Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
Í upphafi fundar lá fyrir tillaga um kosningu varaformanns nefndarinnar. Tillaga var borin upp um að Hjálmar Bogi Hafliðason verði varaformaður nefndarinnar. Tillaga samþykkt samhljóða.
1.Samningur um vetrarþjónustu þjóðvega í þéttbýli
Málsnúmer 201406084Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá samningur milli Vegagerðarinnar og Norðurþings um vetrarþjónustu þjóðvega í þéttbýli í sveitarfélaginu. Þessi samningur er í raun framlenging á samskonar samningi sem runninn var út. Norðurþing tekur að sér þessa þjónustu fyrir Vegagerðina. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
2.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar
Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir erindi sem tekið var fyrir í skipulags- og byggingarnefnd 01.07.2014. Gaukur sat fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar á þessu stigi.
3.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar
Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir erindi sem tekið var fyrir í skipulags- og byggingarnefnd 01.07.2014. Gaukur sat fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar á þessu stigi.
4.Viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn
Málsnúmer 201406094Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur til að óskað verði eftir við siglingasvið Vegagerðarinnar að aftur verði farið í viðhaldsdýpkun á Kópaskeri en í fyrra var dýpkað en sú framkvæmd hefur ekki reynst fullnægjandi. Framkvæmda- og hafnanefnd felur starfsmanni að fylgja beiðninni eftir.
5.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag
Málsnúmer 201406093Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur til að vinna við nýtt skipulag þjónustustöðva og hafna Norðurþings, sem hafin var á síðasta kjörtímabili, verði hafin að nýju og henni lokið. Framkvæmda- og hafnanefnd er sammála um að halda þeirri vinnu áfram og skila inn tillögum fyrir gerð fjárhagsáætlunar eða í lok september.
6.Ásýnd og ímynd Húsavíkurhafnar
Málsnúmer 201406092Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur til að skipaður verði verkefnahópur um uppbyggingu, ásýnd og ímynd Húsavíkurhafnar með það að markmiði að gera hafnarsvæðið enn betra og skapa þannig heildarmynd um alla þá starfsemi sem þar fer fram.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að stofnaður verði samráðshópur um ásýnd og ímynd Húsavíkurhafnar og í honum verði boðið að sitja fulltrúum hagsmunaaðila og öðrum áhugasömum einstaklingum. Tillögur verði kynntar nefndinni þegar þær liggi fyrir. Varaformanni nefndarinnar falið að boða til fyrsta fundar og leiða starf hópsins.
7.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur
Málsnúmer 201406091Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur til að: Gera bílastæðið sem liggur norður/suður vestan Stjórnsýsluhússins á Húsavík að svæði fyrir hópferðabíla til að hleypa út og taka upp farþega og merkja sem slíkt. Merkingar með vísan á bílastæði verði bætt. Jafnframt verði bílastæði að sunnanverðu og ofan Verbúðum lokað og tyrft yfir tímabilið 1. júní til 1. september ár hvert. Skilin verði þó eftir þrjú bílastæði sem verða merkt með hámarksstöðutíma 15 mínútur. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ofangreinda tillögu.
8.Þörf á endurnýjun búnaðar í skólum
Málsnúmer 201406090Vakta málsnúmer
Friðrik Sigurðsson óskaði eftir umræðu um endurnýjunarþörf á tækjabúnaði í skólum sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir lista um endurnýjunarþörf á búnaði í skólum sveitarfélagsins og leggja fyrir nefndina.
9.Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka
Málsnúmer 201406089Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur til eftirfarandi tillögur 1. Að hámarkshraði á Túngötu og Árgötu verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. 2. Að á sumrin (frá 1. júní til 1. september) verði umferðarhraði frá gatnamótum Mararbrautar og Garðarsbrautar í suðri til gatnamóta Garðarsbrautar og Naustagils í norðri lækkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu 1.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu 2. að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Í vinnureglum Vegagerðarinnar segir " Þar sem óvarðir vegfarendur, þá sérstalega börn, þurfa að sækja skóla, tómstundir eða þjónustu yfir veginn er heimilt að leyfa lægri hraða en 50 km/klst í gegnum miðbæjarkjarna þó að önnur leið sé ekki til staðar að því gefnu að lækkun leyfilegs hámarkshraða sé ásættanleg m.t.t. þjónustustigs. Þetta á við í undantekningartilvikum þegar ekki er mögulegt að færa þjóðveginn eða að koma fyrir undirgöngum, göngubrú, umferðarljósum eða öðru sem er til þess fallið að tryggja öryggi gangandi vegfarenda".
10.GPG Seafood óskar eftir að lokað verði fyrir bílaumferð við vinnsluhús félagsins
Málsnúmer 201406088Vakta málsnúmer
GPG óskar eftir lokun hafnarstéttar fyrir bílaumferð milli vinnsluhúss GPG og gömlu rækjuverksmiðjunnar. Stefán Stefánsson sat fundinn undir þessum lið. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og er hafnastjóra, hafnaverði og formanni nefndarinnar falið að ræða við bréfritara og lóðahafa á svæðinu og finna lausn sem hentar aðilum.
