RS lögmannsstofa fyrir hönd Jóns Gunnarssonar lýsir yfir kröfu á hendur sveitarfélaginu vegna tjóns á jörð Jóns, Arnarnesi í Kelduhverfi
Málsnúmer 201401042
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014
Málið snýst um meintar aðgerðir sveitarfélagsins og afleiðingar þeirra er flóð varð í Jökulsá árið 2006. Með kröfunni fylgdu afrit af samskiptum lögmanns Jóns við Orkustofnun þar sem fram kemur að lögmaðurinn óskar eftir að stofnunin meti lögmæti framkvæmda Norðurþings. Orkustofnun kallar eftir sérstaklega eftir umsögn Norðurþings, svo málið verði nægilega upplýst, um hvort umrædd "framkvæmd" hafi verið heimiluð af þar til bærum stjórnvöldum áður en stofnunin tekur endanlega afstöðu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara Orkustofnun og óska jafnaframt eftir því að Orkustofnun boði til fundar um framtíðarfyrirkomulag flóðvarna á svæðinu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014
Fyrir fundinum lá mat Orkustofnunar á lögmæti framkvæmda sveitarstjórnar Norðurþings árið 2006 þegar Jökulsá á Fjöllum flæddi yfir bakka sína. Lagt fram til kynningar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014
Fþ fulltrúi fór yfir forsögu málsins og kynnti ítrekun á erindi Jóns.
Framkvæmda- og hafnanefnd telur erindinu fullsvarað og því ekki tilefni til frekari andsvara við erindi Jóns.
Nefndin felur fþ fulltrúa að koma þessu á framfæri Jón eða fulltrúa hans.
Framkvæmda- og hafnanefnd telur erindinu fullsvarað og því ekki tilefni til frekari andsvara við erindi Jóns.
Nefndin felur fþ fulltrúa að koma þessu á framfæri Jón eða fulltrúa hans.
Bæjarstjórn Norðurþings - 54. fundur - 26.01.2016
Fyrir bæjarstjórn liggur frammi til kynningar úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. IRR15120032, kæra Jóns Gunnarssonar vegna athafnaleysis Norðurþings.
Úrskurðurinn er lagður fram.