Samþykktir Norðurþings 2015
Málsnúmer 201510047
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 52. fundur - 20.10.2015
Fyrir bæjarstjórn liggja drög að samþykktum Norðurþings til umræðu
Bæjarstjórn Norðurþings - 54. fundur - 26.01.2016
Fyrir bæjarstjórn eru fram lagðar til annarrar umræðu samþykktir sveitarfélagsins Norðurþings.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir nýjar samþykktir um stjórn og fundasköp Norðurþings. Þess er óskað að þær taki gildi eftir yfirferð innanríkisráðuneytisins og að auglýsingarferli loknu. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar í febrúar n.k. verði kosið í nýjar nefndir og ráð sem lýst er í hinum nýju samþykktum sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Gunnlaugur,Friðrik og Sif.
Bókun minnihlutans:
Við samþykkjum ekki þessar samþykktir þar sem þær hafa í för með sér veruleg aukin rekstrarútgjöld fyrir sveitarfélagið við rekstur stjórnsýslunnar með fjölgun nefnda.
Hefðum talið rétt að lækka rekstrarkostnað við nefndir og ráð sveitarfélagsins við þessa endurskoðun á samþykktunum með sameiningu nefnda og fækkun þeirra. Það er einkennileg forgangsröðun meirihlutans að skera niður í fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsmálum ásamt félagsþjónustu en auka á sama tíma rekstrarkostnað stjórnsýslunnar.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson
Samþykktirnar eru samþykktar með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Sifjar og Ernu. Á móti voru Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Gunnlaugur,Friðrik og Sif.
Bókun minnihlutans:
Við samþykkjum ekki þessar samþykktir þar sem þær hafa í för með sér veruleg aukin rekstrarútgjöld fyrir sveitarfélagið við rekstur stjórnsýslunnar með fjölgun nefnda.
Hefðum talið rétt að lækka rekstrarkostnað við nefndir og ráð sveitarfélagsins við þessa endurskoðun á samþykktunum með sameiningu nefnda og fækkun þeirra. Það er einkennileg forgangsröðun meirihlutans að skera niður í fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsmálum ásamt félagsþjónustu en auka á sama tíma rekstrarkostnað stjórnsýslunnar.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson
Samþykktirnar eru samþykktar með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Sifjar og Ernu. Á móti voru Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan.
Málinu vísað til frekari umfjöllunar