnefnd, auk byggingarfulltrúa, hvar frekari gögn verða lög fram.
Bæjarstjórn Norðurþings - 52. fundur - 20.10.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun skipulags- og bygginganefndar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags-og byggingarlaga."
Til máls tók: Sif
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 64. fundur - 11.11.2015
Til umræðu í nefndinni er fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis. Gaukur Hjartarson og Sif Jóhannesdóttir komu á fund framkvæmda- og hafnanefndar til að ræða og svara spurningum um þessar tillögur að breytingum.
Nefndin þakkar Gauki og Sif kærlega fyrir gagnlegar umræður og upplýsingar. Málið verður til afgreiðslu nefndarinnar á næsta fundi hennar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015
Breytingartillögur í níu liðum á gildandi deiliskipulagi samþykktu í bæjarstjórn Norðurþings 18. september 2012, eru til afgreiðslu nefndarinnar.
1. Hafnarstétt 1 og 3. Sett inn á uppdrátt mögulega tengibyggingu (brú) milli húsa á Hafnarstétt 1 og 3. Umferð um sundið milli húsanna er áfram heimiluð en takmarkast af hæð undir brú sem verður mest 3,0m.
2. Hafnarstétt 3. Skilgreind eru tvö bílastæði fyrir fatlaða á lóð við Hafnarstétt 3.
3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2.
4. Lóð Hafnarstétt 13-15 verði skipt upp í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir að á lóðunum geti staðið hús með sameiginlegum millivegg. Eftir breytingu heita lóðirnar Hafnarstétt 13 og Hafnarstétt 15. Hafnarstétt 13. Lóðin er 227m2. Þar stendur nú tveggja hæða hús, Flókahús. Áfram verði heimilað að byggja tveggja hæða hús skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hafnarstétt 15. Lóðin er 296 m2. Þar stendur nú einna hæða hús með risi, Helguskúr. Gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið. Húsið megi vera tvær hæðir skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hæð bygginga og húsagerð skal fylgja gildandi deiliskipulagi.
5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks.
6. Hafnarstétt 25-31. Lóð við Hafnarstétt 25-31 er stækkuð í húsasundinu milli gömlu verksmiðjunnar og frystiklefa. Stækkun er til norðurs frá aðkomu að frystiklefa. Við þetta stækkar lóð Hafnarstéttar 25-31 í 3.156m2 og nýtingarhlutfall verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
7. Hafnarstétt 33. Vegna stækkunar lóðar við Hafnarstétt 25-31 minnkar lóð við Hafnarstétt 33 í 1.625 m2 og nýtingarhlutfall hennar verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
8. Skilgreind hafa verið svæði við flotbryggjur fyrir þjónustuhús fyrir þær. Merkt < S > á uppdrætti. Þar er gert ráð fyrir einna hæða smábyggingum allt að 12m2. Þjónustuhús eru háð stöðuleyfi skv. byggingareglugerð.
9. Torgsala sem áður var heimiluð við gönguleið meðfram hafnarkanti er aflögð, en færð suður fyrir Helguskúr(Hafnarstétt 15). Þar eru skilgreind svæði fyrir allt að 8 smáhús hvert á reit sem er 4x4m. Á milli húsaraða er göngugata 5m á breidd. Hús eða hverskonar aðstaða fyrir torgsölu eru háð stöðuleyfum hverju sinni skv. byggingareglugerð.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ofangreindar breytingatillögur, að undanskildum liðum 3 og 5.
2. Hafnarstétt 3. Skilgreind eru tvö bílastæði fyrir fatlaða á lóð við Hafnarstétt 3.
3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2.
4. Lóð Hafnarstétt 13-15 verði skipt upp í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir að á lóðunum geti staðið hús með sameiginlegum millivegg. Eftir breytingu heita lóðirnar Hafnarstétt 13 og Hafnarstétt 15. Hafnarstétt 13. Lóðin er 227m2. Þar stendur nú tveggja hæða hús, Flókahús. Áfram verði heimilað að byggja tveggja hæða hús skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hafnarstétt 15. Lóðin er 296 m2. Þar stendur nú einna hæða hús með risi, Helguskúr. Gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið. Húsið megi vera tvær hæðir skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hæð bygginga og húsagerð skal fylgja gildandi deiliskipulagi.
