Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

52. fundur 20. október 2015 kl. 16:15 - 22:12 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varamaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Flöggun íslenska þjóðfánans við stjórnsýsluhúsið á Húsavík

Málsnúmer 201510097Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni um flöggunarreglur við stjórnsýsluhúisð á Húsavík. Lagt er til að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við andlát (einstaklings) við Stjórnsýsluhúsið á Húsavík.
Til máls tók: Hjálmar Bogi, Soffía, Sif, Óli, Friðrik, Olga, Kjartan, Erna og Jónas

Óli tekur undir tillögu Hjálmars en leggur til þá breytingartillögu að hætt verði jafnframt að flagga við útfarir og flaggað verði framvegis við stjórnsýsluhús í samræmi við reglugerð.
Breytingartillagan var felld með atkvæðum Hjálmars Boga, Soffíu, Jónasar, Olgu og Ernu
Samþykk voru Friðrik, Óli, Sif og Kjartan

Tillaga Hjálmars Boga var tekin til afgreiðslu.
Samþykk voru Hjálmar Bogi, Óli, Olga, Sif, Kjartan og Erna
Á móti greiddu Friðrik, Jónas og Soffía

2.Bæjarráð Norðurþings - 155

Málsnúmer 1510009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 155. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

3.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63

Málsnúmer 1510007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 63. fundar framkvæmda- og hafnanefndarar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Kvíabekkur endurbygging" : Hjálmar Bogi og Óli
Til máls tóku undir lið 4 "Sorpmál í Norðurþingi - staðan" : Kjartan, Kristján, Óli, Hjálmar Bogi, Jónas, Sif og Soffía
Til máls tóku undir lið 10 "Kjartan Páll Þórarinsson, tillaga að Búsetukerfi Húsavíkur" : Kjartan, Óli og Soffía.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

4.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 53

Málsnúmer 1510006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 53. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Framkvæmd Mærudaga 2016" : Hjálmar Bogi, Olga, Kjartan, Óli, Soffía, Jónas, Sif, Friðrik, Erna og Kristján.
Til máls tóku undir lið 6 "05 Menningarmál fjárhagsáætlun 2016": Hjálmar Bogi, Olga, Óli, Kjartan og Soffía

Hjálmar Bogi lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans:
Það er leitt að framlög í samfélagslega mikilvæga viðburði eins og þjóðhátíðardag og þrettándann á að skera talsvert niður. Kostnaður sveitarfélagsins er óverulegur en samfélagslegt mikilvægi slíkra viðburða er óumdeilt.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar

5.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 133

Málsnúmer 1510005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 133. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

6.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45

Málsnúmer 1510002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 45. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 7 "Frístundarheimili" : Hjálmar Bogi, Óli, Erna og Kjartan

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

7.Bæjarráð Norðurþings - 154

Málsnúmer 1510004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 154. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir líð 8 "Fjármál Norðurþings" : Hjálmar Bogi og Kristján

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

8.Bæjarráð Norðurþings - 153

Málsnúmer 1509010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 153. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 9 "Dvalarheimili aldraðra Hvammur og Leigufélag Hvamms - fundargerðir": Soffía, Friðrik og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer

Til máls tóku; Kristján, Hjálmar Bogi, Óli og Jónas

10.Samþykktir Norðurþings 2015

Málsnúmer 201510047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggja drög að samþykktum Norðurþings til umræðu
Til máls tóku: Óli, Hjálmar Bogi, Sif, Kjartan, Friðrik, Kristján, Jónas og Soffía

Málinu vísað til frekari umfjöllunar

11.Stofnun lóða á vatnsverndarsvæðum

Málsnúmer 201510036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 133. fundi nefndarinnar: "Norðurþing óskar er eftir samþykki fyrir stofnun tveggja lóða utan um vatnsból, annarsvegar í Gvendarsteinsmýri og hinsvegar í Haukamýri. Fyrir fundi liggja hnitsettir uppdrættir beggja lóðanna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarstofnanirnar verði samþykktar. "
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

12.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun skipulags- og bygginganefndar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags-og byggingarlaga."
Til máls tók: Sif

