Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Varðandi starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar
Málsnúmer 201510124Vakta málsnúmer
Aðalsteinn Árni Baldursson mætti á fundinn og fór yfir starfsemi erlendra fyrirtækja á félagssvæði Framsýnar. Bæjarráð þakkar frumkvæði og starf Framsýnar stéttarfélags við hagsmunagæslu á svæðinu og lýsir vilja við að vinna með félaginu að málinu.
2.Örlygur H. Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur og Veitingahússins Naustsins gerir tilboð í 60 prósenta hlut Norðurþings í Höfða 24c
Málsnúmer 201511025Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Fasteignafélagi Húsavíkur ehf í fasteignina Höfða 24c
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með 40% meðeiganda fasteignarinnar að Höfða 24c, Leikfélagi Húsavíkur, þar sem farið verður yfir framtíðaráform í húsnæðismálum félagsins. Jafnframt verði komið á sameiginlegum fundi húseigenda með tilboðsgjafa. Einnig er bæjarstjóra falið að láta verðmeta eignina. Afstöðu til erindis tilboðsgjafa er frestað.
3.Rekstraráætlun 2016
Málsnúmer 201511016Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur rekstraráætlun 2016 fyrir Atvinnurþróunarfélag Þingeyinga
Bæjarráð samþykkir að óska eftir að framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga mæti á fund bæjarráðs til að ræða starfsemi félagsins. Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
4.Greið leið ehf., árleg hlutafjáraukning
Málsnúmer 201511032Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur ósk frá Greiðri leið ehf um aukningu hlutafjár í Norðurþingi.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr. og taka þátt í aukningu hlutafjár fyrir kr. 1.887.194 í samræmi við fyrri ákvarðanir um hlutafjáraukningu í félaginu.
5.Byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Málsnúmer 201509019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá smábátafélaginu Kletti þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Norðurþings beiti sér fyrir því að verja þann byggðakvóta sem fallið hefur í skaut Húsavíkur á undanförnum árum
Bæjarráð tekur undir áhyggjur smábátafélagsins Kletts af þróun mála af byggðakvóta á Húsavík. Norðurþing hefur á liðnum mánuðum sent formleg erindi til sjávarútvegsráðuneytisins og hefur bæjarstjóri tekið málið upp við sjávartútvegsráðherra. Þá hafa bæjarfulltrúar Norðurþings rætt málið við þingmenn án jákvæðrar niðurstöðu.
6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019
Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer
Vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins árið 2016, samþykkir bæjarráð að þrengja ramma nokkurra sviða og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir stöðuna með sviðsstjórum og kynna forsendur þessarar ákvörðunar.
Fundi slitið - kl. 19:45.