Fara í efni

Framtíðarsýn í búsetu og þjónustu við fatlaða

Málsnúmer 201510096

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 21.10.2015

Málefnum fatlaðra hefur verið sinnt á margan hátt til fyrirmyndar í sveitarfélaginu þar sem lífsgæði og vellíðan einstaklinga hefur aukist til muna. En því miður er skortur á úrræðum einnig til staðar og má sjá að í nánustu framtíð þarf sveitarfélagið að gera miklar úrbætur í búsetuúrræðum þar sem þörfin er gríðarlega mikil.

Fyrir fundin var lög fram framtíðarsýn í búsetumálum fatlaðra, lögð er áhersla á að hún verði höfð að leiðarljósi þegar unnið er að búsetumálum fatlaðra í sveitarfélaginu. Framtíðarsýnin samræmist lögum og reglugerðum um búsetu.

Nefndin telur að hægt sé að leysa brýnasta vandann með kaupum á hentugu húsnæði sem leyst gæti bráðabrigðashúsnæði skammtímavistunarhúsnæði af hólmi og myndi einnig henta þeirri starfsemi sem sinnt er í Miðjunni í dag. Nefndin telur að til framtíðar megi ná fram mikilli fjárhagslegri hagræðingu með því að reka skammtímavistun og Miðjuna í sama húsnæði sem væri í eigu sveitarfélagsins. Í dag eru greiddar kr. 230 þúsund í leigu fyrir Miðjuna sú upphæð nýtist í afborganir af húsnæðisláni fyrir þá starfssemi.
Vert er að benda á að með þessari hagræðingu opnast búsetu úrræði í Sólbrekku fyrir þá fimm einstaklinga sem nú þegar eru í brýnni þörf fyrir búsetu sem sveitarfélagið getur ekki mætt eins og staðan er í dag og þessir einstaklingar eru því ekki að njóta lögbundinna þjónustu.

Félagsmálastjóra falið að taka saman gögn til stuðnings erindinu fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Norðurþings - 156. fundur - 29.10.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings um möguleg kaup á húsnæðinu að Höfðavegi 22 fyrir starfsemi Miðjunnar og skammtímavistunar um helgar.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar til frekari skoðunar

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015

Framkvæmda- og hafnarnefnd hefur látið framkvæma umbeðna úttekt og vísar málinu til afgreiðslu í Bæjarráði.

Bæjarráð Norðurþings - 160. fundur - 27.11.2015

Fyrir bæjarráði liggur mat frá framkvæmda- og hafnanefnd á kostum þess að færa starfsemi Miðjunnar í annað húsnæði.
Bæjarráð tekur undir með framkvæmda- og hafnanefnd og telur sér ekki fært að fjárfesta í húsnæði fyrir starfsemi Miðjunnar að svo stöddu.