5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks.
6. Hafnarstétt 25-31. Lóð við Hafnarstétt 25-31 er stækkuð í húsasundinu milli gömlu verksmiðjunnar og frystiklefa. Stækkun er til norðurs frá aðkomu að frystiklefa. Við þetta stækkar lóð Hafnarstéttar 25-31 í 3.156m2 og nýtingarhlutfall verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
7. Hafnarstétt 33. Vegna stækkunar lóðar við Hafnarstétt 25-31 minnkar lóð við Hafnarstétt 33 í 1.625 m2 og nýtingarhlutfall hennar verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
8. Skilgreind hafa verið svæði við flotbryggjur fyrir þjónustuhús fyrir þær. Merkt < S > á uppdrætti. Þar er gert ráð fyrir einna hæða smábyggingum allt að 12m2. Þjónustuhús eru háð stöðuleyfi skv. byggingareglugerð.
9. Torgsala sem áður var heimiluð við gönguleið meðfram hafnarkanti er aflögð, en færð suður fyrir Helguskúr(Hafnarstétt 15). Þar eru skilgreind svæði fyrir allt að 8 smáhús hvert á reit sem er 4x4m. Á milli húsaraða er göngugata 5m á breidd. Hús eða hverskonar aðstaða fyrir torgsölu eru háð stöðuleyfum hverju sinni skv. byggingareglugerð.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ofangreindar breytingatillögur, að undanskildum liðum 3 og 5.
Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 133. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga."
Þá fjallaði framkvæmda- og hafnanefnd um tillöguna á 65. fundi nefndarinnar og samþykkti hana að undanskildum liðum 3 og 5 sem hljóða svo: "3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2" og "5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks."
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga."
Þá fjallaði framkvæmda- og hafnanefnd um tillöguna á 65. fundi nefndarinnar og samþykkti hana að undanskildum liðum 3 og 5 sem hljóða svo: "3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2" og "5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks."
Til máls tóku: Kjartan og Sif
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- byggingarnefndar um að auglýsa tillöguna með áorðnum breytingum framkvæmda- og hafnanefndar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- byggingarnefndar um að auglýsa tillöguna með áorðnum breytingum framkvæmda- og hafnanefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 2. fundur - 12.04.2016
Nú er lokið kynningu á breytingum deiliskipulags Miðhafnarsvæðis á Húsavík. Athugasemdir bárust eingöngu frá Flóka ehf. 1. Flóki óskar eftir að fá að byggja allt að 8 m svalir fram úr Hafnarstétt 21 og mögulega hreinlætisaðstöðu þar undir. 2. Flóki ehf hefur áhuga á lagfæringum á sínu húsi á næstu árum og í því ljósi horfa til þess að fá að hafa hönd í bagga með framkvæmdum til úrbóta á svæðinu. Mögulega innifælu þær hugmyndir breytingar á gönguleið frá kirkju niður á Hafnarstétt. 3. Gerð er athugasemd við að lóð Hafnarstéttar 19 sé sýnd alveg að húsinu að Hafnarstétt 21. Flóki hefur í huga að steypa upp nýjan norðurvegg og væri eðlilegt að steypa hann upp í sundinu milli húsa. Ennfremur er bent á að í sundinu hefur verið gámur án stöðuleyfis til margra ára. Nánar þurfi að útfæra í skipulagi hvernig ætlunin er að nýta svæðið milli húsa við Hafnarstétt og Garðarsbrautar.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir.
1. Nefndin fellst ekki á að leyfa svalir 8 m út frá núverandi vegg. Hinsvegar fellst nefndin á að heimilt verði að byggja svalir að lóðarmörkum sem eru 4 m frá húsvegg á lóðunum að Hafnarstétt 21 og 23.
2. Í gildandi deiliskipulagi er nokkuð fjallað um fyrirkomulag svæðis milli húsa við Hafnarstétt og Garðarsbrautar. Nefndin fagnar nánara samráði við hagsmunaaðila um frágang þess svæðis.