11.Brunavarnaáætlun fyrir Norðurþing
Málsnúmer 201403054Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá tillaga að brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings 2015-2019 unnin af Slökkviliðsstjóra. Áætlunin er gerð í samræmi við ákvæði í lögum um brunavarnir nr. 75/2000 en þar segir m.a. í 13. gr. "Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar."Grímur Kárason mætti á fundinn undir þessum lið.Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi brunavarnaáætlun fyrir sveitarfélagið verði samþykkt.
12.Viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu
Málsnúmer 201406015Vakta málsnúmer
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni þar sem áréttað er að viðhaldi veggirðinga sé vel sinnt og að sveitarfélagið sendi Vegagerðinni lista yfir þá landeigendur sem lokið hafa viðhaldi fyrir 31. ágúst 2014. Framkvæmda- og hafnanefnd felur fulltrúa nefndarinnar að setja vinnureglu um framkvæmd eftirlitsins og leggja fyrir nefndina að nýju.
13.Steinunn Sigvaldadóttir f.h. Norðursiglingar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við flotbryggju
Málsnúmer 201406072Vakta málsnúmer
Steinunn sækir, f.h. Norðursiglingar, um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við flotbryggju. Um er að ræða fyrrum miðasöluhús (Vitann). Mynd af fyrirhugaðri staðsetningu fylgdi með erindinu. Stefán Stefánsson sat fundinn undir þessum lið. Framkvæmda- og hafnanefnd bendir á að í deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins er ekki gert ráð fyrir öðru en torgsöluskúrum vestan akbrautar. Í ljósi þessa telur nefndin sér ekki fært að verða við erindinu.
14.RS lögmannsstofa fyrir hönd Jóns Gunnarssonar lýsir yfir kröfu á hendur sveitarfélaginu vegna tjóns á jörð Jóns, Arnarnesi í Kelduhverfi
Málsnúmer 201401042Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá mat Orkustofnunar á lögmæti framkvæmda sveitarstjórnar Norðurþings árið 2006 þegar Jökulsá á Fjöllum flæddi yfir bakka sína. Lagt fram til kynningar.
15.Langtímastefna fyrir hafnir til 2030, ósk um umsögn
Málsnúmer 201405090Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasambands Íslands sendir drög að "Langtímastefnu til 2030" til umsagnar en samþykkt var á 38. hafnasambandsþingi í Vestmannaeyjum 2012 og því beint til stjórnar sambandsins að útbúa langtímastefnu fyrir hafnir landsins.Lagt fram til kynningar.
16.Ístak hf. óskar eftir aðstöðu á iðnaðar/þjónustulóð á Bakka fyrir starfsmannabúðir
Málsnúmer 201404054Vakta málsnúmer
Ístak óskaði með bréfi til Skipulags- og byggingarnefndar eftir aðstöðu á skipulagðri iðnaðarlóð á Bakka undir vinnubúðir. Sótt er um til tveggja ára með möguleika á framlengingu síðar. Nefndin samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að Ístaki yrði boðin aðgangur að lóð B5 skv. deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka.Þar sem ekki er um tilbúna lóð að ræða með tilbúnum vegtengingum þarf að semja sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðarinnar og er þeim þætti vísað til umfjöllunar Framkvæmda- og hafnanefndar.Framkvæmda- og hafnanefnd felur bæjarstjóra að semja um gjöld, afnot og frágang.
17.Hestamannafélagið Grani og húseigendur í Traðagerði óska efitir að lögð verði ný reiðleið norður úr Húsavíkurbæ
Málsnúmer 201405081Vakta málsnúmer
Hestamannafélagið Grani og húseigendur í Traðargerði óska með bréfi eftir að Norðurþing leggi nýja reiðleið norður úr bænum því núverandi leið leggst af við framkvæmdir á Bakka. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfriturum fyrir erindið og mun taka ábendinguna til skoðunar þegar skýrari línur liggja fyrir um uppbyggingu á Bakka.
18.Hafnasambandsþing 2014
Málsnúmer 201406002Vakta málsnúmer
Hafnasambandsþing verður haldið á Dalvík og Ólafsfirði 4. og 5. september 2014. Norðurþing á rétt á að senda 2 fulltrúa á þingið. Framkvæmda- og hafnanefnd tilnefnir hafnastjóra og formann nefndarinnar til að fara á þingið.
19.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014
Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fundargerð Hafnasambands Íslands. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Frá Heilbrigðisfulltrúa varðandi raka í kjallara og stigagangi að Grundargarði 3
Málsnúmer 201406041Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, undirritað af Þorkatli Björnssyni heilbrigðisfulltrúa en hann skoðaði íbúð í Grundargarði 3, stigagang og kjallara að beiðni íbúa vegna kvörtunar um myglulykt. Í bréfinu er greint frá niðurstöðu skoðunarinnar og tillögur gerðar um úrbætur. Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að láta gera úttekt og mat á kostnaði við lagfæringar. Rúmist kostnaður innan fjárhagsáætlunar ársins felur nefndin umsjónarmanni að ljúka málinu.
Fundi slitið - kl. 16:00.