Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

45. fundur 19. nóvember 2014 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar

Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Í breyttri tillögu er komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

FÞ fulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 7. nóvember s.l. við fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu Norðurhafnar Húsavíkur.
Fþ fulltrúi kynnti tillögu Mannvits að breytingum fyrri uppdráttar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Auk þess að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar felur breytt tillaga í sér nokkru umfangsminni fyllingu innan hafnarinnar í ljósi umræðna og athugasemda þar að lútandi frá því að fyrri skipulagstillaga var kynnt. Breytingin felur í sér að ný fylling verði 1,7 ha að flatarmáli í stað 1,9 ha og rýmra svæði skilið eftir óskert við Naustafjöru.

Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

2.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar

Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Norðurhafnar á Húsavík verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Í breyttri tillögu er komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar þannig að fylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1, ha.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi Norðurhafnar Húsavíkur. Ný tillaga tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar við fyrri tillögu, auk þess sem fyrirhuguð ný landfylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1,7 ha að flatarmáli eins og gerð er grein fyrir hér að ofan í umfjöllun um aðalskipulagsbreytingu.

Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða breytingu aðalskipulags.

3.Atkvæðagreiðsla um merki fyrir Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 201411015Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands samþykkti að fela aðildarhöfnunum að greiða atkvæði um tvær tillögur að merki sambandsins. Það merki sem fær fleiri atkvæði verður gert að merki sambandsins en tillögurnar eru merktar 1 og 2.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu tvö.

4.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Gunnlaugur K. Hreinsson f.h. GPG seafood óskar eftir stækkun á athafnasvæði fyrirtækisins á hafnarsvæði til suðurs

Málsnúmer 201410097Vakta málsnúmer

GPG Seafood óskar eftir stækkun á athafnasvæði félagsins. Þess farið á leit að útfall Búðarár verði fært til suðurs GPG Seafood verði úthlutað lóð suður fyrir núverandi lóð félagsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd tekur vel í erindið og felur fþ fulltrúa að hefja viðræður við bréfritara um tæknilegar útfærslur á mögulegu athafnasvæði og tilfærslu á útfalli Búðarár. Tillagan verði lögð fyrir nefndina til staðfestingar.

6.Raufarhafnarhöfn

Málsnúmer 201411068Vakta málsnúmer

Farið var yfir tvö atriði sem varða Raufarhafnarhöfn. Í fyrsta lagi. Möguleg kaup á fingrum á flotbryggju, en þeir voru ekki í útboði vegna þess verks sem nú er verið að vinna og ríkið tekur ekki þátt í kosnaði við þá. Fyrir fundinum lá tilboð frá Króla ehf. sem býðst til að útvega fingurna.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa sjö fingur fyrir flotbryggju á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er kr. 7.milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé líðandi árs með samþykki bæjarráðs

Í öðru lagi. Möguleg kaup á vaktskúr/vigtarskúr fyrir vigtarmann. Núverandi aðstaða er með öllu ófullnægjandi. Fyrir fundinum lágu kostnaðartölur vegna gámaeininga í mismunandi útfærslum.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa gámaeiningu til að koma upp við Raufarhafnarhöfn og felur fþ fulltrúa að sækja um leyfi fyrir húsnæðinu.
Áætlaður kostnaður er kr. 2,5 milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé sveitarfélagins á líðandi árs með samþykki bæjarráðs.

7.RS lögmannsstofa fyrir hönd Jóns Gunnarssonar lýsir yfir kröfu á hendur sveitarfélaginu vegna tjóns á jörð Jóns, Arnarnesi í Kelduhverfi

Málsnúmer 201401042Vakta málsnúmer

Fþ fulltrúi fór yfir forsögu málsins og kynnti ítrekun á erindi Jóns.

Framkvæmda- og hafnanefnd telur erindinu fullsvarað og því ekki tilefni til frekari andsvara við erindi Jóns.
Nefndin felur fþ fulltrúa að koma þessu á framfæri Jón eða fulltrúa hans.

