Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Öryggismál við skotsvæði norðan Húsavíkur
Málsnúmer 201511084Vakta málsnúmer
Vegna nýrrar námu og vegs að námu er nauðsynlegt að skoða aðgerðir til að auka öryggi starfsmanna sem vinna á svæðinu. Núverandi fyrirkomulag er ekki nægjanlega gott að mati skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Fara þarf í ákveðna jarðvinnu á skotsvæðinu til að minka líkur á að riffilkúlur úr öflugum rifflum nái útfyrir skotsvæðið.
Framkvæmda- og hafnarnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra og gera kostnaðaráætlun á nauðsynlegar breytingar.
2.Slippurinn á Húsavík
Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer
Hafnarstjóri leggur til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að slippurinn í Naustafjöru á Húsavík verði auglýstur til sölu. Með í sölunni fylgdu lóðarréttindi og byggingarréttur eins og nánar er skilgeint í deiliskipulagi Norðurhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 20. janúar 2015. Tilboðsgjöfum verði gert að skila inn tímasettri áætlun um uppbyggingu á svæðinu og nýtingu slippsins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að slippurinn verði auglýstur til sölu og verði salan skilyrt áframhaldandi nýtingu hans við viðhald báta og skipa.
3.Ósk um samþykki hafnarnefndar vegna umsóknar um hafnsöguréttindi
Málsnúmer 201511087Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur ósk um samþykki vegna óskar Egils Aðalgeirs Bjarnasonar um hafnsöguréttindi.
Nefndin samþykkir erindið.
4.Deiliskipulag suðurhafnar
Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer
Þann 17. nóvember sl. tók Skipulags og bygginganefnd málið fyrir og bókaði:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík. Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík. Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar að skipulags- og matslýsingu.
5.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer
Breytingartillögur í níu liðum á gildandi deiliskipulagi samþykktu í bæjarstjórn Norðurþings 18. september 2012, eru til afgreiðslu nefndarinnar.
1. Hafnarstétt 1 og 3. Sett inn á uppdrátt mögulega tengibyggingu (brú) milli húsa á Hafnarstétt 1 og 3. Umferð um sundið milli húsanna er áfram heimiluð en takmarkast af hæð undir brú sem verður mest 3,0m.
2. Hafnarstétt 3. Skilgreind eru tvö bílastæði fyrir fatlaða á lóð við Hafnarstétt 3.
3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2.
4. Lóð Hafnarstétt 13-15 verði skipt upp í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir að á lóðunum geti staðið hús með sameiginlegum millivegg. Eftir breytingu heita lóðirnar Hafnarstétt 13 og Hafnarstétt 15. Hafnarstétt 13. Lóðin er 227m2. Þar stendur nú tveggja hæða hús, Flókahús. Áfram verði heimilað að byggja tveggja hæða hús skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hafnarstétt 15. Lóðin er 296 m2. Þar stendur nú einna hæða hús með risi, Helguskúr. Gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið. Húsið megi vera tvær hæðir skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hæð bygginga og húsagerð skal fylgja gildandi deiliskipulagi.
5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks.
6. Hafnarstétt 25-31. Lóð við Hafnarstétt 25-31 er stækkuð í húsasundinu milli gömlu verksmiðjunnar og frystiklefa. Stækkun er til norðurs frá aðkomu að frystiklefa. Við þetta stækkar lóð Hafnarstéttar 25-31 í 3.156m2 og nýtingarhlutfall verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
7. Hafnarstétt 33. Vegna stækkunar lóðar við Hafnarstétt 25-31 minnkar lóð við Hafnarstétt 33 í 1.625 m2 og nýtingarhlutfall hennar verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
8. Skilgreind hafa verið svæði við flotbryggjur fyrir þjónustuhús fyrir þær. Merkt < S > á uppdrætti. Þar er gert ráð fyrir einna hæða smábyggingum allt að 12m2. Þjónustuhús eru háð stöðuleyfi skv. byggingareglugerð.
9. Torgsala sem áður var heimiluð við gönguleið meðfram hafnarkanti er aflögð, en færð suður fyrir Helguskúr(Hafnarstétt 15). Þar eru skilgreind svæði fyrir allt að 8 smáhús hvert á reit sem er 4x4m. Á milli húsaraða er göngugata 5m á breidd. Hús eða hverskonar aðstaða fyrir torgsölu eru háð stöðuleyfum hverju sinni skv. byggingareglugerð.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ofangreindar breytingatillögur, að undanskildum liðum 3 og 5.
2. Hafnarstétt 3. Skilgreind eru tvö bílastæði fyrir fatlaða á lóð við Hafnarstétt 3.
3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2.
