Örlygur Hnefill Örlygsson f.h Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp minnisavarða framan við Húsavík Cape Hotel
Málsnúmer 201511022
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir leyfi til að setja upp útsýnispall, minnismerki og söguás framan við Húsavík Cape Hotel. Jafnframt yrðu útbúin bílastæði við pallinn. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirkomulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjenda verði heimilað að hanna nánar mannvirkin og leggja fram til samþykktar."
Til máls tók: Sif
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjenda verði heimilað að hanna nánar mannvirkin og leggja fram til samþykktar.