Norðursigling- Raforka til hleðslu skipa.
Málsnúmer 201604104
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016
Norðursigling óskar eftir raforku til hleðslu á rafknúnum skipum sínum.
Hafnanefnd tekur vel í að skoða möguleikana á því að útvega raforku að hleðslustöðvum rafskipa en óskar eftir frekari gögnum um málið áður en endanleg afstaða er tekin í málinu. Hafnanefndin felur rekstrarstjóra hafna að fylgja málinu eftir og afla frekari gagna.
Hafnanefnd - 3. fundur - 11.05.2016
Norðursigling óskar eftir að fá aðgang að rafmagnstengingu við flotbryggju til hleðslu á rafmagnsknúnum farþegaskipum sínum.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir vegna málsins.
Hafnanefnd lítur jákvæðum augum á málið en telur að ekki liggi nægjanlega greinagóð gögn um umfang verkefnisins til að taka afstöðu í málinu.
Hafnarnefnd felur rekstrarstjóra að vinna áfram að málinu.
Hafnanefnd lítur jákvæðum augum á málið en telur að ekki liggi nægjanlega greinagóð gögn um umfang verkefnisins til að taka afstöðu í málinu.
Hafnarnefnd felur rekstrarstjóra að vinna áfram að málinu.