Hafnanefnd
Dagskrá
1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Málsnúmer 201603024Vakta málsnúmer
Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2016 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer
Fundagerð skipulags- og umhverfisnefndar um breytingar á deiliskipulagi miðahafnarsvæðis
Hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins vegna nýrra gagna sem bárust, þar til skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt málið.
3.Deiliskipulag suðurhafnar
Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer
Deiliskipulag suðurhafnar
Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulag suðurhafnar og leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið.
4.Lóðaumsókn á suðurhafnarsvæði
Málsnúmer 201603147Vakta málsnúmer
GPG Seafood sækir um lóðir á suðurfyllingu. Merkt Fiskifjara 2 & Suðurgarður 8 á skipulagstillögu fyrir athafnasvæði A3 & hafnarsvæði H5
Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um byggingaráform og nýtingu lóðanna. Umsókn var tekin fyrir á fundi skipulags og umhverfisnefndar þann 21.04 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að GPG Seafood ehf verði boðnar lóðirnar að Fiskifjöru 2 og Suðurgarði 8, þegar þær verða tilbúnar til uppbyggingar.
Hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að GPG Seafood ehf verði boðnar lóðirnar samkvæmt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
Hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að GPG Seafood ehf verði boðnar lóðirnar samkvæmt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
5.Lóðaumsókn á suðurhafnarsvæði
Málsnúmer 201604083Vakta málsnúmer
Flóki ehf óskar eftir lóð undir starfsemi fyrirtækisins á nýdeiliskipulögðu suðurhafnarsvæði.
Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um byggingaráform og nýtingu lóðarinnar. Umsókn var tekin fyrir á fundi skipulags og umhverfisnefndar þann 12.04 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að Flóka ehf verði boðin lóðin að Fiskifjöru 4 þegar hún verður tilbúin til uppbyggingar.
Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að Flóka ehf verði boðin lóðin að Fiskifjöru 4.
Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að Flóka ehf verði boðin lóðin að Fiskifjöru 4.
6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluskúr.
Málsnúmer 201603152Vakta málsnúmer
Umsókn um leyfi fyrir 14,5 m2 söluskúr á miðhafnarsvæði Húsavíkurhafnar, sunnan við Helguskúr.
Hafnanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að deiliskipulag miðhafnarsvæðis sem nú er í kynningu, verði samþykkt.
Ekki er þó gert ráð fyrir að höfnin útvegi rafmagn eða vatn í fyrirhuguð söluhús.
Ekki er þó gert ráð fyrir að höfnin útvegi rafmagn eða vatn í fyrirhuguð söluhús.
7.Húsavík Adventures - Umskókn um viðlegupláss.
Málsnúmer 201604024Vakta málsnúmer
Húsavík Adventures sækir um viðlegupláss fyrir báta félagsins og ítrekar ósk um uppsetningu á læstu hliði eins og samþykkt var í nefnd 2015.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur rekstarstjóra hafna að vinna að lausnum fyrir félagið varðandi viðlegu og lokana að bátum félagsins.
8.Norðursigling- Raforka til hleðslu skipa.
Málsnúmer 201604104Vakta málsnúmer
Norðursigling óskar eftir raforku til hleðslu á rafknúnum skipum sínum.
Hafnanefnd tekur vel í að skoða möguleikana á því að útvega raforku að hleðslustöðvum rafskipa en óskar eftir frekari gögnum um málið áður en endanleg afstaða er tekin í málinu. Hafnanefndin felur rekstrarstjóra hafna að fylgja málinu eftir og afla frekari gagna.
9.Slippurinn á Húsavík
Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer
Erindi frá Norðursiglingu varðandi Slippinn á Húsavík
Einn aðili sýndi umræddri lóð áhuga og sendi inn tilboð og uppbyggingaráform. Hafnanefnd lítur jákvæðum augum á þau áform og því er rekstrastjóra hafna falið að senda tilboðsgjafa gagntilboð og ganga til samninga við hann ef ásættanlegt verð fæst fyrir lóðina.
10.Rekstraryfirlit 2015 - Drög til kynningar
Málsnúmer 201510052Vakta málsnúmer
Hafnarsjóður Norðurþings. Drög að ársreikningi 2015. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11.Ársreikningur Hafnasambands Íslands
Málsnúmer 201604137Vakta málsnúmer
Ársreikningur Hafnarsambands Íslands fyrir árið 2015
Lagt fram til kynningar.
12.Kópaskershöfn - Staða og framtíð
Málsnúmer 201603032Vakta málsnúmer
Til kynningar. Nefndin upplýst um þá vinnu sem farið hefur fram varðandi Kópaskershöfn.
Hafnanefnd vill leita allra leiða til að halda Kópaskershöfn opinni til að viðhalda sem bestum búsetuskilyrðum á svæðinu.
Rekstrartjóra hafna er falið að vinna áfram í málinu.
Rekstrartjóra hafna er falið að vinna áfram í málinu.
13.Menningarfélagið Úti á Túni, starfsemi í verbúðunum
Málsnúmer 201503085Vakta málsnúmer
Starfsemi í verbúðum
Rætt var um leigusamning menningarfélagsins Úti á túni í verbúðunum. Samningur við félagið gildir út árið 2016.
Hafnanefnd ákveður að öllum leigusamningum sem ekki renna sjálfkrafa út um áramót verði sagt upp tímanlega svo uppsögn taki gildi um áramót.
Viðhalds og uppbyggingarþörf hússins verði metin og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um framtíðar notkun og eignarhald.
Hafnanefnd ákveður að öllum leigusamningum sem ekki renna sjálfkrafa út um áramót verði sagt upp tímanlega svo uppsögn taki gildi um áramót.
Viðhalds og uppbyggingarþörf hússins verði metin og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um framtíðar notkun og eignarhald.
14.Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016
Málsnúmer 201604139Vakta málsnúmer
Til kynningar- Staða framkvæmda
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda í og við Húsavíkurhöfn. Framkvæmdir ganga almennt vel en þó hafa þilframkvæmdir tafist umtalsvert.
Umræða varð um aðstöðusköpun á hafnarsvæðinu vegna fjölgunar ferðamanna.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að vinna í samstarfi við ferðþjónustuaðila að fjölgun almenningssalerna á svæðinu.
Umræða varð um aðstöðusköpun á hafnarsvæðinu vegna fjölgunar ferðamanna.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að vinna í samstarfi við ferðþjónustuaðila að fjölgun almenningssalerna á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 19:15.