4. Lóð Hafnarstétt 13-15 verði skipt upp í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir að á lóðunum geti staðið hús með sameiginlegum millivegg. Eftir breytingu heita lóðirnar Hafnarstétt 13 og Hafnarstétt 15. Hafnarstétt 13. Lóðin er 227m2. Þar stendur nú tveggja hæða hús, Flókahús. Áfram verði heimilað að byggja tveggja hæða hús skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hafnarstétt 15. Lóðin er 296 m2. Þar stendur nú einna hæða hús með risi, Helguskúr. Gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið. Húsið megi vera tvær hæðir skv. gildandi deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall lóðar 1,0 Hæð bygginga og húsagerð skal fylgja gildandi deiliskipulagi.
5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks.
6. Hafnarstétt 25-31. Lóð við Hafnarstétt 25-31 er stækkuð í húsasundinu milli gömlu verksmiðjunnar og frystiklefa. Stækkun er til norðurs frá aðkomu að frystiklefa. Við þetta stækkar lóð Hafnarstéttar 25-31 í 3.156m2 og nýtingarhlutfall verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
7. Hafnarstétt 33. Vegna stækkunar lóðar við Hafnarstétt 25-31 minnkar lóð við Hafnarstétt 33 í 1.625 m2 og nýtingarhlutfall hennar verður óbreytt skv. gildandi deiliskipulag.
8. Skilgreind hafa verið svæði við flotbryggjur fyrir þjónustuhús fyrir þær. Merkt < S > á uppdrætti. Þar er gert ráð fyrir einna hæða smábyggingum allt að 12m2. Þjónustuhús eru háð stöðuleyfi skv. byggingareglugerð.
9. Torgsala sem áður var heimiluð við gönguleið meðfram hafnarkanti er aflögð, en færð suður fyrir Helguskúr(Hafnarstétt 15). Þar eru skilgreind svæði fyrir allt að 8 smáhús hvert á reit sem er 4x4m. Á milli húsaraða er göngugata 5m á breidd. Hús eða hverskonar aðstaða fyrir torgsölu eru háð stöðuleyfum hverju sinni skv. byggingareglugerð.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ofangreindar breytingatillögur, að undanskildum liðum 3 og 5.
6.Lóðaumsókn
Málsnúmer 201511083Vakta málsnúmer
Trésmiðjan Rein óskar eftir tveimur lóðum á fyllingunni í suðurfjöru.
Framkvæmda- og hafnanefnd lýsir ánægju sinni með áhuga á lóðum í suðurfjöru. Tekið verður tillit til óska fyrirtækisins við skipulagsgerð.
7.Stækkun uppfyllingar í suðurfjöru við Húsavík
Málsnúmer 201511037Vakta málsnúmer
Hafnastjóri kynnti hugmyndir að framkvæmdinni.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir að uppfyllingunni og óskar eftir því að kostnaðaráætlun verksins verði lögð fyrir nefndina þegar hún liggur fyrir.
8.Fjárhagsáætlun 2016 hafnasjóðs
Málsnúmer 201510049Vakta málsnúmer
Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdaáætlun hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2016.
Framkvæmda- og hafnanefnd vísar fjárhagsáætlun hafnasjóðs til síðari umræðu í bæjarstjórn.
9.Framtíðarsýn í búsetu og þjónustu við fatlaða
Málsnúmer 201510096Vakta málsnúmer
Framkvæmda- og hafnarnefnd hefur látið framkvæma umbeðna úttekt og vísar málinu til afgreiðslu í Bæjarráði.
10.Sorpmál í Norðurþingi - staðan
Málsnúmer 201508038Vakta málsnúmer
Farið yfir þá fundi sem hafa verið með Íslenska gámafélaginu undanfarið og þá niðurstöðu sem þar fékkst.
Framkvæmda- og hafnarnefnd fagnar þeim árangri sem nást hefur í viðræðum sveitafélagsins við Íslenska gámafélagsins.
11.Slökkvilið Norðurþings
Málsnúmer 201501016Vakta málsnúmer
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir stöðu liðsins og fjárhagsáætlun fyrir 2016.
Grímur Kárason kom og kynnti þarfir og áætlanir fyrir slökkviliðið.
12.Gatnagerðargjald breyting á gjaldi fyrir viðbyggingar.
Málsnúmer 201511089Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur bent á að gatnagerðargjöld vegna viðbygginga við þegar byggt íbúðarhúsnæði í Norðurþingi séu óþarflega há miðað við tilkostnað af hálfu sveitarfélagsins. Á síðustu árum var veittur 100% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá gildandi gjaldskrá vegna viðbygginga, en sá afsláttur er nú fallinn niður. Núgildandi gjaldskrá er frá árinu 2011. Framkvæmda- og hafnafulltrúi tekur undir þau sjónarmið að gjaldskrá sé of há gagnvart viðbyggingum íbúðarhúsa við frágengnar götur. Hann leggur því til að á þessu stigi verði veittur 50% afsláttur frá núverandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld vegna viðbygginga við þegar byggt íbúðarhúsnæði. Til lengri tíma verði gjaldskrá um gatnagerðargjöld ofl. endurskoðuð.
Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur til við bæjarstjórn að nú þegar verði veittur 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld af viðbyggingum við íbúðarhúsnæði.
Framkvæmda- og hafnarfulltrúa verði falið að undirbúa endurskoðun gjaldskráarinnar í heild.
Framkvæmda- og hafnarfulltrúa verði falið að undirbúa endurskoðun gjaldskráarinnar í heild.
13.Ágúst S. Óskarsson óskar eftir upplýsingum um stjórnvaldsákvarðanir um sorpmál í Norðurþingi
Málsnúmer 201510139Vakta málsnúmer
Ágúst S. Óskarsson óskar eftir því að fá allar reglur, stjórnsýslusamþykkir og svör við spurningum sendar til sín.
Framkvæmda- og hafnarnefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að svara erindinu.
Auka þarf upplýsingagjöf til íbúa um það hvernig núverandi fyrirkomulag er.
Auka þarf upplýsingagjöf til íbúa um það hvernig núverandi fyrirkomulag er.
14.Ósk um umsögn frá Norðurþingi vegna kaupa á hljóðdeyfi
Málsnúmer 201510099Vakta málsnúmer
Breki Karlssson einn af eigendum jarðana Grjótnes 1 og 2 óskar eftir leyfi sveitafélagsins til að nota hljódeyfi á riffil verndun æðarvarps. Svarið hyggst hann nota sem fylgigagn með umsókn um kaup á hljódeyfi sem hann sendir til lögregluyfirvalda.
Framkvæmda- og hafnarnefnd gerir ekki athugasemd við notkun hljóðdeyfis á riffil til verndar æðarvarps í landi Grjótnes 1 og 2.
15.Frá Samgöngustofu varðandi ástand gróðurs og umferðaröryggi
Málsnúmer 201510045Vakta málsnúmer
Samgöngustofa fer þess á leit við sveitafélagið að hugað verið að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót. Ef ljóst þykir að gróður hindri sýn eða hefti umferð er mikilvægt að gerar séu viðeigandi ráðstafanir. Eins er ávallt mikilvægt að sýna fyrirhyggju við gróðursetningu nýrra trjáa og runna með tilliti til umferðaröryggis almennings.
Framkvæmda- og hafnarnefnd vísar erindinu til garðyrkjustjóra og óskar eftir því að hann yfirfari ástand gróðurs m.t.t. umferðaröryggis í sveitafélaginu og geri viðeigandi ráðstafanir.
16.Merkingar stofnana sveitarfélagins
Málsnúmer 201511086Vakta málsnúmer
Stofnanir sveitafélgsins verði merktar með nafni með skilti, annað hvort áfast vegg eða sérskilti. Málið heftur oft verið rætt og óskað efir kostnaðartölum.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera tillögu að útliti skilta og reikna kostnað við verkefnið. Samþykkt að hefja þessa vinnu.
17.Bréf frá Flokkun Eyjafirði - Stofnun sameignlegs félags á sviði úrgangsmála á Norðurland
Málsnúmer 201511033Vakta málsnúmer
Stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf vill kanna hvort áhugi er fyrir stofnum byggðarsamlags eða félags í öllum landsfjórðungum á þessu sviði. Tilgangur að halda utan um úrgangsmál á svæðinu og fylgja svæðisáætun eftir.
Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í þá hugmynd að auka samstarf um sorpmál á svæðinu.
18.Veraldarvinir - tilboð um samstarf á árinu 2016
Málsnúmer 201510020Vakta málsnúmer
Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt.
Samtökin óska eftir samvinnu við sveitafélagið á árinu 2016.
Samtökin óska eftir samvinnu við sveitafélagið á árinu 2016.
Framkvæmdar og hafnarnefnd þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.
19.Landgræðsla ríkisins óska eftir styrk við verkefnið Bændur græða landið
Málsnúmer 201511002Vakta málsnúmer
Landgræðsla ríkisins óska eftir 650 þúsund króna styrk við verkefnið Bændur græða landið líkt og undanfarin ár. Sveitafélagið hefur undanfarin ár styrkt verkefnið.
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir þátttöku í verkefninu Bændur græða landið og annara uppgræðsluverkefna 2015.
20.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019
Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer
Farið yfir loka rekstaráætlun fyrir sviðið.
Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Samþykkt að vísa áætlunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 20:55.
Kristján Þór Magnússon, hafnastjóri, sat fundinn undir liðum, 14 - 20.