Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka
Málsnúmer 201406089
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014
Hjálmar Bogi leggur til eftirfarandi tillögur 1. Að hámarkshraði á Túngötu og Árgötu verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. 2. Að á sumrin (frá 1. júní til 1. september) verði umferðarhraði frá gatnamótum Mararbrautar og Garðarsbrautar í suðri til gatnamóta Garðarsbrautar og Naustagils í norðri lækkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu 1.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu 2. að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Í vinnureglum Vegagerðarinnar segir " Þar sem óvarðir vegfarendur, þá sérstalega börn, þurfa að sækja skóla, tómstundir eða þjónustu yfir veginn er heimilt að leyfa lægri hraða en 50 km/klst í gegnum miðbæjarkjarna þó að önnur leið sé ekki til staðar að því gefnu að lækkun leyfilegs hámarkshraða sé ásættanleg m.t.t. þjónustustigs. Þetta á við í undantekningartilvikum þegar ekki er mögulegt að færa þjóðveginn eða að koma fyrir undirgöngum, göngubrú, umferðarljósum eða öðru sem er til þess fallið að tryggja öryggi gangandi vegfarenda".
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014
Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað eftir samþykki Vegagertðarinnar vegna tillögu um að lækka hámarkshraða á Garðarsbraut frá mótum hennar og Mararbrautar að sunnan að móum við Naustagil að norðan. Hámarkshraðinn verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. yfir sumarið þ.e. frá 1. júní til 1. september. Vegagerðin hefur svarað og styður tillöguna en lítur svo á að um tilraun sé að ræða og veltir upp þeirri spurningu hvort þessi hraðamörk ættu að gilda allt árið. Vegagerðin bendir á að vanda þurfi merkingar og skoða hvort ekki ætti að mála 30 km á yfirborð vegarins. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að undirbúa að lækka hámarkshraða á umræddu svæði frá 1. júní næstkomandi.