Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

54. fundur 26. janúar 2016 kl. 16:15 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá

1.RS lögmannsstofa fyrir hönd Jóns Gunnarssonar lýsir yfir kröfu á hendur sveitarfélaginu vegna tjóns á jörð Jóns, Arnarnesi í Kelduhverfi

Málsnúmer 201401042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur frammi til kynningar úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. IRR15120032, kæra Jóns Gunnarssonar vegna athafnaleysis Norðurþings.

Úrskurðurinn er lagður fram.

2.Samþykktir Norðurþings 2016

Málsnúmer 201510047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn eru fram lagðar til annarrar umræðu samþykktir sveitarfélagsins Norðurþings.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir nýjar samþykktir um stjórn og fundasköp Norðurþings. Þess er óskað að þær taki gildi eftir yfirferð innanríkisráðuneytisins og að auglýsingarferli loknu. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar í febrúar n.k. verði kosið í nýjar nefndir og ráð sem lýst er í hinum nýju samþykktum sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Kristján, Óli, Gunnlaugur,Friðrik og Sif.

Bókun minnihlutans:

Við samþykkjum ekki þessar samþykktir þar sem þær hafa í för með sér veruleg aukin rekstrarútgjöld fyrir sveitarfélagið við rekstur stjórnsýslunnar með fjölgun nefnda.
Hefðum talið rétt að lækka rekstrarkostnað við nefndir og ráð sveitarfélagsins við þessa endurskoðun á samþykktunum með sameiningu nefnda og fækkun þeirra. Það er einkennileg forgangsröðun meirihlutans að skera niður í fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsmálum ásamt félagsþjónustu en auka á sama tíma rekstrarkostnað stjórnsýslunnar.

Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Samþykktirnar eru samþykktar með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Sifjar og Ernu. Á móti voru Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Kjartan.

3.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 136. fundi skipulags og bygginganefndar Norðurþings:
"Lokið er kynningu á deiliskipulagi Búðarvallar. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fimm aðilum og voru þær til umfjöllunar á síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sínum við lóðarhafa að Garðarsbraut 20c. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðin að Garðarsbraut 20c verði breikkuð um 4 m til austurs frá kynntri tillögu vegna athugasemdar lóðarhafa. Að öðru leyti leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem samþykktar voru á síðasta fundi nefndarinnar."


Til máls tók Sif.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.Endurskoðun gatnagerðagjalda 2016

Málsnúmer 201601045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun 66. fundar framkvæmda- og hafnanefndar:
"Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldar tvær breytingar verði gerðar á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.

1. Lágmarksgjöld vegna gatnagerðagjalda í fjölbýlis- og raðhúsum verði felld út.

2. Gatnagerðargjald fyrir fjölbýlishús verði lækkað úr 6,5% í 5,0% af byggingarkostnaði vísitölu fjölbýlishúss."
Til máls tóku: Kristján, Jónas og Óli.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og hafnanefndar.

5.Bæjarráð Norðurþings - 161

Málsnúmer 1512001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 161. fundar bæjarráðs Norðurþings.

Til máls tók undir lið 1 "Fasteignagjöld 2016":Jónas og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

6.Bæjarráð Norðurþings - 162

Málsnúmer 1512004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 162. fundargerð bæjarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

7.Bæjarráð Norðurþings - 163

Málsnúmer 1601002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 163. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Sala eigna": Jónas, Kjartan, Óli, Soffía, Gunnlaugur, Erna, Friðrik og Sif.

Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Við í minnihlutanum leggjum til að Norðurþing selji ekki íbúðir nema til einstaklinga sem ætla þær til eigin búsetu. Jafnframt verði skoðað að gefa núverandi íbúum forkaupsrétt og að ganga inn í hæsta tilboð.

Kjartan Páll Þórarinsson
Jónas Einarsson
Soffía Helgadóttir
Gunnlaugur Stefánsson

Fundargerðin er lögð fram.

8.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 56

Málsnúmer 1601003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 56. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

9.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 47

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 47. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 4 "Málefni nýrra íbúa": Gunnlaugur og Kristján.

Til máls tók undir lið 3 "Frístundaheimili": Óli og Kjartan.


Fundargerðin er lögð fram.

10.Bæjarráð Norðurþings - 164

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 164. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 136

Málsnúmer 1601001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 136. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 8 "Umsókn um leyfi fyrir söluskúr á þaki Hafnarstéttar 19, Húsavík": Kjartan.

Fundargerðin er lögð fram.

12.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66

Málsnúmer 1601008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar 66. fundargerð framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 16 "Gönguleiðir og öryggismál við sundlaug og gervigrasvöll": Kjartan, Kristján, Sif, Olga, Soffía og Óli.

Til máls tóku undir lið 8 "Sorphirðudagatal fyrir Reykjahverfi, Húsavík og Tjörnes": Kjartan, Gunnlaugur, Kristján og Óli.


Fundargerðin er lögð fram.

13.Bæjarráð Norðurþings - 165

Málsnúmer 1601009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 165. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Brothættar byggðir - íbúaþing í Öxarfirði": Sif, Olga og Kristján.

Til máls tóku undir lið 5 "Málefni Höfða 24c": Kjartan, Óli, Gunnlaugur og Friðrik.
Bæjarstjórn vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar og leggur til við nefndina að samþykkja sölu eignarinnar.

Til máls tóku undir lið 6 "Könnun: Þjónusta sveitarfélaga 2015": Kjartan og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:45.