Viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn
Málsnúmer 201406094
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014
Hjálmar Bogi leggur til að óskað verði eftir við siglingasvið Vegagerðarinnar að aftur verði farið í viðhaldsdýpkun á Kópaskeri en í fyrra var dýpkað en sú framkvæmd hefur ekki reynst fullnægjandi. Framkvæmda- og hafnanefnd felur starfsmanni að fylgja beiðninni eftir.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 55. fundur - 30.03.2015
Rætt um ástand hafnarinnar á Kópaskeri sem er slæmt vegna mikilar sandsöfnunar sem takmarkar mjög nýtingu hennar.
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Fyrir liggur að skipa á sérstaka hafnarstjórn Norðurþings og mikilvægt að hún geri könnun á stöðu hafna sveitarfélagsins og gjaldskrám og geri í framhaldi samanburð við nærliggjandi hafnir.
Bæjarráð Norðurþings - 136. fundur - 10.04.2015
Fyrir bæjarráð mætti Tryggvi Jóhannsson, hafnarsstjóri Norðurþings, og fór yfir málefni Kópaskershafnar og alvarlega fjárhagsstöðu hafnarsjóðs. Erindið verður tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarnefndar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015
Hafnastjóri gerði nefndinni grein fyrir samskiptum sínum við Vegagerðina vegna málsins.
Samkvæmt gildandi lögum þarf hafnasjóður að vera með jákvæða framlegð eða fullnýta sína gjaldamöguleika. Það er hvorugt í tilfelli hafnarsjóðs Norðurþings. Því mun Vegagerðin ekki koma að framkvæmdum með sveitarfélaginu. Fara þarf vandlega yfir stöðu hafnarsjóðs. Nefndin ítrekar ósk sína til bæjarstjórnar um skipun sérstakrar hafnarstjórnar.