Varðandi starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar
Málsnúmer 201510124
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 157. fundur - 05.11.2015
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Framsýn, stéttafélags Þingeyinga varðandi starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar. Framsýn er tilbúið að funda með Norðurþingi vegna þeirra mála.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Framsýnar og telur brýnt að fyrirtæki sem starfa innan Norðurþings og Þingeyjarsveitar skrái vinnuafl í sveitarfélögunum. Bæjarstjóra er falið að boða hagsmunaaðila á fund bæjarráðs sem fyrst.
Bæjarráð Norðurþings - 158. fundur - 12.11.2015
Aðalsteinn Árni Baldursson mætti á fundinn og fór yfir starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar. Bæjarráð þakkar frumkvæði og starf Framsýnar stéttarfélags við hagsmunagæslu á svæðinu og lýsir vilja við að vinna með félaginu að málinu.