Fara í efni

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 201510070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 155. fundur - 15.10.2015

Pétur Vopni Sigurðsson mætir á fundinn og fer yfir áætlanir framkvæmdar- og hafnanefndar og Dögg Káradóttir mætir og fer yfir áætlanir félagsmála- og barnaverndarnefndar
Fjármálastjóri kynnti drög að áætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 til 2019. Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu á bæjarstjórafundi.

Bæjarstjórn Norðurþings - 52. fundur - 20.10.2015

Fyrir bæjarstjórn liggja til fyrri umræðu frumvörp að fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun 2017 til 2019
Til máls tóku um fjárhagsáætlun 2016: Kristján, Hjálmar Bogi, Jónas, Kjartan, Soffía og Óli
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2016 til síðari umræðu.

Til máls tóku um þriggja ára áætlun Norðurþings: Kristján og Soffía
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun til síðari umræðu.

Bæjarráð Norðurþings - 157. fundur - 05.11.2015

Bæjarráð fór yfir endurskoðaða launaáætlun 2016, tekjur frá jöfnunarsjóði og áætlun A sjóðs 2016.

Bæjarráð Norðurþings - 158. fundur - 12.11.2015

Vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins árið 2016, samþykkir bæjarráð að þrengja ramma nokkurra sviða og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir stöðuna með sviðsstjórum og kynna forsendur þessarar ákvörðunar.

Bæjarráð Norðurþings - 159. fundur - 19.11.2015

Farið var yfir stöðu áætlunargerðar 2016

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015

Farið yfir loka rekstaráætlun fyrir sviðið.
Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Samþykkt að vísa áætlunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Norðurþings - 160. fundur - 27.11.2015

Bæjarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu með áorðunum breytingum frá stjórnarfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til síðari umræðu og staðfestingar fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019
Til máls tóku: Kristján, Óli, Kjartan, Soffía, Gunnlaugur og Jónas

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda vegna ársins 2016:
Útsvar........................... 14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur ................... 0,575%
B flokkur ................... 1,320%
C flokkur ................... 1,650%
Lóðaleiga 1 ................... 1,500%
Lóðaleiga 2 ................... 2,500%
Vatnsgjald:
A flokkur ................... 0,225%
B flokkur ................... 0,450%
C flokkur ................... 0,450%
Holræsagjald:
A flokkur ................... 0,275%
B flokkur ................... 0,275%
C flokkur ................... 0,275%
Sorpgjöld:
Heimili ................... kr. 50.586.-
Sumarhús .................. kr. 19.849.-


Álagning gjalda samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Ernu, Olgu, Jónasar og Kjartans. Soffía og Gunnlaugur sátu hjá.

Bókun minnihlutans:
Við teljum þessa fjárhagsáætlun óraunhæfa og teljum litlar líkur á að rekstur sveitarfélagsins á árinu 2016 verði eins og þessi áætlun ber með sér.
Gert er ráð fyrir lækkun á launakostnaði í samstæðunni þrátt fyrir miklar launahækkanir á árinu 2015 og á komandi ári. Ljóst er að ekki er hægt að gera ráð fyrir lækkun launakostnaðar án þess að fækka starfsfólki og stöðugildum hjá sveitarfélaginu og fyrirtækjum þess.
Meirihlutinn hefur ekki gert grein fyrir þeim aðgerðum sem þarf að fara í til að þessi áætlun gæti gengið eftir. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir miklum rekstrarbata á milli áranna 2015 og 2016 þar sem gert er ráð fyrir því að rekstarniðurstaða A hlutans batni um 415.000.000 kr. og samstæðunnar í heild um 350.000.000.
Til að ná svo miklum rekstrarbata þarf að leggja fram ítarlega greinargerð þar sem gert er grein fyrir öllum þeim aðgerðum sem á að ráðast í. Á sama tíma og launakostnaður á að lækka er ekki gert ráð fyrir auknum rekstrarútgjöldum í rekstri samstæðunnar og raunar reiknað með lækkun rekstrarútgjalda í A hluta sveitarsjóðs.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Bókun meirihlutans: Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016 hefur staðið yfir í meira en hálft ár, eða frá því í maímánuði 2015. Unnið hefur verið vandlega í nefndum og í bæjarráði þennan tíma og nýjar forsendur teknar til umfjöllunar eftir því sem þær hafa komið upp. Unnið hefur verið í sátt í nefndum sveitarfélagsins við fjárhagsáætlunargerðina eins og fundargerðir sýna.
Friðrik Sigurðsson
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir
Erna Björnsdóttir
Sif Jóhannesdóttir


Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Ernu og Sifjar. Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan sátu hjá.

Fjárhagsáætlun 2017 til 2019 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Ernu og Sifjar. Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan sátu hjá.