Menningarfélagið Úti á Túni, starfsemi í verbúðunum
Málsnúmer 201503085
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 47. fundur - 25.03.2015
Sigríður Hauksdóttir, fulltrúi Menningarfélagsins úti á Túni mætti á fundinn. Fyrir nefndinni liggur skýrsla um starfsemi í verbúðunum árið 2014 og áætlun um starfsemi yfirstandandi árs.
Fræðslu- og menningarnefnd þakkar greinagóða kynningu.
Sigríður Hauksdóttir vék af fundi kl. 15:40.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 1. fundur - 12.04.2016
Rætt var um málefni Menningarfélagsins Úti á Túni - FJÚK.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi kynnti starfsemi menningarfélagsins Úti á Túni.
Menningarfulltrúa er falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um framtíðarstarfsemi þess.
Menningarfulltrúa er falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um framtíðarstarfsemi þess.
Hafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016
Starfsemi í verbúðum
Rætt var um leigusamning menningarfélagsins Úti á túni í verbúðunum. Samningur við félagið gildir út árið 2016.
Hafnanefnd ákveður að öllum leigusamningum sem ekki renna sjálfkrafa út um áramót verði sagt upp tímanlega svo uppsögn taki gildi um áramót.
Viðhalds og uppbyggingarþörf hússins verði metin og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um framtíðar notkun og eignarhald.
Hafnanefnd ákveður að öllum leigusamningum sem ekki renna sjálfkrafa út um áramót verði sagt upp tímanlega svo uppsögn taki gildi um áramót.
Viðhalds og uppbyggingarþörf hússins verði metin og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um framtíðar notkun og eignarhald.