Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

53. fundur 01. desember 2015 kl. 16:15 - 20:03 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjórn - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til síðari umræðu og staðfestingar fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019
Til máls tóku: Kristján, Óli, Kjartan, Soffía, Gunnlaugur og Jónas

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda vegna ársins 2016:
Útsvar........................... 14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur ................... 0,575%
B flokkur ................... 1,320%
C flokkur ................... 1,650%
Lóðaleiga 1 ................... 1,500%
Lóðaleiga 2 ................... 2,500%
Vatnsgjald:
A flokkur ................... 0,225%
B flokkur ................... 0,450%
C flokkur ................... 0,450%
Holræsagjald:
A flokkur ................... 0,275%
B flokkur ................... 0,275%
C flokkur ................... 0,275%
Sorpgjöld:
Heimili ................... kr. 50.586.-
Sumarhús .................. kr. 19.849.-


Álagning gjalda samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Ernu, Olgu, Jónasar og Kjartans. Soffía og Gunnlaugur sátu hjá.

Bókun minnihlutans:
Við teljum þessa fjárhagsáætlun óraunhæfa og teljum litlar líkur á að rekstur sveitarfélagsins á árinu 2016 verði eins og þessi áætlun ber með sér.
Gert er ráð fyrir lækkun á launakostnaði í samstæðunni þrátt fyrir miklar launahækkanir á árinu 2015 og á komandi ári. Ljóst er að ekki er hægt að gera ráð fyrir lækkun launakostnaðar án þess að fækka starfsfólki og stöðugildum hjá sveitarfélaginu og fyrirtækjum þess.
Meirihlutinn hefur ekki gert grein fyrir þeim aðgerðum sem þarf að fara í til að þessi áætlun gæti gengið eftir. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir miklum rekstrarbata á milli áranna 2015 og 2016 þar sem gert er ráð fyrir því að rekstarniðurstaða A hlutans batni um 415.000.000 kr. og samstæðunnar í heild um 350.000.000.
Til að ná svo miklum rekstrarbata þarf að leggja fram ítarlega greinargerð þar sem gert er grein fyrir öllum þeim aðgerðum sem á að ráðast í. Á sama tíma og launakostnaður á að lækka er ekki gert ráð fyrir auknum rekstrarútgjöldum í rekstri samstæðunnar og raunar reiknað með lækkun rekstrarútgjalda í A hluta sveitarsjóðs.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Bókun meirihlutans: Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016 hefur staðið yfir í meira en hálft ár, eða frá því í maímánuði 2015. Unnið hefur verið vandlega í nefndum og í bæjarráði þennan tíma og nýjar forsendur teknar til umfjöllunar eftir því sem þær hafa komið upp. Unnið hefur verið í sátt í nefndum sveitarfélagsins við fjárhagsáætlunargerðina eins og fundargerðir sýna.
Friðrik Sigurðsson
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir
Erna Björnsdóttir
Sif Jóhannesdóttir


Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Ernu og Sifjar. Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan sátu hjá.

Fjárhagsáætlun 2017 til 2019 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Ernu og Sifjar. Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan sátu hjá.

2.Bæjarráð Norðurþings - 160

Málsnúmer 1511010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 160. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 1 "Fundartími bæjarráðs" : Jónas, Óli, Olga, Sif, Gunnlaugur og Friðrik

Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Með breytingu á fundartíma bæjarráðs er verið að rýra möguleika hjá stórum hluta samfélagsins til þátttöku í bæjarmálum. Hinn almenni launþegi fær kaldar kveðjur frá meirihluta Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Það geta varla talist lýðræðisleg vinnubrögð að þvinga í gegn breytingu á fundartíma í krafti meirihlutans.
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson
Soffía Helgadóttir
Gunnlaugur Stefánsson

Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Að færa reglulega fundartíma bæjarráðs er þáttur í eðlilegri þróun til nútímalegri vinnubragða. Flest sveitarfélög á Íslandi eru með fundartíma bæjar-/byggðaráðs á dagvinnutíma. Helstu ástæður breytingarinnar eru þær að óhentugt getur verið að funda utan opnunartíma stjórnsýslunnar og að loknum fullum almennum vinnudegi. Slíkt fyrirkomulag getur komið niður á gæðum vinnunnar og verið óvænlegt fjölskyldufólki.
Óli Halldórsson
Friðrik Sigurðsson
Erna Björnsdóttir
Sif Jóhannesdóttir

Til máls tóku undir lið 3 "Framtíðarsýn í búsetu og þjónustu við fatlaða" : Soffía, Kristján, Kjartan, Gunnlaugur og Óli

Fundargerðin er lögð fram

3.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 55

Málsnúmer 1510012Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 55. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

4.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65

Málsnúmer 1511009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 65. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

5.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 46

Málsnúmer 1511008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 46. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

6.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 135

Málsnúmer 1511007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 135. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

7.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 53

Málsnúmer 1511005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 53. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

8.Bæjarráð Norðurþings - 159

Málsnúmer 1511006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 159. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 3 "Mikilvægi aukinnar þjónustu lögregluyfirvalda við íbúa Norðurþings vegna uppbyggingar á Bakka" : Soffía, Friðrik og Olga

Í ljósi mikillar aukningar ferðamanna, stóriðjuframkvæmda á Bakka og virkjunarframkvæmda á Þeistareykjum telur bæjarstjórn nauðsynlegt að styrkja starfsemi lögreglunnar á Húsavík. Áætlað er að uppbygging á Bakka hafi í för með sér tímabundna fjölgun á svæðinu um 600 manns og nauðsynlegt að tryggja ásættanlegt þjónustustig lögreglunnar í samræmi við það. Þegar hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra sótt um sjö viðbótar stöðugildi.

Til máls tóku undir lið 4 "Stuðningur við millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík" : Jónas, Kristján, Friðrik, Soffía og Kjartan

Fundargerðin er lögð fram

9.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134

Málsnúmer 1511004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 134. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

10.Bæjarráð Norðurþings - 158

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 158. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 5 "Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015/2016" : Óli, Kjartan, Kristján og Gunnlaugur

Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur smábátafélagsins Kletts af þróun mála af byggðakvóta á Húsavík. Norðurþing hefur á liðnum mánuðum sent formleg erindi til sjávarútvegsráðuneytisins og hefur bæjarstjóri tekið málið upp við sjávartútvegsráðherra. Þá hafa bæjarfulltrúar Norðurþings rætt málið við þingmenn án jákvæðrar niðurstöðu.

Gunnlaugur óskar eftir öllum formlegum stjórnsýslulegum samskiptum við sjávarútvegsráðuneytið sem hafa átt sér stað frá upphafi árs 2014 vegna byggðakvóta til sveitarfélagsins.

Fundargerðin er lögð fram

11.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 64

Málsnúmer 1511003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 64. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

12.Bæjarráð Norðurþings - 157

Málsnúmer 1511001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 157. fundar bæjarráðs Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

13.Bæjarráð Norðurþings - 156

Málsnúmer 1510013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 156. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 1 "Umræður um fasteignamál í Norðurþingi": Kjartan og Óli
Til máls tóku undir lið 18 "Samningur um nýtingu á vatnsbóli": Gunnlaugur, Friðrik og Soffía

Meirihluti bæjarstjórnar telur afar jákvætt að fyrirtæki í sveitarfélaginu hafi uppbyggingaráform. Fiskeldi og vinnsla eru meðal undirstöðuatvinnugreina í Norðurþingi og er það mjög jákvætt að eðlilegir samningar hafi náðst um rekstur fiskeldisfyrirtækisins í Haukamýri.

Fundargerðin er lögð fram.

14.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 52

Málsnúmer 1510011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 52. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram.

15.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Kristján og Soffía

16.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 133. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga."
Þá fjallaði framkvæmda- og hafnanefnd um tillöguna á 65. fundi nefndarinnar og samþykkti hana að undanskildum liðum 3 og 5 sem hljóða svo: "3. Hafnarstétt 11 Heimilt verður að byggja lyftu við húsið Hafnarstétt 11. Hæð byggingar að hámarki 3,8m yfir yfirborði þaks. Húsbygging upp úr þaki hússins takmarkist af stærð lyftu en að mámarki 12m2" og "5. Hafnarstétt 17. Skilgreint er lyftuhús í verbúðinni Hafnarstétt 17. Jafnframt skilgreindur byggingareitur 45m2 fyrir byggingu lyftu og þjónustuhúss á þaki hússins. Hámarkshæð byggingar upp úr lyftustokk er 3,8m yfir yfirborði verbúðarþaks."
Til máls tóku: Kjartan og Sif

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- byggingarnefndar um að auglýsa tillöguna með áorðnum breytingum framkvæmda- og hafnanefndar.

17.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp minnisavarða framan við Húsavík Cape Hotel

Málsnúmer 201511022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir leyfi til að setja upp útsýnispall, minnismerki og söguás framan við Húsavík Cape Hotel. Jafnframt yrðu útbúin bílastæði við pallinn. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirkomulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjenda verði heimilað að hanna nánar mannvirkin og leggja fram til samþykktar."
Til máls tók: Sif

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

18.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 201510072Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggja til staðfestingar drög að jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings sem byggir á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Til máls tóku: Kjartan, Sif og Gunnlaugur

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða jafnréttis- og framkvæmdaáætlunina

19.Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Málsnúmer 201511103Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar stofnsamningur fyrir Héraðsnefnd Þingeyinga bs.
Til máls tóku: Óli og Gunnlaugur

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða stofnsamninginn

20.Olíudreifing ehf. óskar eftir nýjum lóðarsamningi fyrir breytta lóð að Höfða 10