3. Lóð Hafnarstéttar 19 er teiknuð á uppdrátt til samræmis við gildandi lóðarleigusamning og sveitarfélagið því ekki í stöðu til að stækka lóð Hafnarstéttar 21 til norðurs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu sem fram kemur að ofan.
1. Nefndin fellst ekki á að leyfa svalir 8 m út frá núverandi vegg. Hinsvegar fellst nefndin á að heimilt verði að byggja svalir að lóðarmörkum sem eru 4 m frá húsvegg á lóðunum að Hafnarstétt 21 og 23.
2. Í gildandi deiliskipulagi er nokkuð fjallað um fyrirkomulag svæðis milli húsa við Hafnarstétt og Garðarsbrautar. Nefndin fagnar nánara samráði við hagsmunaaðila um frágang þess svæðis.
3. Lóð Hafnarstéttar 19 er teiknuð á uppdrátt til samræmis við gildandi lóðarleigusamning og sveitarfélagið því ekki í stöðu til að stækka lóð Hafnarstéttar 21 til norðurs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu sem fram kemur að ofan.
Hafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016
Fundagerð skipulags- og umhverfisnefndar um breytingar á deiliskipulagi miðahafnarsvæðis
Hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins vegna nýrra gagna sem bárust, þar til skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt málið.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Við yfirferð athugasemda vegna tillögu að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis láðist að taka inn umfjöllun um athugasemd sem barst innan athugasemdafrests frá eigendum Barðahúss að Hafnarstétt 23. Í athugasemdinni er óskað eftir útvíkkun byggingarreits á þaki Barðahúss þannig að þar mætti reisa allt at 170 m² byggingu. Hugmynd að útfærslu þar að lútandi var sýnd á teikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst ekki á það byggingarmagn sem óskað er eftir. Uppbygging skv. hugmyndum lóðarhafa myndi hindra útsýn til hafnarsvæðis yfir þak hússins af Garðarsbraut. Nefndin er hinsvegar reiðubúin að koma til móts við óskir lóðarhafa með því að auka byggingarrétt á þakinu í 100 m² sem allur verði á suðurhelmingi þaksins. Vegghæð verði að hámarki 2,80 m og þakhæð til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráðgjafa verði falið að breyta skipulagstillögunni til samræmis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar með þeim breytingum sem felast í ofangreindri bókun sem og bókun nefndarinnar frá 12. apríl s.l. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku breytinganna.
Skipulagsráðgjafa verði falið að breyta skipulagstillögunni til samræmis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar með þeim breytingum sem felast í ofangreindri bókun sem og bókun nefndarinnar frá 12. apríl s.l. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku breytinganna.
Hafnanefnd - 3. fundur - 11.05.2016
Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með þeim breytingum sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til með bókunum á fundum nefndarinnar þann 12. apríl 2016 og 10. maí 2016.
Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016
Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Við yfirferð athugasemda vegna tillögu að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis láðist að taka inn umfjöllun um athugasemd sem barst innan athugasemdafrests frá eigendum Barðahúss að Hafnarstétt 23. Í athugasemdinni er óskað eftir útvíkkun byggingarreits á þaki Barðahúss þannig að þar mætti reisa allt at 170 m² byggingu. Hugmynd að útfærslu þar að lútandi var sýnd á teikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst ekki á það byggingarmagn sem óskað er eftir. Uppbygging skv. hugmyndum lóðarhafa myndi hindra útsýn til hafnarsvæðis yfir þak hússins af Garðarsbraut. Nefndin er hinsvegar reiðubúin að koma til móts við óskir lóðarhafa með því að auka byggingarrétt á þakinu í 100 m² sem allur verði á suðurhelmingi þaksins. Vegghæð verði að hámarki 2,80 m og þakhæð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Skipulagsráðgjafa verði falið að breyta skipulagstillögunni til samræmis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar með þeim breytingum sem felast í ofangreindri bókun sem og bókun nefndarinnar frá 12. apríl s.l. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku breytinganna.
Ennfremur var eftirfarandi bókað á 3. fundi hafnanefndar Norðurþings:
"Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með þeim breytingum sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til með bókunum á fundum nefndarinnar þann 12. apríl 2016 og 10. maí 2016."