8.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmda- og hafnarsviðs 2015

Málsnúmer 201411073Vakta málsnúmer

Kynnt var skipting útgjaldaramma málaflokka, fjárhagsáætlun samstæðu fyrir árið 2015 ásamt útkomuspá fyrir árið 2014.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagaða fjárhagsramma en beinir þeim ábendingum til bæjarráðs að gæta þurfi að því hvort fullnægjandi fjármagn sé úthlutað til málaflokks 07 og 08.

Hjálmar Bogi Kjartan Páll óska bókað:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 kemur seint fram eða mánuði síðar en verið hefur. Jafnframt liggur framkvæmdaáætlun ekki fyrir og nefndinni gefin lítill tími við vinnu í fjárhagsáætlunargerð.

9.Staða garðyrkjustjóra Norðurþings

Málsnúmer 201411070Vakta málsnúmer

Jan Klitgaard garðyrkjustjóri kom á fundinn en hann hefur sagt upp störfum hjá sveitarfélaginu og mun taka við nýju starfu um nk. áramót. Jan fór yfir stöðu mála og verkefnin framundan.

Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Jan fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

10.Framlenging samninga um beitarhólf

Málsnúmer 201411069Vakta málsnúmer

Allir A-samningar um landleigu þ.e. samningar til þriggja ára renna út um nk. áramót. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi leggur til að þeir verði framlengdir óbreyttir um þrjú ár og íbúar sveitarfélagsins sitji fyrir við úthlutun lands.

Framkvæmda- og hafnanefnd heimilar fþ fulltrúa að ganga frá nýjum samningum til þriggja ára.

11.Sala eigna - Lundur Öxarfirði

Málsnúmer 201309042Vakta málsnúmer

Lundur, "heimavist" og íbúð, var auglýstur til sölu í byrjun september. Sveitarfélagið áskildi sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er og stutt lýsing á tilgangi kaupanna og framtíðarsýn varðandi eignina þurfti að fylgja.

Fjögur tilboð bárust en einn aðili dró sitt til baka svo eftir standa þrjú tilboð frá eftirtöldum: Gunnari Björnssyni og Önnu Englund, Sandfelli; Stóranúpi ehf., Núpi og Tryggva Hrafni Sigurðssyni og Karin Charlotta Victoria Englund, Lundi.

Olga Gísladóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og varamaður hennar Arnar Sigurðsson sat fundinn undir dagskrárliðnum.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda Stóranúps ehf.

12.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að bjóða út sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi sem tæki gildi þegar núverandi samningi Sorpsamlags Þingeyinga ehf líkur.
FÞ fulltrúa er falið að undirbúa útboðið.
Unnið verði út frá þeim forsendum að sorphirða verði með þriggja íláta kerfi og nýtt verði þau gögn sem þegar liggja fyrir við undirbúning þess hjá Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Útboðsgögnin verði lögð fyrir nefndina til endanlegrar staðfestingar.

13.Snjómokstur í Norðurþingi

Málsnúmer 201410063Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskaði eftir umræðu um fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu.

Framkvæmda- og hafnanefnd felur f og þ fulltrúa að vinna drög að útfærslu og vinnuferla um snjómokstur í þéttbýli og dreifbýli Norðurþings.

14.Húsnæði og lóðir grunnskóla, viðhaldsþörf

Málsnúmer 201410055Vakta málsnúmer

Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi hefur tekið saman greinargerð um skóla Norðurþings; húsnæði og viðhaldsþörf og lá það fyrir fundinum.

Lagt fram til kynningar.

15.Þörf á endurnýjun búnaðar í skólum

Málsnúmer 201406090Vakta málsnúmer

Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi tekið saman skjal í framhaldi af samantekt um þörf fyrir endurnýjun búnaðar og tækja í skólum frá 30. september sl. Í skjalinu kemur ósk um að húsgögn í skólana verði sett í forgang.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að hefja endurnýjun tækja í Borgarhólsskóla með því að kaupa borð og stóla í tvær stofur á unglingastigi. Áætlaður kostnaður er 4.6 milljónir.

16.Söfnun á raf og rafeindatkjaúrgangi hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 201411022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.