Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fundartími bæjarráðs
Málsnúmer 201511098Vakta málsnúmer
2.Eyþing fundargerðir
Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundagerðir frá 272., 273. og 274 fundi stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar
3.Framtíðarsýn í búsetu og þjónustu við fatlaða
Málsnúmer 201510096Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur mat frá framkvæmda- og hafnanefnd á kostum þess að færa starfsemi Miðjunnar í annað húsnæði.
Bæjarráð tekur undir með framkvæmda- og hafnanefnd og telur sér ekki fært að fjárfesta í húsnæði fyrir starfsemi Miðjunnar að svo stöddu.
4.Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Þingeyinga 2016
Málsnúmer 201511097Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Þingeyinga fyrir árið 2016
Vísað til fjárhagsáætlunar
5.Tekjustofnar sveitarfélaga, 263. mál
Málsnúmer 201511085Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frv. til laga um br. á lögum um tekjustofn sveitarfélaga 263. mál.
Lagt fram til kynningar
6.832. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201511101Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019
Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu með áorðunum breytingum frá stjórnarfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundi slitið - kl. 14:46.
Samþykkt að fundartíma bæjarráðs verði breytt og fundirnir almennt haldnir á dagvinnutíma. Nýr fundartími sem taki gildi frá og með janúar 2016 verði kl. 08:15 til 10:00 á föstudagsmorgnum. Sem fyrr verður fundartími færður ef sérstakar aðstæður útheimta. Helstu ástæður breytingarinnar eru þær að óhentugt getur verið að funda utan opnunartíma stjórnsýslunnar og að loknum fullum almennum vinnudegi. Slíkt fyrirkomulag getur komið niður á gæðum vinnunnar og verið óvænlegt fjölskyldufólki. Flest sveitarfélög á Íslandi eru með fundartíma bæjar-/byggðaráðs á dagvinnutíma.
Gunnlaugur og Jónas lýsa andstöðu sinni við tillöguna
Óli og Friðrik samþykkja tillöguna og Jónas greiðir atkvæði gegn henni.