Við yfirferð athugasemda vegna tillögu að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis láðist að taka inn umfjöllun um athugasemd sem barst innan athugasemdafrests frá eigendum Barðahúss að Hafnarstétt 23. Í athugasemdinni er óskað eftir útvíkkun byggingarreits á þaki Barðahúss þannig að þar mætti reisa allt at 170 m² byggingu. Hugmynd að útfærslu þar að lútandi var sýnd á teikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst ekki á það byggingarmagn sem óskað er eftir. Uppbygging skv. hugmyndum lóðarhafa myndi hindra útsýn til hafnarsvæðis yfir þak hússins af Garðarsbraut. Nefndin er hinsvegar reiðubúin að koma til móts við óskir lóðarhafa með því að auka byggingarrétt á þakinu í 100 m² sem allur verði á suðurhelmingi þaksins. Vegghæð verði að hámarki 2,80 m og þakhæð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Skipulagsráðgjafa verði falið að breyta skipulagstillögunni til samræmis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar með þeim breytingum sem felast í ofangreindri bókun sem og bókun nefndarinnar frá 12. apríl s.l. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku breytinganna.
Ennfremur var eftirfarandi bókað á 3. fundi hafnanefndar Norðurþings:
"Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með þeim breytingum sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til með bókunum á fundum nefndarinnar þann 12. apríl 2016 og 10. maí 2016."
Til máls tóku: Sif og Óli
Sveitarstjón samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
Sveitarstjón samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
Skipulags- og umhverfisnefnd - 11. fundur - 13.12.2016
Við yfirferð Skipulagsstofnunar á málsmeðferð breytingar deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík sem afgreitt var á vordögum kom í ljós ágalli á ferlinu. Stofnunin leggur því til að kynnt verði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem inniheldur þær breytingar sem ætlunin er að gera.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta sameina greinargerðir skipulagsbreytinga frá 2012 og 2016 án breytinga á skipulagsákvörðunum. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti frá maí 2016. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sú tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarand bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta sameina greinargerðir skipulagsbreytinga frá 2012 og 2016 án breytinga á skipulagsákvörðunum. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti frá maí 2016. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sú tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga."
"Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta sameina greinargerðir skipulagsbreytinga frá 2012 og 2016 án breytinga á skipulagsákvörðunum. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti frá maí 2016. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sú tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 13. fundur - 14.02.2017
Nú er lokið kynningu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Athugasemdafresti lauk 7. febrúar s.l. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
1. Guðmundur Salómonsson f.h. Björgunarsveitarinnar Garðars, bréf dags. 5. febrúar 2017. Óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur innan lóðar norðan við Hafnarstétt 7 þannig að þar megi byggja tækjageymslu á einni hæð að lóðarmörkum.
2. Faglausn, f.h. Gentle Giants gerir eftirfarandi athugasemdir með bréfi dags. 20. janúar 2017.
2.1. Minnt er á að 66°N eru ekki lengur starfandi í Flókahúsi að Hafnarstétt 13.
2.2. Gerð er athugasemd við að Garðarshólmsverkefnið sé skilgreint í gömlu síldarverksmiðjunni enda hafi þar orðið breyting á eignarhaldi og notkunarhugmyndum.
2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni.
2.4. Lagt er til að heimiluð verði bygging kjallara á lóðum við Hafnarstétt.
2.5. Lagt er til að þakform Hafnarstéttar 13 verði heimilað í deiliskipulaginu.
2.6. Óskað er eftir að notkunarskilgreining skúra að Hafnarstétt 5 verði breytt úr beituskúrum til aðstöðuhúsa.
2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka.
2.8. Lagt er til að byggingarreitir við Hafnarstétt 1, 9, 13 og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits.
2.9. Lagt er til að útbúin verði lóð utan um skúra að Hafnarstétt 5 þannig að þá megi flytja að gömlu trébryggju Naustagarðs.
