Fara í efni

Hafnanefnd

1. fundur 08. mars 2016 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016

Málsnúmer 201603024Vakta málsnúmer

Fyrir hafnarnefnd liggur fundargerð Hafnarsambands Íslands 2016
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Slippurinn á Húsavík

Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer

Fyrir hafnanefnd liggur fyrir kauptilboð í Húsavíkurslipp
Eitt tilboð barst í lóð og fasteign samkvæmt auglýsingu.

Hafnanefnd sér sér ekki fært að taka tilboðinu en býður tilboðshafa til frekari viðræðna um málið.

3.Raufarhöfn Viðhald og búnaður

Málsnúmer 201603023Vakta málsnúmer

Á Raufarhöfn er einungis staðsettur einn löndunarkrani. Þar er farin að myndast talsverð löndunarbið en ríflega 20 bátar landa að staðaldri á við höfnina. Núverandi löndunarkrani er farinn að láta á sjá og þarfnast viðhalds en erfitt hefur reynst að viðhalda krananum þar sem notkun er orðin nokkuð stöðug yfir árið.
Hafnanefnd samþykkir uppsetningu á löndunarkrana á Raufarhöfn.
Rekstrarstjóra hafna er falið að undirbúa málið.

4.Kópaskershöfn - Staða og framtíð

Málsnúmer 201603032Vakta málsnúmer

Staða Kópaskershafnar hefur farið versnandi vegna mikils sands og leirburðar inn í höfnina og er dýpi hafnarinnar orðið mjög lítið á fjöru. Er þetta orðið bagalegt fyrir sjófarendur á svæðinu og er farið að hafa umtalsverð áhrif á umferð og starfsemi.
Hafnanefnd felur hafnastjóra og rekstrarstjóra að hefja viðræður við Vegagerð ríkisins og aðrar stjórnsýslustofnanir er málið varðar, um framtíð Kópaskershafnar.

5.Framkvæmdir - staða mála

Málsnúmer 201602047Vakta málsnúmer

Upplýsingar um stöðu framkvæmda í Húsavíkurhöfn
Rekstrarstjóri hafna kynnti framgang framkvæmda í/við Húsavíkurhöfn.

6.Rekstraryfirlit 2015 - staða mála

Málsnúmer 201510052Vakta málsnúmer

Fyrir hafnanefnd liggur fyrir drög af rekstraryfirliti 2015 til kynningar.
Rekstrarstjóri hafna lagði fram drög að rekstraruppgjöri fyrir árið 2015.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að taka saman til kynningar rekstur hafna fyrstu mánuði ársins 2016.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir 45-50 m2 söluhús á á miðhafnarsvæði.

Málsnúmer 201603037Vakta málsnúmer

Sport & Útivist ehf sækir um stöðuleyfi fyrir 45-50 m2 söluhúsi á miðhafnarsvæðinu.
Hafnarnefnd hafnar erindinu enda ekki í samræmi við skipulag.

Fundi slitið.