Málsnúmer 201511058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 135. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir að gefinn verði út lóðarsamningur á Olíudreifingu vegna lóðarinnar að Höfða 10. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur um Höfða 10 við Olíudreifingu á grundvelli breytingar deiliskipulags á Höfða."
Til máls tóku: Jónas og Kristján

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

21.LNS Saga ehf. sækir um lóðir á Höfða fyrir vinnubúðir

Málsnúmer 201511065Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 135. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðunum að Höfða 14, 16 og 18 undir svefnbúðir og mötuneyti fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að vinnubúðir stæðu á lóðunum til desember 2017. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 17. nóvember s.l. og þá ákveðið að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar. Umsækjandi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki þeirra nágranna sem tilgreindir voru vegna grenndarkynningarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að LNS Sögu ehf verði úthlutað lóðunum þremur tímabundið til ársloka 2017 undir vinnubúðir. Byggingarfulltrúa verði heimilað að veita lóðarhafa byggingarleyfi fyrir vinnubúðunum til samræmis við framlagða teikningu. Þar sem lóðaafnot eru tímabundin verði embættismönnum bæjarins falið að semja sérstaklega um gjöld vegna tengingar lóðanna við götur og lagnir. "
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

22.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 135. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:
"...4. Umhverfisstofnun bendir í bréfi sínu dags. 13. nóvember að stutt sé á milli förgunarsvæðis fyrir úrgang og frístundahúsasvæðis við Kaldbak. M.a. er vísað til 12. gr. reglugerðar nr. 294/2014 þar sem fram kemur að ekki megi vera minna en 500 m milli íbúðarhverfa og sorpurðunarstaðar. UST bendir einnig á að koma þurfi í veg fyrir að sigvatn á sorpförgunarsvæðinu berist í grunnvatn. Mikilvægt sé að ekki verði lyktarmengun frá urðunarstað að frístundasvæði. Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki er urðunarsvæði á skipulagssvæðinu. Eftir að sorpbrennslustöð var lokað á svæðinu hefur ekki verið nein sorpförgun á svæðinu heldur fer þar einungis fram móttaka og flokkun á sorpi í dag. Sett verði í greinargerð ákvæði um að komið verði í veg fyrir að sigvatn af sorpförgunarsvæðinu lendi í grunnvatni. Einnig verði í greinargerð ákvæði um að lyktarmengun á sorpförgunarsvæði verði haldið í lágmarki. 5. Skipulagsstofnun tilkynnir með bréfi dags. 6. nóvember að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna af hálfu stofnunarinnar, en minnir hinsvegar á ákvæði 9. gr. laga nr. 105/2006 vegna endanlegrar afgreiðslu áætlunarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að ljúka ferli skipulagstillögunnar."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

23.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir lóðarstækkun og nýjum lóðarsamningi að Héðinsbraut 3A

Málsnúmer 201511068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir að gefinn verði út lóðarleigusamningur fyrir Hlöðufell að Héðinsbraut 3a til samræmis við afmörkun lóðarinnar í deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur til samræmis við gildandi deiliskipulag."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

24.Jón Ágúst Bjarnason sækir um lóðarstækkun á Mararbraut 17

Málsnúmer 201511052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir lóðarstækkun til norðurs frá núverandi lóð. Svæðið hefur umsækjandi notað sem bílastæði til langs tíma. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðum lóðarmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veitt umrædd lóðarstækkun."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

25.Bjarni Höskuldsson sækir um lóðarstækkun að Mararbraut 15

Málsnúmer 201511054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir lóðarstækkun til suðurs frá núverandi lóð. Svæðið hefur umsækjandi notað sem bílastæði til langs tíma. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðum lóðarmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veitt umrædd lóðarstækkun, en með þeirri kvöð að brunahani sem er við núverandi lóðarmörk megi verða innan lóðar þar til gengið verður endanlega frá bílastæði."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

26.Sigvaldi O. Aðalsteinsson sækir um lóðir undir íbúðarhús á Raufarhöfn

Málsnúmer 201511011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir tveimur lóðum til uppbyggingar íbúðarhúsa á Raufarhöfn. Lóðirnar væru þar sem áður stóðu Árblik og Kveldblik. Skipulags- og byggingarnefnd telur sér ekki fært að fara í deiliskipulagsvinnu á svæðinu á þessu stigi en leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði boðinn samningur um kostun deiliskipulags vegna lóðanna. "
Til máls tók: Sif

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

27.Staðfesting á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 201511104Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026
Til máls tók: Kristján

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða svæðisáætlunina

28.Deiliskipulag í Ásbyrgi, skipulagslýsing

Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis í Ásbyrgi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006."
Til máls tók: Óli

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

29.Deiliskipulag suðurhafnar

Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík. Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006."
Til máls tóku: Jónas og Kristján

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

30.Deiliskipulag í Reitnum

Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag í Reitnum á Húsavík. Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

Fundi slitið - kl. 20:03.