3. Völundur Snær Völundarson, bréf dags. 7. febrúar 2017. Völundur gerir alvarlegar athugasemdir við að honum hafi verið meinuð veitingasala á þaki Hafnarstéttar 7 og telur skipulagstillöguna hindra fjölbreytta uppbyggingu.
1. Guðmundur Salómonsson f.h. Björgunarsveitarinnar Garðars, bréf dags. 5. febrúar 2017. Óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur innan lóðar norðan við Hafnarstétt 7 þannig að þar megi byggja tækjageymslu á einni hæð að lóðarmörkum.
2. Faglausn, f.h. Gentle Giants gerir eftirfarandi athugasemdir með bréfi dags. 20. janúar 2017.
2.1. Minnt er á að 66°N eru ekki lengur starfandi í Flókahúsi að Hafnarstétt 13.
2.2. Gerð er athugasemd við að Garðarshólmsverkefnið sé skilgreint í gömlu síldarverksmiðjunni enda hafi þar orðið breyting á eignarhaldi og notkunarhugmyndum.
2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni.
2.4. Lagt er til að heimiluð verði bygging kjallara á lóðum við Hafnarstétt.
2.5. Lagt er til að þakform Hafnarstéttar 13 verði heimilað í deiliskipulaginu.
2.6. Óskað er eftir að notkunarskilgreining skúra að Hafnarstétt 5 verði breytt úr beituskúrum til aðstöðuhúsa.
2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka.
2.8. Lagt er til að byggingarreitir við Hafnarstétt 1, 9, 13 og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits.
2.9. Lagt er til að útbúin verði lóð utan um skúra að Hafnarstétt 5 þannig að þá megi flytja að gömlu trébryggju Naustagarðs.
3. Völundur Snær Völundarson, bréf dags. 7. febrúar 2017. Völundur gerir alvarlegar athugasemdir við að honum hafi verið meinuð veitingasala á þaki Hafnarstéttar 7 og telur skipulagstillöguna hindra fjölbreytta uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir.
1. Nefndin felst á að skilgreindur verði byggingarreitur að lóðarmörkum Hafnarstéttar 7 fyrir tækjageymslu á einni hæð. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að sú bygging muni sáralítil áhrif hafa á umhverfið þar sem hún komi að mestu í stað stoðveggjar og jarðvegsfyllingar sem fyrir er. Það er áréttað hér að nýtingarhlutfallið í deiliskipulaginu er ekki aukið að sama skapi.
2.1. Leiðrétting. Texti um 66°N fjarlægður úr greinargerð.
2.2. Leiðrétting. Umfjöllun um Garðarshólmsverkefni fellt úr út greinargerð.
2.3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukið nýtingarhlutfall að Hafnarstétt 5. Hinsvegar fellst nefndin á að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði miðað við núverandi hús.
2.4. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að byggja megi kjallara undir hús við Hafnarstétt, þó þannig að aðalhæð sé í eðlilegri umferðarhæð m.v. götu. Þeir kjallarar teljast ekki með þegar nýtingarhlutfall er reiknað skv. töflu í Viðauka A.
2.5. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á breytingu á þakformi frá gildandi deiliskipulagi. Það hefur verið stefna til tveggja áratuga að risþak með mænisstefnu þvert á Hafnarstétt skuli vera á húsum við Hafnarstétt þ.m.t. að Hafnarstétt 13.
2.6. Leiðrétting. Skúrar að Hafnarstétt 5 verði kallaðir aðstöðuhús.
2.7. Fallist er á að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 miði við að húsið að Hafnarstétt 13 sé allt innan lóðar. Nefndin fellst hinsvegar ekki á að lóðarmörk Hafnarstéttar 15 verði færð þannig að Helguskúr, sem stendur á gömlu stöðuleyfi, falli innan lóðarinnar.
2.8. Byggingarreitur að Hafnarstétt 1 miðar við að á lóðinni megi byggja nýbyggingu til norðurs, en horft til þess að eldri bygging skuli þá víkja, enda óheppilega nærri umferðargötu. Byggingarreitur í deiliskipulagi tekur mið af þeirri breytingu sem unnin var í samráði við lóðarhafa. Nefndin fellst því ekki á breytingu byggingarreits þeirrar lóðar. Nefndin fellst á að byggingarreitir Hafnarstéttar 9 og 13 verði í samræmi við núverandi byggingarlínur húsa á lóðunum en fellst ekki á samsvarandi breytingu fyrir Hafnarstétt 15, enda stendur Helguskúr út fyrir lóðarmörk.
2.9. Nefndin fellst ekki á að útbúa nýja lóð undir aðstöðuskúra Gentle Giants við Naustagarð. Sú hugmynd hefur ítrekað verið til umfjöllunar hjá fyrri skipulagsnefndum á undanförnum árum en aldrei hlotið hljómgrunn.
3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukinn stöðuleyfisrétt ofan á þaki Hafnarstéttar 7 eins og nefndin telur undirliggjandi í athugasemd Völundar Snæs.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni til samræmis við ofangreint. Nefndin leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
1. Nefndin felst á að skilgreindur verði byggingarreitur að lóðarmörkum Hafnarstéttar 7 fyrir tækjageymslu á einni hæð. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að sú bygging muni sáralítil áhrif hafa á umhverfið þar sem hún komi að mestu í stað stoðveggjar og jarðvegsfyllingar sem fyrir er. Það er áréttað hér að nýtingarhlutfallið í deiliskipulaginu er ekki aukið að sama skapi.
2.1. Leiðrétting. Texti um 66°N fjarlægður úr greinargerð.
2.2. Leiðrétting. Umfjöllun um Garðarshólmsverkefni fellt úr út greinargerð.
2.3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukið nýtingarhlutfall að Hafnarstétt 5. Hinsvegar fellst nefndin á að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði miðað við núverandi hús.
2.4. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að byggja megi kjallara undir hús við Hafnarstétt, þó þannig að aðalhæð sé í eðlilegri umferðarhæð m.v. götu. Þeir kjallarar teljast ekki með þegar nýtingarhlutfall er reiknað skv. töflu í Viðauka A.
2.5. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á breytingu á þakformi frá gildandi deiliskipulagi. Það hefur verið stefna til tveggja áratuga að risþak með mænisstefnu þvert á Hafnarstétt skuli vera á húsum við Hafnarstétt þ.m.t. að Hafnarstétt 13.
2.6. Leiðrétting. Skúrar að Hafnarstétt 5 verði kallaðir aðstöðuhús.
2.7. Fallist er á að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 miði við að húsið að Hafnarstétt 13 sé allt innan lóðar. Nefndin fellst hinsvegar ekki á að lóðarmörk Hafnarstéttar 15 verði færð þannig að Helguskúr, sem stendur á gömlu stöðuleyfi, falli innan lóðarinnar.
2.8. Byggingarreitur að Hafnarstétt 1 miðar við að á lóðinni megi byggja nýbyggingu til norðurs, en horft til þess að eldri bygging skuli þá víkja, enda óheppilega nærri umferðargötu. Byggingarreitur í deiliskipulagi tekur mið af þeirri breytingu sem unnin var í samráði við lóðarhafa. Nefndin fellst því ekki á breytingu byggingarreits þeirrar lóðar. Nefndin fellst á að byggingarreitir Hafnarstéttar 9 og 13 verði í samræmi við núverandi byggingarlínur húsa á lóðunum en fellst ekki á samsvarandi breytingu fyrir Hafnarstétt 15, enda stendur Helguskúr út fyrir lóðarmörk.
2.9. Nefndin fellst ekki á að útbúa nýja lóð undir aðstöðuskúra Gentle Giants við Naustagarð. Sú hugmynd hefur ítrekað verið til umfjöllunar hjá fyrri skipulagsnefndum á undanförnum árum en aldrei hlotið hljómgrunn.
3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukinn stöðuleyfisrétt ofan á þaki Hafnarstéttar 7 eins og nefndin telur undirliggjandi í athugasemd Völundar Snæs.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni til samræmis við ofangreint. Nefndin leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017
Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. 1. Nefndin felst á að skilgreindur verði byggingarreitur að lóðarmörkum Hafnarstéttar 7 fyrir tækjageymslu á einni hæð. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að sú bygging muni sáralítil áhrif hafa á umhverfið þar sem hún komi að mestu í stað stoðveggjar og jarðvegsfyllingar sem fyrir er. Það er áréttað hér að nýtingarhlutfallið í deiliskipulaginu er ekki aukið að sama skapi. 2.1. Leiðrétting. Texti um 66°N fjarlægður úr greinargerð. 2.2. Leiðrétting. Umfjöllun um Garðarshólmsverkefni fellt úr út greinargerð. 2.3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukið nýtingarhlutfall að Hafnarstétt 5. Hinsvegar fellst nefndin á að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði miðað við núverandi hús. 2.4. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að byggja megi kjallara undir hús við Hafnarstétt, þó þannig að aðalhæð sé í eðlilegri umferðarhæð m.v. götu. Þeir kjallarar teljast ekki með þegar nýtingarhlutfall er reiknað skv. töflu í Viðauka A. 2.5. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á breytingu á þakformi frá gildandi deiliskipulagi. Það hefur verið stefna til tveggja áratuga að risþak með mænisstefnu þvert á Hafnarstétt skuli vera á húsum við Hafnarstétt þ.m.t. að Hafnarstétt 13...frh
"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. 1. Nefndin felst á að skilgreindur verði byggingarreitur að lóðarmörkum Hafnarstéttar 7 fyrir tækjageymslu á einni hæð. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að sú bygging muni sáralítil áhrif hafa á umhverfið þar sem hún komi að mestu í stað stoðveggjar og jarðvegsfyllingar sem fyrir er. Það er áréttað hér að nýtingarhlutfallið í deiliskipulaginu er ekki aukið að sama skapi. 2.1. Leiðrétting. Texti um 66°N fjarlægður úr greinargerð. 2.2. Leiðrétting. Umfjöllun um Garðarshólmsverkefni fellt úr út greinargerð. 2.3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukið nýtingarhlutfall að Hafnarstétt 5. Hinsvegar fellst nefndin á að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði miðað við núverandi hús. 2.4. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að byggja megi kjallara undir hús við Hafnarstétt, þó þannig að aðalhæð sé í eðlilegri umferðarhæð m.v. götu. Þeir kjallarar teljast ekki með þegar nýtingarhlutfall er reiknað skv. töflu í Viðauka A. 2.5. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á breytingu á þakformi frá gildandi deiliskipulagi. Það hefur verið stefna til tveggja áratuga að risþak með mænisstefnu þvert á Hafnarstétt skuli vera á húsum við Hafnarstétt þ.m.t. að Hafnarstétt 13...frh
...frh. bókunar skipulags- og umhverfisnefndar."2.6. Leiðrétting. Skúrar að Hafnarstétt 5 verði kallaðir aðstöðuhús. 2.7. Fallist er á að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 miði við að húsið að Hafnarstétt 13 sé allt innan lóðar. Nefndin fellst hinsvegar ekki á að lóðarmörk Hafnarstéttar 15 verði færð þannig að Helguskúr, sem stendur á gömlu stöðuleyfi, falli innan lóðarinnar. 2.8. Byggingarreitur að Hafnarstétt 1 miðar við að á lóðinni megi byggja nýbyggingu til norðurs, en horft til þess að eldri bygging skuli þá víkja, enda óheppilega nærri umferðargötu. Byggingarreitur í deiliskipulagi tekur mið af þeirri breytingu sem unnin var í samráði við lóðarhafa. Nefndin fellst því ekki á breytingu byggingarreits þeirrar lóðar. Nefndin fellst á að byggingarreitir Hafnarstéttar 9 og 13 verði í samræmi við núverandi byggingarlínur húsa á lóðunum en fellst ekki á samsvarandi breytingu fyrir Hafnarstétt 15, enda stendur Helguskúr út fyrir lóðarmörk. 2.9. Nefndin fellst ekki á að útbúa nýja lóð undir aðstöðuskúra Gentle Giants við Naustagarð. Sú hugmynd hefur ítrekað verið til umfjöllunar hjá fyrri skipulagsnefndum á undanförnum árum en aldrei hlotið hljómgrunn. 3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukinn stöðuleyfisrétt ofan á þaki Hafnarstéttar 7 eins og nefndin telur undirliggjandi í athugasemd Völundar Snæs. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni til samræmis við ofangreint. Nefndin leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."