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins

13.Deiliskipulag á Höfða vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 133. fundi nefndarinnar. Í bókun kemur fram eftirfarandi viðbrögð við athugasemdum sem borist hafa: "Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að setja inn í greinargerð texta sem áréttar samráð við Vegagerðina þegar unnið verður að undirstöðum mannvirkja.","Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð og grein 23. gr. laga um náttúruvernd. Á hinn bóginn hefur aðgengi almennings að sjávarbökkum á Húsavíkurhöfða verið skert með öryggisgirðingu til áratuga. Skipulagstillagan skilgreinir göngustíg meðfram sjávarbökkum, þó leiðin víki nokkuð frá bökkunum á um 80 m kafla strandarinnar. Fært verði inn í greinargerð að gangandi verði fært með ströndinni milli sjávar og sjóbaða þó þar verði ekki skilgreindur göngustígur. Nefndin telur ekki tilefni til að málsetja fjarlægð lóðarmarka og byggingarreits frá strönd. Á það er minnt að deiliskipulagstillagan er í skilgreindum mælikvarða á uppdrætti. Á honum má því mæla með nokkurri nákvæmni að fjarlægð frá lóðarmörkum/byggingarreit að sjó er minnst um 20/24 m. Í því samhengi er minnt á að fjarlægðarviðmið skipulagsreglugerðar eiga við utan þéttbýlis en deiliskipulagstillagan sem hér um ræðir tilheyrir þéttbýli.", "Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Færa þarf um 100 m² lóð umhverfis Húsavíkurvita inn á deiliskipulagsuppdrátt." Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

14.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 133. fundi nefndarinnar:

"Nú er lokið kynningu á aðalskipulagsbreytingu vegna sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum. 1. Vegagerðin bendir á nauðsyn þess að hafa samráð við Vegagerðina þegar farið verður í sprengingar eða grundun bygginga á skipulagssvæðinu vegna nálægðar við fyrirhuguð jarðgöng undir Húsavíkurhöfða. Viðbrögð: Athugasemdin er ekki talin gefa tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur ekki tilefni til athugasemda við skipulagstillöguna. 3. Umhverfisstofnun telur miður að ekki sé gert ráð fyrir útivistarstíg meðfram ströndinni eins og gert er í gildandi aðalskipulagi Norðurþings og telur að gera ætti ráð fyrir útivistarstíg meðfram klettaströndinni, einnig þar sem baðstaður er áætlaður. Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð. Gengið er út frá því að fært verði fótgangandi sjávarmegin við baðlón þó þar verði ekki gerður göngustígur. Nefndin telur einnig að hagsmunir verðandi lóðarhafa séu umtalsverðir með að ekki verði gerður göngustígur sjávarmegin fyrirhugaðra sjóbaða. Nefndin fellst því ekki á að breyta skipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. ákvæðum skipulagslaga."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

15.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggja til fyrri umræðu frumvörp að fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun 2017 til 2019
Til máls tóku um fjárhagsáætlun 2016: Kristján, Hjálmar Bogi, Jónas, Kjartan, Soffía og Óli
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2016 til síðari umræðu.

Til máls tóku um þriggja ára áætlun Norðurþings: Kristján og Soffía
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun til síðari umræðu.

16.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201510086Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til samþykktar viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2015.
Til máls tóku: Kristján, Jónas, Hjálmar Bogi, Óli og Soffía

Bókun minnihluta:
Viðaukinn við fjárhagsáætlun 2015 sýnir handvömm við fjárhagsáætlunargerð fyrir það ár og framúrkeyrslu í rekstri. Jafnframt er staðfest gagnrýni minnihlutans á vinnu meirihlutans við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Minnihlutinn situr hjá við þessa afgreiðslu.

Viðaukann samþykkja: Friðrik, Óli, Olga, Erna og Sif
Eftirfarandi sitja hjá: Hjálmar Bogi, Soffía, Kjartan og Jónas.

17.Ósk um leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201510088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur ósk frá Örlygi Hnefli Örlygssyni um leyfi frá bæjarstjórn Norðurþings af persónulegum ástæðum, auk þess að varamenn taki sæti í nefndum þeim sem hann á sæti í.
Bæjarstjórn veitir Örlygi leyfi út desember 2015.

Fundi slitið - kl. 22:12.