Slippurinn á Húsavík
Málsnúmer 201410062
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014
Rætt um framtíðarfyrirkomulag slippreksturs á Húsavík. Núverandi leigusamningur rennur út um n.k. áramót. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa slippinn til sölu og óska eftir tilboðum ásamt áformum bjóðenda um uppbyggingu í og við slippinn.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015
Hafnarstjóri leggur til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að slippurinn í Naustafjöru á Húsavík verði auglýstur til sölu. Með í sölunni fylgdu lóðarréttindi og byggingarréttur eins og nánar er skilgeint í deiliskipulagi Norðurhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 20. janúar 2015. Tilboðsgjöfum verði gert að skila inn tímasettri áætlun um uppbyggingu á svæðinu og nýtingu slippsins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að slippurinn verði auglýstur til sölu og verði salan skilyrt áframhaldandi nýtingu hans við viðhald báta og skipa.
Hafnanefnd - 1. fundur - 08.03.2016
Fyrir hafnanefnd liggur fyrir kauptilboð í Húsavíkurslipp
Eitt tilboð barst í lóð og fasteign samkvæmt auglýsingu.
Hafnanefnd sér sér ekki fært að taka tilboðinu en býður tilboðshafa til frekari viðræðna um málið.
Hafnanefnd sér sér ekki fært að taka tilboðinu en býður tilboðshafa til frekari viðræðna um málið.
Hafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016
Erindi frá Norðursiglingu varðandi Slippinn á Húsavík
Einn aðili sýndi umræddri lóð áhuga og sendi inn tilboð og uppbyggingaráform. Hafnanefnd lítur jákvæðum augum á þau áform og því er rekstrastjóra hafna falið að senda tilboðsgjafa gagntilboð og ganga til samninga við hann ef ásættanlegt verð fæst fyrir lóðina.
Hafnanefnd - 3. fundur - 11.05.2016
Slippurinn á Húsavík
Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna ásamt Norðursiglingu hafa komist að samkomulagi um kaupverð á slippnum. Er það í samræmi við ákvörðun og óskir hafnanefndar frá fyrri fundi.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að ganga frá kaupsamningi við Norðursiglingu. Söluverð slippsins er 6.592.295 kr.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að ganga frá kaupsamningi við Norðursiglingu. Söluverð slippsins er 6.592.295 kr.