Til máls tóku: Sif, Örlygur og Óli.
Tillaga hafnanefndar er felld með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Jónasar og Kjartans. Soffía og Gunnlaugur sátu hjá.
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Sif, Örlygur og Óli.
Tillaga hafnanefndar er felld með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Jónasar og Kjartans. Soffía og Gunnlaugur sátu hjá.
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 15. fundur - 04.04.2017
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Miðhafnarsvæðis dags. 13. mars s.l. og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 30. mars og Minjastofnunar dags 29. mars vegna skipulagsins.
Minjastofnun óskar þess að settur verði inn texti í greinargerð "Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands". Einnig er bent á að Hafnarstétt 3 fellur undir 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 og því skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands áður en farið er í breytingar á húsinu.
Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni vegna framkominna ábendinga.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi ósk Gentle Giants dags. 30. mars þar sem óskað er eftir að heimilaður verði 25° þakhalli og 7,95 m mænishæð á Flókahúsi sem fyrirtækið hefur nýverið samið um kaup á.
Minjastofnun óskar þess að settur verði inn texti í greinargerð "Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands". Einnig er bent á að Hafnarstétt 3 fellur undir 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 og því skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands áður en farið er í breytingar á húsinu.
Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni vegna framkominna ábendinga.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi ósk Gentle Giants dags. 30. mars þar sem óskað er eftir að heimilaður verði 25° þakhalli og 7,95 m mænishæð á Flókahúsi sem fyrirtækið hefur nýverið samið um kaup á.
Nefndin fellst á óskir lóðarhafa um að heimila þakhalla Flókahúss að Hafnarstétt 13 í 25°, en telur ekki rétt að samþykkja umbeðna aukningu í mænishæð í ljósi þess að önnur hús á svæðinu eru lægri.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem búið er að gera og gildistaka þess auglýst.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem búið er að gera og gildistaka þess auglýst.
Sveitarstjórn Norðurþings - 67. fundur - 11.04.2017
Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Nefndin fellst á óskir lóðarhafa um að heimila þakhalla Flókahúss að Hafnarstétt 13 í 25°, en telur ekki rétt að samþykkja umbeðna aukningu í mænishæð í ljósi þess að önnur hús á svæðinu eru lægri. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem búið er að gera og gildistaka þess auglýst."
"Nefndin fellst á óskir lóðarhafa um að heimila þakhalla Flókahúss að Hafnarstétt 13 í 25°, en telur ekki rétt að samþykkja umbeðna aukningu í mænishæð í ljósi þess að önnur hús á svæðinu eru lægri. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem búið er að gera og gildistaka þess auglýst."
Samþykkt samhljóða.
Hafnanefnd - 14. fundur - 26.04.2017
Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis - 201411063
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Miðhafnarsvæðis dags. 13. mars s.l. og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 30. mars og Minjastofnunar dags 29. mars vegna skipulagsins.
Minjastofnun óskar þess að settur verði inn texti í greinargerð "Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands". Einnig er bent á að Hafnarstétt 3 fellur undir 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 og því skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands áður en farið er í breytingar á húsinu.
Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni vegna framkominna ábendinga.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi ósk Gentle Giants dags. 30. mars þar sem óskað er eftir að heimilaður verði 25° þakhalli og 7,95 m mænishæð á Flókahúsi sem fyrirtækið hefur nýverið samið um kaup á.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Miðhafnarsvæðis dags. 13. mars s.l. og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 30. mars og Minjastofnunar dags 29. mars vegna skipulagsins.
Minjastofnun óskar þess að settur verði inn texti í greinargerð "Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands". Einnig er bent á að Hafnarstétt 3 fellur undir 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 og því skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands áður en farið er í breytingar á húsinu.
Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni vegna framkominna ábendinga.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi ósk Gentle Giants dags. 30. mars þar sem óskað er eftir að heimilaður verði 25° þakhalli og 7,95 m mænishæð á Flókahúsi sem fyrirtækið hefur nýverið samið um kaup á.
Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar.