Fara í efni

Þörf á endurnýjun búnaðar í skólum

Málsnúmer 201406090

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Friðrik Sigurðsson óskaði eftir umræðu um endurnýjunarþörf á tækjabúnaði í skólum sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir lista um endurnýjunarþörf á búnaði í skólum sveitarfélagsins og leggja fyrir nefndina.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 41. fundur - 15.10.2014

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram samantekt vegna búnaðarþarfar í skólum sveitarfélagsins. Samantektin hefur verið send framkvæmda- og hafnanefnd.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Farið yfir skjal sem Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi hefur tekið saman um búnaðarþörf í skólum Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi tekið saman skjal í framhaldi af samantekt um þörf fyrir endurnýjun búnaðar og tækja í skólum frá 30. september sl. Í skjalinu kemur ósk um að húsgögn í skólana verði sett í forgang.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að hefja endurnýjun tækja í Borgarhólsskóla með því að kaupa borð og stóla í tvær stofur á unglingastigi. Áætlaður kostnaður er 4.6 milljónir.