Fara í efni

Örlygur Hnefill Örlygsson f.h Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp minnisavarða framan við Húsavík Cape Hotel

Málsnúmer 201511022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Óskað er eftir leyfi til að setja upp útsýnispall, minnismerki og söguás framan við Húsavík Cape Hotel. Jafnframt yrðu útbúin bílastæði við pallinn. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirkomulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjenda verði heimilað að hanna nánar mannvirkin og leggja fram til samþykktar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir leyfi til að setja upp útsýnispall, minnismerki og söguás framan við Húsavík Cape Hotel. Jafnframt yrðu útbúin bílastæði við pallinn. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirkomulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjenda verði heimilað að hanna nánar mannvirkin og leggja fram til samþykktar."
Til máls tók: Sif

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar