Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Heimsókn Náttúrustofu Norðausturlands
Málsnúmer 201511028Vakta málsnúmer
Þorkell Lindberg Þórarinsson mætti á fundinn og kynnti starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands. Bæjarráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju með starfsemi náttúrustofunnar.
2.Varðandi starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar
Málsnúmer 201510124Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Framsýn, stéttafélags Þingeyinga varðandi starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar. Framsýn er tilbúið að funda með Norðurþingi vegna þeirra mála.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Framsýnar og telur brýnt að fyrirtæki sem starfa innan Norðurþings og Þingeyjarsveitar skrái vinnuafl í sveitarfélögunum. Bæjarstjóra er falið að boða hagsmunaaðila á fund bæjarráðs sem fyrst.
3.Beiðni um áframhaldandi samstarf
Málsnúmer 201511019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjrarráði liggur erindi frá Norðurhjara, ferðamálasamtaka um samstarf um vöxt og viðgang Norðurhjara
Bæjarstjóra falið að hafa samband við Norðurhjara um erindið.
4.Fundargerð 22 - Orkusveitarfélög
Málsnúmer 201511018Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráð liggur fundargerð 22. stjórnarfundar samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
5.Rekstaráætlanir sveitarfélaganna 2016
Málsnúmer 201511017Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur áætlun fyrir framlög sveitarfélaga til Dvalarheimils aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum.
Áætlun dvalarheimilisins er vísað til áætlunargerðar Norðurþings 2016
6.831. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt fundaáætlun 2016
Málsnúmer 201511014Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur 831.fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019
Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer
Bæjarráð fór yfir endurskoðaða launaáætlun 2016, tekjur frá jöfnunarsjóði og áætlun A sjóðs 2016.
Fundi slitið - kl. 19:20.