Fara í efni

Deiliskipulag á Höfða vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Unnin hefur tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 47. fundur - 21.04.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Unnin hefur tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 129. fundur - 09.06.2015

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis á Höfða. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Skipulagsstofnun.

Umhverfisstofnun telur skv. bréfi sínu dags. 27. maí s.l. breytinguna jákvæða en bendir á að borun eftir jarðhita á lághitasvæðum er tilkynningarskyld framkvæmd og leggur jafnframt áherslu á að göngustígur meðfram klettóttri ströndinni verði færður inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilgreinir í bréfi sínu dags. 12. maí s.l. að ekki sé gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun bendir á í bréfi sínu dags. 6. maí s.l. að mikilvægt sé að settir verði skýrir skilmálar í deiliskipulagi um útlit mannvirkja og form. Ennfremur er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga áður en bæjarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Gert er ráð fyrir að göngustígur meðfram ströndinni verði færður inn á deiliskipulag. Settir verða skýrir skilmálar fyrir útlit mannvirkja og form.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda og ábendinga. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna á almennum fundi skv. ákvæðum 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til athugasemda skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu sama svæðis.

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Eftirfarandi var bókað á 129. fundir skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis á Höfða. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Skipulagsstofnun.

Umhverfisstofnun telur skv. bréfi sínu dags. 27. maí s.l. breytinguna jákvæða en bendir á að borun eftir jarðhita á lághitasvæðum er tilkynningarskyld framkvæmd og leggur jafnframt áherslu á að göngustígur meðfram klettóttri ströndinni verði færður inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilgreinir í bréfi sínu dags. 12. maí s.l. að ekki sé gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun bendir á í bréfi sínu dags. 6. maí s.l. að mikilvægt sé að settir verði skýrir skilmálar í deiliskipulagi um útlit mannvirkja og form. Ennfremur er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga áður en bæjarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Gert er ráð fyrir að göngustígur meðfram ströndinni verði færður inn á deiliskipulag. Settir verða skýrir skilmálar fyrir útlit mannvirkja og form.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda og ábendinga. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna á almennum fundi skv. ákvæðum 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til athugasemda skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu sama svæðis."
Samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 133. fundur - 13.10.2015

Nú er lokið kynningu á nýju deiliskipulagi sjóbaða á Húsavíkurhöfða.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum.
1. Vegagerðin bendir á nauðsyn þess að hafa samráð við Vegagerðina þegar farið verður í sprengingar eða grundun bygginga á skipulagssvæðinu vegna nálægðar við fyrirhuguð jarðgöng undir Húsavíkurhöfða.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að setja inn í greinargerð texta sem áréttar samráð við Vegagerðina þegar unnið verður að undirstöðum mannvirkja.
2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur ekki tilefni til athugasemda við skipulagstillöguna.
3. Umhverfisstofnun telur miður að ekki sé gert ráð fyrir útivistarstíg meðfram ströndinni eins og gert er í gildandi aðalskipulagi Norðurþings og telur að gera ætti ráð fyrir útivistarstíg meðfram klettaströndinni, einnig þar sem baðstaður er áætlaður. Í athugasemdum vísar stofnunin til greinar 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og grein 23 í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Ennfremur bendir stofnunin á að ekki sé málsett fjarlægð frá lóðarmörkum og byggingarreit að strönd.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð og grein 23. gr. laga um náttúruvernd. Á hinn bóginn hefur aðgengi almennings að sjávarbökkum á Húsavíkurhöfða verið skert með öryggisgirðingu til áratuga. Skipulagstillagan skilgreinir göngustíg meðfram sjávarbökkum, þó leiðin víki nokkuð frá bökkunum á um 80 m kafla strandarinnar. Fært verði inn í greinargerð að gangandi verði fært með ströndinni milli sjávar og sjóbaða þó þar verði ekki skilgreindur göngustígur. Nefndin telur ekki tilefni til að málsetja fjarlægð lóðarmarka og byggingarreits frá strönd. Á það er minnt að deiliskipulagstillagan er í skilgreindum mælikvarða á uppdrætti. Á honum má því mæla með nokkurri nákvæmni að fjarlægð frá lóðarmörkum/byggingarreit að sjó er minnst um 20/24 m. Í því samhengi er minnt á að fjarlægðarviðmið skipulagsreglugerðar eiga við utan þéttbýlis en deiliskipulagstillagan sem hér um ræðir tilheyrir þéttbýli.
4. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna en vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 þar sem segir m.a. að stöðva skuli framkvæmdir tafarlaust ef áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verks.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

Færa þarf um 100 m² lóð umhverfis Húsavíkurvita inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Bæjarstjórn Norðurþings - 52. fundur - 20.10.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 133. fundi nefndarinnar. Í bókun kemur fram eftirfarandi viðbrögð við athugasemdum sem borist hafa: "Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að setja inn í greinargerð texta sem áréttar samráð við Vegagerðina þegar unnið verður að undirstöðum mannvirkja.","Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð og grein 23. gr. laga um náttúruvernd. Á hinn bóginn hefur aðgengi almennings að sjávarbökkum á Húsavíkurhöfða verið skert með öryggisgirðingu til áratuga. Skipulagstillagan skilgreinir göngustíg meðfram sjávarbökkum, þó leiðin víki nokkuð frá bökkunum á um 80 m kafla strandarinnar. Fært verði inn í greinargerð að gangandi verði fært með ströndinni milli sjávar og sjóbaða þó þar verði ekki skilgreindur göngustígur. Nefndin telur ekki tilefni til að málsetja fjarlægð lóðarmarka og byggingarreits frá strönd. Á það er minnt að deiliskipulagstillagan er í skilgreindum mælikvarða á uppdrætti. Á honum má því mæla með nokkurri nákvæmni að fjarlægð frá lóðarmörkum/byggingarreit að sjó er minnst um 20/24 m. Í því samhengi er minnt á að fjarlægðarviðmið skipulagsreglugerðar eiga við utan þéttbýlis en deiliskipulagstillagan sem hér um ræðir tilheyrir þéttbýli.", "Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Færa þarf um 100 m² lóð umhverfis Húsavíkurvita inn á deiliskipulagsuppdrátt." Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar