Flöggun íslenska þjóðfánans við stjórnsýsluhúsið á Húsavík
Málsnúmer 201510097
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 52. fundur - 20.10.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni um flöggunarreglur við stjórnsýsluhúisð á Húsavík. Lagt er til að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við andlát (einstaklings) við Stjórnsýsluhúsið á Húsavík.
Óli tekur undir tillögu Hjálmars en leggur til þá breytingartillögu að hætt verði jafnframt að flagga við útfarir og flaggað verði framvegis við stjórnsýsluhús í samræmi við reglugerð.
Breytingartillagan var felld með atkvæðum Hjálmars Boga, Soffíu, Jónasar, Olgu og Ernu
Samþykk voru Friðrik, Óli, Sif og Kjartan
Tillaga Hjálmars Boga var tekin til afgreiðslu.
Samþykk voru Hjálmar Bogi, Óli, Olga, Sif, Kjartan og Erna
Á móti greiddu Friðrik, Jónas og Soffía